Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Síða 107

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Síða 107
105 8. Afbrigðatilraunir með kartöflur 1938—'50. Síðan árið 1938 hafa verið gerðar allvíðtækar tilraunir með saman- burð á kartöfluafbrigðum víðs vegar að. Aðallega hafa þau verið flutt inn frá nágrannalöndum okkar: Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Englandi og Hollandi, en svonefndar innlendar tegundir lítið verið reyndar. Gul- ar Akraneskartöflur og Bleikrauðar íslenzkar hafa verið reyndar, einkum á árunum 1932—1940, en þær reyndust að ýmsu leyti lakari til ræktunar en beztu afbrigðin, sem fengust erlendis frá, og var því tilraunum hætt með þær. í köldum árum og meðalárum varð smælkismagn íslenzku af- brigðanna miklum mun meira en þeirra erlendu. Einnig varð uppskera þeirra af söluliæfum kartöflum minni, og næmi þeirra fyrir myglu meira en margra erlendra afbrigða. Verður ekki frekar gerð grein fyrir íslenzku afbrigðunum og heldur ekki mörgum afbrigðum erlendis frá, sem reynd lrafa verið skamman tíma, heldur er þar aðeins greint frá árangri þeirra kartöfluafbrigða, sem hafa reynzt það góð, að rétt hefur virzt að halda áfram samanburði á þeim um nokkur ár. í þeim töflum, sem hér fara á eftir, er uppskeran greind svo: I fyrsta lagi söluhæfar kartöflur. Eru þar innifaldar stórar, og söluhæfar miðlungskartöflur. í öðru lagi uppskera alls, og er þar upp- skeran öll í einu lagi, þ. e. söluhæfar og smáar. í töflu XCIX er árangur fjögurra ára tilrauna með sjö kartöfluaf- brigði, og er eitt árið, 1940, slæmt kartöfluár. Hin árin þrjú eru góð og ágæt fyrir allan jarðargróður. Gullauga hefur gefið langbeztu uppskeru í þessum tilraunum, enda voru engir sjúkdómar, er ásóttu þetta afbrigði þessi fjögur ár að öðru en því, að vart varð stöngulveiki, en þó mjög lítið. Duke of York gefur minnsta uppskeru, og stafar það nokkuð af því„ að allmikið varð vart við tiglaveiki á blöðum, og liefur það vafalaust rýrt uppskerumagnið. Up to Date, sem er allgóð matarkartafla, var aðeins reynd í þrjú ár, og er því samanburðurinn ekki öruggur. Gefur liann öll þrjú árin nokkuð góða uppskeru, þó að út af því bregði árið 1940. Tidlig Rosen, sem er snemmvaxin kartafla, er ekki sambærileg við Gullauga, hvorki að upp- skeru eða matargæðum, því að hér reynist hún léleg matarkartafla og gefur mun minni uppskeru en ýmsar aðrar tegundir. Akurblessun er seinvaxin kartafla, sem getur gefið ágceta uppskeru í hlýjum og góðum sumrum,, en hins vegar litla í köldum árum. Hún er allgóð matarkartafla og var hraust í tilraununum. King Edward hefur reynzt allvel í tilraun- um, þótt hún gefi ekki eins rnikla uppskeru og Gullauga. Hér hefur þetta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.