Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 42
nesi, hverja jörð séra Indriði um mörg forliðin ár hafði haldið
upp á sinnar kvinnu Guðlaugar vegna. Þetta samdist svo, að
þau séra Indriði og Guðlaug lögðu Páli aftur 24 hundr. í
Kálfanesi, en tóku aftur við Osi föðurarfi Guðlaugar, lofuðu þó
þar hjá að selja síðan Páli Os fyrir 24 hundr. í góðum þriðjunga-
peningum, til að sleppa fyrir álögum og réttarfari fyrir húsa-
hrörnan, taðnaspilling og engja.“ (Safn III.708).
Séra Indriða er fyrst getið í skjölum í vitnisburðarbréfi, sem
skrifað er á Stað í Steingrímsfirði 31. okt. 1542. (D.I.XI.165).
Er það vitnisburður þriggja presta og þriggja leikmanna, um
svonefndan Vatnsfjarðardóm frá 1. júlí 1530. (D.I.IX.535).
En það er dómur tuttugu og sex manna, háður á Oxarárþingi eft-
ir skipun Friðriks konungs af Danmörk og Noregi, um kærur
Hannesar Eggertssonar til Ogmundar biskups í Skálholti, að
biskup haldi fyrir sér og Guðrúnu Björnsdóttur konu sinni fjór-
um jörðum, Vatnsfirði, Aðalvík, Hvammi og Asgarði, og dæma
þeir meðal annars Vatnsfjörð fullkomna eign heilagrar Skál-
holtskirkju. Dómur þessi og vitnisburðarbréf eru hvort tveggja
hlekkur í hinni löngu keðju deilna og erfðaþrætna út af Vatns-
fjarðarstað og Vatnsfjarðareignum, sem almennt eru nefndar
Vatnsfjarðarmál.
Þá er og séra Indriði einn meðal presta þeirra, sem á alþingi
1550 dæma Jón biskup Arason löglegan umboðs- og yfirmann
Skálholtsbiskupsdæmis. Er þess dóms getið hér að framan í sam-
bandi við séra Þórð Olafsson. Séra Indriða er einnig alloft getið
í sambandi við dóms- og vitnisburðarbréf á nasstu áratugun-
um eftir 1540. Fæðingarár hans er óvíst, en þar sem vitnisburðar-
bréfið frá 1542 sýnir, að hann er þá orðinn prestur, getur hann
eigi verið fæddur síðar en 1518, en sennilega eitthvað fyn'. Aftur
á móti er dánarár séra Indriða 1583 vel þekkt af frásögn dóttur-
sonar hans, Jóns lærða Guðmundssonar.
Espólín segir frá því, að árið 1575 hafi Gísli Jónsson Skál-
holtsbiskup „tekið prestskap af mörgum, er annað tveggja voru
blandnir páfadómi, eður óduganlegir.“ (Árb.V.23). Einn þcss-
ara presta var séra Indriði Ámundason og kemur manni í hug,
að ódugnaður hans hafi einkum verið í því fólginn að upplýsa
40
i