Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 119
stjórnarformenn næstu kaupfélaga að ótöldum mörgum burtflutt-
um Hrútfirðingum.
Formaður félagsins, sem þá var Olafur Þorsteinsson Hlaðhamri,
greindi frá því á stjómarfundi 1. júní þegar húsið var tekið til
notkunar, að svo undarlega vildi til að einmitt á þessum sama degi
væru 100 ár liðin frá fæðingu fyrsta framkvæmdastjóra og for-
manns félagsins Kristjáns Gíslasonar.
A sama tíma var verið að byggja mjólkurstöð á Hvammstanga
og gerist kaupfélagið þátttakandi í stofnkostnaði og rekstri hennar
að t/5 hluta á móti Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Það var góð
fjárfesting og vel ráðin. Það mál mun fyrst hafa kornið til umræðu
hjá Búnaðarfélagi Bæjarhrepps. Mjólkursalan gjörbreytti afkomu
bænda. Seld hafði verið rnjólk úr Hmtafirði af og til í rúmlega
tíu ár, fyrst í Borgamesi í samvinnu við Vestur-Húnvetninga,
svo til Blönduóss eftir að mjólkurstöð hafði verið byggð þar. Kaup-
félögin á þessu svæði höfðu haft með framkvæmd þessara mjólkur-
sölumála að gera í aðaldráttum. Þá var í byggingu samtímis
verkstæðishús hér á Borðeyri, sameign kaupfélagsins og Rækt-
unarsambands Bæjar- og Óspakseyrarhreppa. Haldið er áfram
framkvæmdum. Nýtt sláturhús er tilbúið haustið 1962. Það
sumar dugði til byggingar þess, enda hið gamla sláturhús frá Riis
tíð jafnframt breytt í fjárrétt við það nýja. Nú nokkur undan-
farin baust hefur verið slátrað um 14 þúsund fjár árlega í því og
oft um hálft annað hundrað nautgripa og hrossa.
Stórt íbúðarhús fyrir framkvæmdastjóra, ásamt starfsmanna-
herbergjum var reist á árunum 1964 til 1965, síðan hafa bygg-
ingaframkvæmdir legið niðri. Má teljast nóg að verið á ekki
lengri tíma hjá ekki stærra fyrirtæki.
Eitt af því sem kaupfélaginu, sem fleirum hér í byggðarlaginu,
var bagalegt, var að rafurmagn frá Ríkisrafveitunum kom ekki
fyrr en sumarið 1967. Vorum við settir hjá um árabil í þeim
efnum. Kaupfélag Hrútfirðinga rak fyrir eigin reikning disel-
stöð fyrir sig og kauptúnið um margra árabil, sú starfsemi gekk
vonum framar með því að hafa tvær vélar, en fjárhagslegur baggi
var það alla tíð.
Ekki svo að skilja að aðeins hafi verið sinnt um byggingafram-
117