Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Page 88

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Page 88
86 Þessi tilraun hefur, eins og taflan sýnír, verið gerð í níu ár. Tilraunin var alltaf tvíslegin. Þvagið, sem notað hefur verið, var aldrei efnagreint, en var tekið úr þvaggryfju fjóssins, en þar er eingöngu um kúaþvag að ræða. Nokkur munur hefur verið milli ára á dreifingartíma, þannig að ekki hefur ávallt verið hægt að láta hvern dreifingartíma tilraunarinnar bera upp á sama dag frá ári til árs, en þeirri reglu hefur verið fylgt, að dreifa á sem þíðasta jörð. Gildir þetta einkum um miðsvetrardreifinguna. Gert hefur verið ráð fyrir því, að í 12000 kg af þvagi sé um 60 kg af köfn- unarefni og því tilsvarandi magn og í þrenrur 100 kg pokum af kalkamm- onsaltpétri, en reyndin sýnir, að varla hefur það magn af N komið fram í þvaginu, og veldur þar um sennilega verri nýting á N miðað við upp- skerutölur í töflu LXXXI, og samanborið við aðrar tilraunir, sem fengið hafa svipað magn af N-áburði á hliðstæðu landi. Það sem tilraunin bendir á er, að vordreifing hlands gefur bezta raun og þar næst e-liður, dreifingartími síðara hluta maí. Miðsvetrardreifing, c-liður, gefur líka uppskeru og e-liður, en haustdreifingin er með minnsta uppskeru, svo að ætla má að nokkuð tapist af N þvagsins yfir veturinn. Hér á eftir skal sýnt, hve 1000 lítrar af þvagi gefa mörg kg af heyi: b. Haustdreifing 100 kg töðu fyrir hverja 1000 c. Miðsvetrardreifing . 136 - - - - 1000 d. Vordreifing fyrst í maí . . . . 183 - - - - 1000 e. Vordreifing fyrst í júní . . . . 154 - - - - 1000 c. Tilraunir með útþvott á mykju. Þessar tilraunir stóðu yfir í fimm ár, frá 1941 — 1945 og voru gerðar við sömu jarðvegs- og gróðurskilyrði og tilraunirnar með mykju og þvag. Tilgangur tilraunanna var að finna, hvort spara mætti áburð með því að blanda mykjuna með vatni og dreifa henni þannig á túnið. Það virðist vera gott samræmi í tilrauninni öll árin, þannig að munurinn milli til- raunaliðanna virðist ganga í sömu átt. Sem sé, að nokkur ávinningur er að því að þvo út mykjuna. Það, sem tilraunin sýnir, er í aðalatriðunum þetta: 1. Fyrir jafnt magn áburðar í b- og c-lið tilraunarinnar hefur út- þvottur mykjunnar gefið 15% meiri töðu en venjuleg breiðsla sama á- burðarmagns. 2. Það lætur nærri, að % áburðarskammtur, útþveginn, hafi gefið eins mikla uppskeru og heill áburðarskammtur með venjulegri breiðslu. Hins vegar segir tilraunin ekkert um það, hvort þessi dreifingaraðferð sé
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.