Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 69

Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 69
honum líða svo vel sem föng voru til. En öll él birtir um síðir og svo var það í þetta sinn, en fönnin hjaðnaði lítið þó veðrið batnaði, og því fór óyndi að grípa um sig hjá Ágústi Flygenring. Hann fór þess á leit, hvort ekki væri gerlegt að komast í veg fyrir Goðafoss, sem átti viðkomu á Isafirði á næstu dögum. Skemmstu leið fann hann eftir kortinu að lá að Isafjarðardjúpi og þaðan sjóleið til ísafjarðar. Þess skal getið, að síminn var ekki kominn nema til Hólmavíkur. Eg fór nú að hugsa til ferðar og sendi mann til Ámess og bað sér Svein Guðmundsson að lána mér sinn mikla hest Blesa, en Blesi bar af öllum hestum hér í byggð. En ég fékk þau boð, að engum myndi detta í hug að fara yfir Ofeigsfjarðarheiði á hestum í þessari færð, nema mér, þegar lítt væri gerlegt að komast á milli bæja í byggð. Sjálfur átti ég sterkan hest, en ekki var hann til reiðar talinn. Ég afréð þó að gera tilraun til að komast vestur yfir heiðina hinn næsta dag. Um kl. 6 að morgni lögðum við af stað upp frá Ingólfs- firði, og varð ég að teyma minn hest alloftast til að brjóta fönn- ina. Næstur fór hestur með töskur Flygenrings, en síðastur var Jarpur, sem bar Ágúst Flygenring, en það var þung byrði í þessari færð. Jarpur var átta vetra gamall, Iraustur hestur, enda veitti honum ekki af að hafa krafta í kögglum til að bera hinn þunga mann Ágúst, sem ekki fór af baki hvað sem tautaði. Jarpur óð fannbleytuna án þess að brjótast um og gerði það reiðmanninum léttara ferðalagið. Þegar við vorum komn- ir einn fjórða vegalengdar á milli bæja á kennileiti, sem Víðsýn heitir, hvíldum við um stund og drukkum kaffi. Síðan var hald- ið áfram sem leið lá yfir svokallaðar Vatnalautir, en sú leið var á alllöngu svæði bleytukrapi upp á síður hestanna, en þetta smá þokaðist áfram, og að lokum komumst við upp á háheiðina þar sem Borg heitir og er þá talið að hálfnað sé á milli bæja. Nú fór að halla undan fæti og fönnin mun minni niður svokölluð Þrengsli, niður í Rjóður, en þar var óskráður áningarstaður allra ferðalanga, hvort heldur farið var vestur eða norður yfir þessa löngu heiði. Við áttum því sannarlega skilið að hvíla okkur og ekki 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.