Strandapósturinn - 01.06.1970, Síða 130
Meðal fóðurþörf síðustu 5 ára. Kýr 40 hestb., sauðfé 1 hestb.,
hross 10 hestb. Kýmyt 220 L, kroppþungi dilka 14 kg. Lömb
10% færri en ær.
Vanhöld á fullorðnu fé 6%. Arður af á Kr. 15.00.
Mótak lélegt. Torfrista og stunga slæm. Steypuefni og hleðslu-
grjót gott. Mikill viðarreki. Vatnsorka næg. Erfitt til ræktunar.
Sandfok er á tún og flæðihætta og hætta af vatnsföllum bú-
peningi.
Erfitt um samgöngur og til aðdrátta bæði á sjó og landi.
Hlunnindi: Selveiði 63 kópar, 30 kg. æðardúnn, hrognkelsi
lítilsháttar. Kostnaður við dún 12—15 kr. kg, sel 6—8 kr. á kóp.
Á býlinu er 3. fl. símstöð.
Bæjarhús: % íbúðarhús úr steinsteypu með járnþaki, kjallari,
ein hæð og port. Herbergi: 7 í kjallara, þar af tvö eldhús. Á
hæð, 4 herbergi og gangur þvert yfir húsið. Uppi 5 svefnher-
bergi og gangur. Á húsinu er einn kvistur. Stærð: Kjallari 9,8
m. x 7,7 m x 2,2 m. Hæð og port 9,8 m. x 7,7 m. x 4,4 m. Húsið
er byggt 1914.
Onnur bæjarhús: Dúnhús, eldiviðargeymsla, hænsnahús,
geymsla, smiðja og útísalerni.
Gripahús: Fjós yfir 5 kýr, gamalt og kalt. Haughús. Hesthús
yfir 8 hross, úr steinsteypu með járnþaki og steypt undir grindur
yfir 90 fjár. 150 kinda hús úr torfi, farin að eldast. Þurrheys-
hlöður 610 m3. Ur steinsteypu með járnþaki 120 m3. gamlar hlöð-
ur úr torfi og að nokkru með járnþaki 410 m3. Votheyshlaða 60
m3 grafin í sandhól sléttuð innan með sementi.
Garnall torfhjallur. Refagirðing fyrir 5 pör.
Landverð kr. 16.200,00. Húsverð kr. 4.600,00. Jarðardýrleiki
alls kr. 20.800,00.
Ofeigsfjörður II.
Aðaleigandi og ábúandi Sígríður Guðmundsdóttir. Landshættir
sem segir um Ofeigsfjörð I. % íbúðarhús móti Ófeigsfirði I.
Hlunnindi: 32 kópar, 15,75 kg dúnn kostnaður sami og segir
um Ófeigsfj. I.
128