Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Qupperneq 78
76
Tat'la LXXII. Samanburður á blönduðum og einstökum áburðartegundum 1943—50.
(Uppskera hey hkg/ha).
a. b. c. d. e.
Aburð- lóOkgkali 160 kgkali 300 kg 165 kgkalí 125
ar- 125 Elektroph. 300 kg ammoph. Elek. 242 trm.
Ár laust 242.3 brst. am. ammoph. (16% N) (20.5 N)
1943 ........... 25.9 50.4 53.6 49.4 45.9
1944 ........... 16.0 53.8 53.1 51.2 32.2
1945 ........... 38.5 66.9 64.0 68.2 50.2
1946 ........... 23.0 42.5 38.6 43.4 30.7
1947 ........... 32.5 50.6 51.7 54.5 47.5
1948 ........... 33.0 54.1 53.5 52.8 44.2
1949 ........... 21.4 48.1 41.9 44.1 33.7
1950 ........... 22.5 45.5 407 484)35ð
Meðaltal 1943-50 26.6 51.6 49.6 51.5 40.0
Hlutföll ......... 51 100 96 100 80
2. Köfnunarefni í tröllamjöli til túnrœktar er um 20% minna virði
en sama efni í ammonphosi. Er því varla ráðlegt að nota það í stað annars
köfnunarefnisáburðar, nema helzt þar sem útrýma þarf mosa í túnum.
h. Tilraunir með fosfóráburð.
Á árunum 1938 til 1948 voru gerðar fjórar tilraunir með fosfóráburð,
ýmsar tegundir af fosfóráburði, vaxandi magn af fosfóráburði og svo til-
raunir með það að bera á mikið magn af fosfóráburði með nokkurra
ára millibili. Borið var á fyrir 4, 6 og 8 ár í tvennu lagi tvö fyrstu árin.
Það fer mjög eftir því, hvaða fosfóráburður er fáanlegur á hverjum tíma,
hvaða tegund er hægt að nota hverju sinni, og er því af nokkurri þýðingu
að vita, hvernig hinar ýmsu fosfóráburðartegundir reynast, og hvort mis-
munur er á notagildi hinna ýmsu tegunda til túnræktar.
Tilraunirnar í töflum LXXIII, LXXIV og LXXV sýna árangur 8 og
9 ára tilrauna með fosfóráburðartegundir. Tilraunirnar voru gerðar á
raklendu leirmóatúni, tveggja ára sáðsléttu, og aðalgróðurinn var vallar-
foxgras, hávingull, túnvingull, sveifgrös, língrös og hvítsmári. Tvær
fyrstu tegundirnar voru yfirgnæfandi í gróðurlaginu.
Tilraunirnar hafa alltaf verið slegnar tvisvar. Þessar tilraunir sýna
eftirfarandi:
1. Þar sem enginn fosfóráburður hefur verið, varð uppskeran að