Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Qupperneq 58
56
í a-lið grasfræblöndunnar er enginn smári. í b-, c- og d-lið eru hlut-
föllin milli fræblöndu og smára þessi: 75% grasfræ og 25% smári.
Þessi tilraun sýnir það sama og fyrri tilraunir, að Morsö-smárinn eykur
talsvert uppskeru túnsins, en tekur þó ekki fram sænska afbrigðinu Svea.
Bæði þessi afbrigði voru allríkjandi í reitunum og höfðu talsverð áhrif
á heymagn og gæði töðunnar. Alsikusmárinn dó að mestu út, enda er þar
ekki teljandi vaxtarauki.
Allar tilraunirnar með hvítsmárastofna, sem að framan eru greindar,
sýna, að talsverðan ávinning má hafa af því að nota með venjulegri gras-
fræblöndu 25—60% af hvítsmára, og fæst með því betra og meira hey
með sama áburði, en ef grastegundum er sáð einum.
e. Tilraunir með sáðskiptigraslendi og rauðsmárastofna.
Árið 1934 var byrjað á tilraunum með rauðsmára, sáð með grasfræ-
blöndum, og var liér um að ræða grastegundir, sem höfðu nokkuð fljótan
vöxt, eins og vallarfoxgras, hávingull, rýgresi, axhnoðapuntur og rauð-
smári. Uppskera af sáðskiptigraslendistúnum er venjulega ekki tekin
lengur en 3—4 ár, en í tilraunum þeim, sem hér verður greint frá, er
uppskeran tekin meðan rauðsmárinn er ráðandi tegund í túninu. Við
allar þessar tilraunir eru notaður 50—60 smál. haugur á ha sáðárið, og
plægt niður. Landið, sent tilraunirnar voru gerðar á, var tveggja ára for-
ræktaður leirmóajarðvegur.
Tilraunin í töflu XLVIII sýnir árangurinn af tilraun með sex fræ-
blöndur. Norsk og dönsk fræblanda er í 1. og 2. lið, og svo rauður og
hvítur smári í 3.-6. lið, smitaður og ósmitaður. Smitun smárans virðist
hafa borið góðan árangur. Uppskeran varð mest, þar sem rauðsmára var
sáð með vallarfoxgrasi, en minni þar sem hvítsmári var notaður í stað
rauðsmárans.
Bæði árin var vegið af tilrauninni. Sýndi hún ágæta heyuppskeru, og
það með mjög litlum köfnunarefnisáburði. Á þriðja ári var rauðsmárinn
að mestu horfinn, en hvítsmárinn hélt velli.
Fræblanda 1 var þannig samsett: 50% rauðsmári, 20% vallarfoxgras,
20% axhnoðapuntur, 5% rýgresi og 5% hávingull. Fræblanda 2: 16%
vallarfoxgras, 14% hávingull og 70% rauðsmári.
í L, 2., 3. og 4. lið var smárinn baðaður úr nitragini, en í 5. og 6. lið
ekki. — Áburður á ha var: árið 1935: 350 kg superfosfat og 100 kg kalí.
Árið 1936: 400 kg superfosfat, 100 kg kalí og 200 kg kalksaltpétur.