Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 124
vatnssýslum, en þar næst í Strandasýslu og Dalasýslu. Féll féð
ekki eingöngu úr hor, heldur og beinlínis sökum vcðurgrimmd-
arinnar í uppstigningardagshretinu. Gerði þá frost mikið og snjó-
komu, og drapst búpeningur í hrönnum, enda illa á sig kominn
undan vetrinum.
Víða nyrðra mun fátækt fólk hafa lítið annað haft sér til
munns að leggja í vor en horkjötið af skepnunum, sem voru
að horfalla. Allvíða hefur séð á mönnum. Kvillasamt hefur verið
venju fremur og mikið borið á skyrbjúg. Sögur hafa gengið um
hungurdauða í Aðalvíkursókn, í Sléttuhreppi og víðar, en þær
munu sem betur fer vera rangar eða að minnsta kosti allmjög
orðum auknar.
Þetta ár fórust yfir 150 manns í sjó.
Um árið 1888 er sagt: Hafís hefur legið hér við land allan
síðari hluta vetrar og langt fram á sumar. Sumstaðar norðan-
lands hefur hann verið viðloðandi allt til þessa (þ.e. fram í
júlí) og eystra er hann ófarinn enn.
Hafíss varð vart víða nyðra þegar í janúarmánuði í vetur.
Var hann síðan á slæðingi, unz hann lagðist algerlega að landi
og inn á firði um páska, bæði á Norður- og Austurlandi. Inn
á Isafjarðardjúp rak hann í maí, og í júníbyrjun sást hann
suðvestur af Vestmannaeyjum, enda lá hrannarís þaðan að aust-
an og íshella upp að Dyrhólaey.
Frá Norðurlandi lónaði ísinn eftir hvítasunnu, en kom inn
aftur eftir skamma stund. Af Húnaflóa fór ísinn ekki fyrr en
seint í júní.
Bjargræðisvandræði eru sögð mikil nyrðra og eystra, einkum
sökum matvöruskorts í kaupstöðum. Er sagt að mjög sjái á
ýmsum nyrðra, en hungurdauði hefur þó hvergi orðið svo vitað
sé.
Haustvertíð var frábær við Faxaflóa, að líkindum sú bezta
á þessari öld, en austanlands og norðan hefur afli verið stopulí
sökum gæftaleysis og hafíss.
Af framansögðu skiljum við betur hversvegna öldungnum,
Bjama Jónssyni vom þessi ár ógleymanleg, og nú hefjum við
frásögnina.
122