Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Qupperneq 87
85
dreifa áburðinum á þíða jörð, og eingöngu verið notaður fjóshaugur,
án viðbótar af köfnunarefnisáburði.
Lítill munur hefur orðið á dreifingartímunum. Fer þetta þó nokkuð
eftir veðurfari, livenær bezt er að bera á. í köldum og þurrum vorum
(eins og 1941, 1943, 1946 og 1949) verður haust- og miðsvetrardreifing
bezt, en ef útmánuðir eru með þíðuköflum og vel vorar, verður miðs-
vetrardreifing og vordreifing bezti áburðartíminn. Haustdreifing hefur
þann kost, að þá verður ávinnsla auðveldust og þar grænkar fyrr á vorin
en við síðari dreifingartíma. Munurinn á haust- og vordreifingu er eng-
inn, þegar á meðaltalið er litið. Mér virðist í heild uppskerumunurinn
það lítill, að tæplega sé hægt að rnæla sérstaklega með neinum ákveðnum
áburðartíma, vegna þess, að notagildi áburðarins er svo mjög háð veðr-
áttu og því, hvernig ávinnsla heppnast. Hins vegar gefur miðsvetrardreif-
ing um 7% meiri uppskeru að meðaltali þetta árabil, og má því ætla, að
frenrur beri að mæla með henni, þegar hægt er að koma áburðinum á
auða og eitthvað þíða jörð.
b. Samanburður á fjórum dreifingartímum kúaþvags.
í töflu LXXXI er tilraun með dreifingartíma á þvagi. Hún var gerð
á sams konar jarðvegi og haugtilraunin. Grunnáburður á alla liði til-
raunarinnar var 300 kg superfosfat. Á b, c, d og e-lið voru borin 12 tonn
af þvagi.
Tafla LXXXI. Tilraun með dreifingartíma á þvagi 1941—1949.
(Uppskera hey hkg/ha).
a. b. c. d. e.
Ekkert Þvag að Á miðjurn Fyrst Siðast i maí
Ár þvag hausti vetri i mai eða júnibyrj.
1941 ................ 41.2 44.9 50.0 59.1 45.9
1942 ................ 48.1 63.2 70.8 74.8 61.5
1943 ................ 26.6 36.9 45.9 48.2 42.8
1944 ................ 17.5 28.6 29.4 32.7 32.7
1945 ................ 27.8 40.3 51.0 52.7 62.9
1946 ................ 29.1 36.0 43.3 41.8 46.0
1947 ................ 21.9 45.7 36.0 41.3 47.2
1948 ................ 24.9 40.7 44.9 68.7 60.2
1949 ................ 16.6 29.2 29.0 31.2 21.4
Meöaltal 9 ára .. . 28.2 40.6 44.5 50.1 46.7
Hlutföll .............. 69 100 110 123 113