Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 110
þess liggja 2 orsakir, fyrst sú, að félagið setti á stofn fasta verslun
á næst liðnu ári og á nú þar af leiðandi í vöruleyfum kr. 2030,00
virði í útlendum vörum og í öðru lagi gat það ekki sent kjöt
eins og til var ætlast og vér höfum tekið fram.
Það að vér skiljum orð yðar í framangreindu bréfi á þá leið, að
þér getið ekki haldið áfram viðskiptum við félagið nema það \'erði
skuldlaust þegar viðskiptin byrja á næsta ári, en vér á hinn bóginn
teljum hagkvæmara fyrir félagið, og viljum heldur kjósa að halda
áfram viðskiptum við yður en að skifta um eða útvega oss nýjan
umboðsmann, þá viljum vér hér með spyrja yður, hvort þér ekki
viljið taka við venjulegum vörupöntunum frá félaginu fyrir þetta
ár, með því skilyrði að félagið borgi ofangreinda skuld, sumpart
í peningum á yfirstandandi vetri og sumpart í vörum á næst-
komandi sumri. Vér leyfum oss að óska svars frá ySur meS v/s
„Laura“ er fer frá Leith 8. marz þ.á., þar eð oss er það mjög
áríðandi. Munum vér þá senda yður vörupantanir með s/s
„Vesta“, sem á að vera í Leith 22. apríl ef þér viljið halda áfram
viðskiptum við félagið.
Kristján Gíslason. Finnur Jónsson. Jósep Jónsson.“
Árin líða og síðar er skipt við innlenda umboðsmenn m.a. G.
Gíslason & Hay. Ýmis mál hafa borið á góma á þessum árum,
örðugleikarnir miklir og fátæktin almenn. Lög félagsins eru mjög
oft til umræðu og til endurskoðunar. Ekki er vitað til að þau séu
varðveitt neins staðar. Um 1920 munu ný lög hafa verið samin,
sem í megin dráttum gilda enn, þá eftir lögum um samvinnufélög.
Félagið eignaðist smátt og smátt húseignir á Borðeyri, sem oftast
er nefnd í fundargerðarbókum „Borðeyrarverzlunarstaður“, að
sjálfsögðu lítilfjörlegar og ófullkomnar í fyrstu. Akveðið var, árið
1906, að vátryggja húseignir félagsins á 10 þúsund krónur. Það
er ekki fyrr en milli 1920 og 1930 að verulegur skriður kemst
á þau mál.
Árið 1920 má víst segja að félagið sé búið að ná fótfestu, eftir
það sést ekki í fundargerðabókum spurningin um, hvort hætta
skuh félagsskapnum eða halda honum áfram. Ekki fer milli mála
að tveggja manna verður fyrst og fremst minnst við félagsstofnun-
unina og við störf fyrstu árin. Sr. Jón Guðnason frá Prestsbakka
108