Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 41
sauðir veturgamlir í eitt hundrað, III sauðir þrevetrir og III
sauðir tvævetrir í eitt hundrað, II hundraðshestar, ein sleggja,
hamar lítill, ein kvörn gömul og klofrifin í gegnum, XV trog og
XV smákeröld, eitt stórker mathelt, annað lekt og gamalt, vantar á
botngjörðina, et cetera.“ (D.I.XV.108).
INDRIÐl ÁMUNDASON
(F.? D. 1583)
Séra Indriða Amundasonar er að engu getið meðal presta á Stað
í Steingrímsfirði í hinum eldri prestatölum, en getið er hans í
hinu yngsta og fyllsta eins og rétt mun vera. (B.M.Prt.Rvk.1950).
Líklegt má telja, að séra Indriði hafi aldrei haldið sjálfan staðinn,
heldur verið aðstoðarprestur og búið í Kálfanesi, þjónað hálf-
kirkjunni þar að öllu leyti, en að nokkru annexíunni á Kaldrana-
nesi. Vísbendingu um þetta gefur kvonfang séra Indriða, en kona
hans var Guðlaug Jónsdóttir í Kálfanesi, systir Ragnhildar konu
séra Þorleifs Björnssonar, sem fyrr var frá sagt. Dóttir þeirra séra
Indriða og Guðlaugar var Sæunn, móðir Jóns lærða Guðmunds-
sonar.
Samkvæmt máldaga Kálfaneskirkju frá árinu 1317, skyldi
syngja þar messu annan hvom helgan dag og á öllum hátíðum.
Þar voru skírð böm, konur leiddar í kirkju og hjón saman vígð.
(D.I.IV.129). Munnmæli herma, að í Kálfanesi hafi einnig verið
graftarkirkja, en sennilega hefur þó ekki svo verið eftir siða-
skipti. Um s. 1. aldamót var álitið, að hinn fomi grafreitur hefði
verið skammt norðaustur af þáverandi bæjarstæði, en þar örlaði
þá enn á nær því sokknu garðlagi og þúfnanöbbum, sem talin
voru gömul leiði.
Það mun engum efa bundið, að séra Indriði hefur um langt
skeið búið í Kálfanesi og er það augljóst af eftirfarandi frá-
sögn: „Þá er Staðarhóls-Páll hafði kóngssýslu millum Geir-
hólms og Hrútafjarðarár, kvaddi hann séra Indriða (19. ágúst
1574) til löglegrar umgerðar þeirra á millum um það hald,
meðferð, spilling á húsum, töðum og engjum á jörðinni Kálfa-
39