Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Síða 68
66
uppskeru árið eftir sáðár, og smári lifir þar betur heldur en þar sem
síðar er sáð.
Tafla LX. Skjólsáðtifraun 1935-1937.
(Uppskera hey hkg/ha).
1. Án 2. Skjólsáð 7. Skjólsáð 4. Skjólsáð 5. Skjólsáð
skjól- 100 kghafr. 200 kghafr. 100 kgbygg 200 kghafr.
Ar sáðs sl. grænt sl. grænt til þrosk. til þrosk.
1935 ................... 95.8 82.7 78.7 91.6 84.2
1936 ................... 89.0 90.5 87.0 84.0 87.1
1937 ................... 57.1 53.4 58.7 59.1 62.7
Meðaltal 3 ára........ 80.6 75.5 74.8 78.2 78.0
Hlutföll ................. 100 94 93 97 97
F.e. 1934 ................... 867 1120 1562 2433
Meðaluppsk. í f.e. 4 ár 3024 3049 3085 3319 3534
Tafla LX sýnir tilhögun þessarar tilraunar. í lið 2 og 3 eru hafrar og
bygg sem skjólsáð og uppskeran tekin græn, en í liðum 4 og 5 var kornið
látið þroskast. Sáð var í tilraunina 6. júní 1934. Liðir 2 og 3 voru slegnir
21. ágúst, en 4. og 5. liður, þroskunarreitirnir slegnir 28. september. Ár-
angur sáðársins og eftirfarandi þriggja ára varð eins og taflan sýnir. Tún-
árin þrjú varð árangurinn beztur, þar sem ekkert skjólsáð var haft, bæði
að meðaltali og eins árið eftir sáningu. Þar næst koma byggskjólsáðsreit-
irnir, en lakastir eru hafrareitirnir. Á þriðja ári virðast skjólsáðsáhrifin
vera horfin, og að meðaltali munar ekki miklu á uppskeru þrjú grasárin,
aðeins fæst 3—7% minna heymagn, þar sem skjólsáð var. Ef uppskeran er
reiknuð á öll árin fjögur (meðtalið sáðárið), verður árangurinn hvað fóð-
uröflunina snertir hagstæður fyrir skjólsáð, og gefa þá þroskunarreitirnir
með byggi og höfrum mesta uppskeru að meðaltali í fjögur ár.
Vafalaust hefði tilraunin gefið meiri uppskeru, ef sáð hefði verið fyrr.
Þess má geta, að grænhafrareitirnir voru slegnir með orfi, og var slegið
niður við rót, en þroskunarreitirnir, 4. og 5. liður, voru slegnir loðnir,
eins og gert er við kornrækt. Er þetta sennilega orsökin til þess, að túnið
eftir þroskað korn gefur meiri uppskeru árið eftir heldur en grænhafra-
reitirnir (2. og 3. liður). Liður 1 var ekki sleginn sáðárið.
Tilraunin bendir til þess, að vel geti verið hagkvæmt að nota bygg
eða hafra til þroskunar sem skjólsáð við grasfræsáningu, og túnið verður
ekki mikið lakara árin á eftir, heldur en ef fræi er sáð eingöngu. Reynsl-
an hér á búinu hefur staðfest þetta í almennri ræktun. Hins vegar er ekki