Strandapósturinn - 01.06.1970, Síða 72
ræða, eða hefur það verið gert í þegnskaparvinnu af hreppsbú-
unum sjálfum?
Svo örðugar sem þessar heiðarferðir voru hjá búendum hér meg-
in heiðarinnar, þá voru ferðir þeirra bænda í Nauteyrarhreppi
ekki betri. Þeir bændur, sem næstir bjuggu vestan heiðar, komu
á hestum norður yfir og fengu rekavið, bæði á Dröngum og í
Ofeigsfirði og létu hestana draga þetta yfir þennan örðuga fjall-
veg. Þetta voru kallaðar drögur, einn þriðji af þunga spítunnar
var hafður á klakk, en tveir þriðju lágu aftur með hestinum, nið-
ur til jarðar. Þetta er eitt lítið dæmi, eða saga úr lífi horfinna kyn-
slóða, sem störfuðu eftir sinni getu til að hafa lífsviðurværi handa
sér og sínum. Samt mun þeirra tíma fólk hafa glaðzt yfir sínum
litla feng, þó dagsverkið væri bæði langt og strangt, engu síður
en nútíma kynslóð gleðst yfir miklum fjárfúlgum fyrir stuttan
starfsdag og létta vinnu.
lngimundur Jörundsson:
RÍM.
Margir rómar fróni frá,
fróa meSan glóa ský.
Garga Lómar lóni á,
Lóur kveða móum í.
FORMANNAVÍSA. (Um föður minn).
Þó að alda bungi breið,
bjarta falda hristi reið.
Yfir kalda kólguleið,
karlinn halda lætur skeið.
STAKA.
Yfir foldar byggðu ból,
blíður læðist friður.
Dags því gengin sumarsól
sigið hefur niður.
70