Strandapósturinn - 01.06.1970, Page 43
fólk í nýjum trúarsið. Ódugnaður eða jafnvel algert kæruleysi
í þeim efnum, mun hafa verið höfuðsynd í augum Gísla biskups,
því að hann eins og Guðbrandur biskup Þorláksson, virðist haf'a
verið gæddur sterkri trúartilfinningu og lagt ríka áherzlu á boð-
un orðsins í anda Lúthers. Hitt er svo annað mál, að Gísli biskup
var ekki jafnoki Guðbrands biskups, hvorki að gáfum né lærdómi
og skorti mjög góðan skáldskaparsmekk og máltilfinningu, sem
Guðbrandur biskup átti í ríkum mæli.
Trúlega hefur séra Indriði verið kaþólskur í anda alla ævi sína,
þó að hann væri þjónandi prestur eftir siðaskipti í 34 ár. En
það skýrir mjög pápiskuhugmyndir og tilhneigingar í þá átt
hjá dóttursyni hans, Jóni lærða. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum
í Ófeigsfirði og á Ósi í Steingrímsfirði, sem er næsti bær við
Kálfanes. Jón var orðinn níu ára að aldri þegar afi hans dó, og
þá sennilega fyrir alllöngu lass á bók, því að hann var námfús
mjög og skarpgreindur að upplagi. I riti sínu „Ættir og slekti“,
segir Jón lærði frá því, að hann hafi oft borið afa sínum vatn
þrjú síðustu árin sem hann lifði. Má af þeim ummælum ráða,
að þá hefur gamli maðurinn verið kominn að Ósi, til Sæunnar
dóttur sinnar og Guðmundar Hákonarsonar tengdasonar síns.
Hefur séra Indriði líklega flutt inn að Ósi árið 1579, þegar
Guðlaug kona hans dó, eða máski eitthvað síðar. Þó að Jón
væri ungur að aldri, á meðan hann var samvistum við afa sinn,
hefur hann vafalaust eitt og annað af honum numið, og litið
upp til hans í lotningu eins og greindum börnum er gjarnt til,
þegar veitt eru tregðulaus og skynsamleg svör við spurningum
þeirra. Þegar Jón minnist afa síns látins, segir hann, að slíkir
séu nú færri.
Að lokum skal svo tekinn hér upp stuttur kafli úr fyrrnefndu
riti Jóns lærða, „Ættir og slekti“, þar sem vikið er að hinum
fornu Kálfaneseignum og eigendum þeirra.
„Sigurður bóndi á Svalbarði (þ. e. einn forfeðra Svalbarðs-
ættar) átti og Kálfaneseignir, sem engu verri voru (þ. e. ekki
verri en eignir hans nyrðra) og nokkrar jarðir í Króksfirði. Hann
flutti vestur á þær eignir og átti þar fjögur börn. Þrjár dætur og
einn son, er Árni hét, þar af heitir Ámaklakkur, er hann synti
41