Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 40
Skálholtsstifti, sem um þetta leyti voru tvíbentir eða tvílráðir í
trúmálunum. Þótt hann þjónaði sem lútherskur prestur um aldar-
fjórðungsskeið, er margt sem bendir til þess, að það hafi sízt verið
vegna alúðar við nýja siðinn heldur hins, að ekki var völ á öðru
lífvænlegu starfi. Raunar fetuðu allmargir eldri prestar Skálholts-
stiftis í fótsspor Halls skálds Ogmundssonar, og sögðu frekar af sér
prestskap, en þjóna undir nýju kirkjuskipunina frá 1541. En séra
Þórður var þá enn maður á góðum aldri, og mun hafa þótt við-
urhlutamikið að hverfa frá lífsstarfi sínu, með efnalega afkomu-
möguleika af skornum skammti framundan. I sambandi við þetta
má minna á, hve handgenginn séra Þórður virðist hafa verið Og-
mundi biskupi og prestþjónustu hans fyrir séra Bjöm biskups-
son á Melstað. Og síðast en ekki sízt, að á alþingi sumarið 1550
er hann meðal þeirra presta Skálholtsstiftis, sem Jón biskup Arason
útnefnir í tylftardóm, er síðan dæmir Jón biskup fullmektugan
stjórnarmann í Skálholtsbiskupsdæmi, með biskuplegu valdi eftir
páfans bréfi og fé þeirra upptækt Jóni biskupi til handa, fyrir að
leiðrétta guðs kristni í Skálholtsbiskupdæmi, er setji sig ólöglega
inn í völd heilagrar Skálholtskirkju og þeir, sem setji sig á móti Jóni
biskupi rétt teknir undir löglegar skriftir. (D.LXI.781). Samkvæmt
dómi þessum fór svo Jón biskup sínu fram í Skálholtsstifti þetta
sumar, unz hann var fangaður 2. október á Sauðafelli í Dölum,
ásamt sonum sínum Birni og Ara, eins og alkunnugt er. Getur
mönnum vart blandazt hugur um það, að ekki hefur Jón biskup
nefnt í dóm þennan þá presta Skálholtsbiskupsdæmis, sem hann
vissi sér og hinum eldra sið andstæða.
Séra Þórður Olafsson er prestur á Stað á árunum 1547—1568,
eftir því sem talið hefur verið. Litlar sögur fara af honum þar, utan
hvað víst er, að hann situr í fyrmefndum tylftardómi á alþingi
sumarið 1550. Dánarár hans er óþekkt, en í fardögum 1568 af-
hendir hann Stað í hendur Erlendar Þórðarsonar, sem ef til vill hef-
ur verið sonur hans. Þá eru fjármunir Staðarkirkju sagðir vera
þessir:
„Anno domini 1568 voru svo miklir peningar með Stað í Stein-
grímsfirði, þá séra Þórður Ólafsson afhenti, en séra Erlendur Þórð-
arson meðtók. In primis, XIII kýr og XIV ásauðarkúgildi. XII
38