Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 25
hafi látið sér þau orð um munn fara, að sjálfur hafi hann verpt
dúfueggi, en Lúther ungað út úr því höggormi. Af illri nauðsyn
neyddist Lúther til þess að fela yfirstjóm kirkju sinnar í hendur
þjóðhöfðingjanna, sem gírugir í völd og fé gleyptu meginhlutann
af eignum kaþókku kirkjunnar, hvar sem hún laut í lægra haldi.
Það var í sumum greinum að fara úr öskunni í eldinn. A hinu
leitinu, þótt engar sögur fari af því hér á lanli, var úti í álfunni
ýmis gagnrýni uppi í menningar- og trúarefnum, áður en Lúther
hófst handa.
En þegar hann kom til var það eldhugi, sem þeytti lúðurinn
af slíkum krafti, að virkismúrar vanatrúar og kyrrstöðu hlutu að
falla, svo vítt sem hljómurinn gall. Þar kom og mjög við sögu
hin unga prentlist, sem bar boðskap nýrra kenninga og frjálsrar
hugsunar út á meðal manna, með langtum skjótari hætti en ella
hefði orðið. En engin rós er án þyrna, segja menn, og öldu-
toppi fylgir öldudalur, svo fór og hér. í slóð siðaskiptanna kom
brátt hin svonefnda rétttrúnaðarstefna (orþodoxia), sem var í
því fólgin að binda hugsanir manna og tilfinningar í viðjar
vissra boðorða og trúarsetninga, svo að þeir voru í því efni betur
komnir en í kaþólskri tíð. Kennimenn beittu ýmsum ráðum til
þess að halda fólki við kenningar kirkjunnar, meðal annars þeim,
að ógna mönnum með kvölum helvítis. Sem dæmi þess hér á landi
má benda á eftirfarandi erindi úr Vísnabók Guðbrands biskups
Þorlákssonar (1612), þar sem lýst er ævi syndugra manna eftir
dauðann.
„Kvelur þá eldur og kynstrafýla,
kvelur, en lifa þó í heli,
ólykt slík er af eldsins kveikju
og meinfullum brennisteini.
Höggur ormur önd og naggar,
aldrei slítur vítispínu,
kremja djöflar kropp með hrömmum
kreista, þrýsta, hrista og nísta.“
Þessar vítiskenningar rétttrúnaðarins urðuð mörgum ístöðu-
23