Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 38
eiga í förum sínum einhver forneskjublöð, er saknæm gætu talizt
ef kærð yrðu á opinberum vettvangi. Þar sem nú prestur var
með öllu ófáanlegur til að láta jörðina lausa til kaups, með
venjulegum hætti, þá fór Páll frarn með slægð og beitti brögðum.
En af þeim viðskiptum er sögð eftirfarandi saga:
„Það bar til eitt kvöld að sumri, að Páll bauð sveinum sínum
að vera árla á fótum, og skyldi hver hafa tvo hesta til reiðar.
Riðu þeir síðan, sem mest þeir máttu í kringum Gilsfjörð og
Króksfjörð. Kvað Páll þá Reykhóla mundu fala, ef í tíma
væri komið. Séra Þorleifur var úti á töðuvelli og heimamenn hans
allir, því að heyþerrir var góður. Páll kom að Reykhólum öllum
óvænt. Kirkja stóð opin og gekk Páll þegar inn og að altarinu,
opnaði það og tók þaðan út bók og stakk henni á sig. Síðan
gekk han út á tún og kvaddi séra Þorleif. Og er þeir höfðu ræðzt
við stutta stund, innti Páll enn eftir því við prest, hvort ekki
myndu Reykhólar falir. Prestur synjaði þess. Tók Páll þá upp
bókina, sýndi presti og kvaðst vænta að þá mundu Reykhólar
lausari fyrir. En er séra Þorleifur sá bókina, féll honum allur
ketill í eld og hét Páli jörðinni. Var síðan kaupbréf gert um þetta,
og galt Páll ríflegt andvirði fyrir. En ekki mun allt hafa þótt
hreint í kaupum þessum, enda voru margir, sem öfunduðu Pál
af þeim og hræra vildu í séra Þorleifi að rifta. Þó hélzt kaup
þetta.“ (P. E. Ó. Menn og menntir. IV. 514). Sjálfsagt er sögu-
sögn þessi töluvert úr lagi færð, þó að vel megi einhver fótur vera
fyrir henni, því að Páll var manna tilfyndnastur bæði í orðum og
gjörðum, sem margar sagnir um hann votta ljóslega. En fyrr-
nefnd viðskipti þeirra, séra Þorleifs og Páls, lýsa hrekkleysi prests
og ótta hans við nýjan galdraáburð.
Þótt kaupmáli væri gerður á milli þeirra, séra Þorleifs og Ragn-
hildar Jónsdóttur í Kálfanesi árið 1543 sem fyrr er sagt, þá fengu
þau eigi hjúskaparleyfi fyrr en 21 án síðar 1564. Böm þeirra
voru fimm, dætumar Ólöf, Guðrún og Ingibjörg og synirnir,
Jón og Páll. Sennilega er eitthvert þessara bama fætt á Stað í
Steingrímsfirði, en ekki er mér kunnugt um að neitt þeirra eða
þeirra afkomendur hafi ílenzt þar í héraði, enda mun þau
öll hafa alizt upp í Reykhólasveitinni. Auk þess eru talin tvö
36