Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 60
að ferming var fyrirhuguð að Stað á hvítasunnu, sem var um
næstu helgi og hafði presturinn, séra Hans Jónsson, þegar tekið
börnin úr prestakaliinu til fermingarundirbúnings. Norður í Ar-
nesi hafði fermingu verið frestað vegna fjarveru Guðmundar
Péturssonar í Ofeigsfirði, er hafði áður farið þess á leit við sókn-
arprestinn, séra Eyjólf Jónsson, að ferming færi ekki fram fyrr
en han kæmi heim, þar eð ferma átti Pétur elzta son hans.
Ég kom því ófermdur að norðan, og þar sem nú voru aðeins
þrír dagar til stefnu, þá var mér ekki til setunnar boðið, ef ég
átti að komast í kristinna manna tölu á þessu vori. Þess vegna
fylgdi Magnús mér fram að Stað í bítið um morguninn.
Við lærðum Helgakverið, og lét presturinn okkur velja kafla
til að flytja fyrir altari. Ég vaJdi mér ellefta kaflann eftir nokkra
yfirvegun og tók óðara til við lærdóminn. Þessi kafli fjallaði um
kirkjuna og var hæfilega langur.
flljóðbært var í gamla bænum á Stað, og er ég var háttaður
um kvöldið heyrði ég á tal prestshjónanna gegnum þilið. Þau
rökræddu af miklu kappi og voru greinilega ekki á eitt sátt.
Mér var farið að renna í brjóst, en allt í einu glaðvaknaði ég,
því að skyndilega varð mér ljóst, að þrætuefni prestshjónanna var
ég sjálfur. Hárin risu á höfði mér, þegar ég heyrði séra Hans
taka svo til orða, að ekki kæmi til mála, að hann fermdi mig,
að svo stöddu. Hvað var eiginlega hér á seyði? Hvers vegna af-
tók Staðarklerkur að ferma mig? Það gat ég ómögulega skilið,
því að ég vissi ekki til, að mér hefði orðið sú stórsynd á, að úti-
lokað væri af þeim sökum að taka mig í kristinna manna tölu.
Og ekki var heldur aldurinn til hindrunar, þar sem ég var langt
kominn á 15. árið.
Ég fann, að mér myndi ekki koma dúr á auga um nóttina, ef
ég fengi ekki lausn á þessum óþægilega leyndardómi og hélt því
niðri í mér andanum í þeirri von, að verða einhvers vísari
Og þess var líka skammt að bíða, að skýring fengist. Það
var auðheyrt, að prestsfrúin, Ragnheiður Magnúsdóttir, systir
Gunnlaugs, reyndi eins og í hennar valdi stóð, að fá prestinn til
að falla frá fyrirætlun sinni. Hlýnaði mér mjög um hjartaræt-
umar, er ég heyrði, hve einarðlega hún tók svari mínu. En klerk-
58