Strandapósturinn - 01.06.1970, Síða 112
Ekki mun orðið vinnuhagræðing oft hafa heyrst þá. Rekstur fé-
lagsins gengur fremur vel. Keppt er að því að greiða arð. Strax
1921 eru félagsmönnum greidd 4% af viðskiptum sínum til baka.
Á þessum árurn á félagið lítið og lélegt sláturhús og mun slátrun
hafa farið frarn utandyra að hluta. Aftur á móti hafði keppinautur
félagsins byggt fullkomið sláturhús mörgum árum fyrr eða um 1912
til 1914. Hún þetta var það vandað, enda sjálfsagt gert að danskri
fyrirmynd, að óvíða munu önnur betri hafa verið til á þessu landi.
Hér var því mjög mikill aðstöðu-munur og lá hann auðvitað víðar.
Riisverzlunin var búin að skapa sér aðstöðu með góðum verzlunar-
hagnaði, þá um 30 ára skeið, og átti er hér var komið á fyrstu ár-
um þriðja tugs aldarinnar, stærstu húseignimar á Borðeyri. Það er
ekki fyrr en 1928 að kaupfélagið flytur í nýtt þriggja hæða
steinsteypt hús, mjög reisulegt og gott á þeirra tíma vísu. Grunn-
flötur 152 fermetrar. Áætlaður kostnaður við byggingu þess var
21 þúsund krónur. I þessu húsi var íbúð fyrir framkvæmdastjóra,
sölubúð og vömgeymslur. En hamingjan er óvinholl félaginu.
Húsið brennur til gmnna, tæpra þriggja ára gamalt, seint í jan.
1931. Kviknað mun hafa útfrá olíulampa að álitið var. Slíkt áfall
hefur verið þungbært. Ekki var ráðist í endurbyggingu þess og enn
þann dag í dag sjást að hluta, rústir eftir þennan eftirminnilega
brana.
Að ekki var hafist handa um byggingu vom tvær orsakir. Hin
fyrri, að kaupmannsverzlunin var hætt og félagið búið að kaupa
húseignir hennar og hin önnur, að skuldir viðskiptamanna höfðu
stöðugt verið að vaxa mörg undanfarin ár og eignir félagsins í laus-
um auram því litlar. Þegar fundargerðir eru lesnar yfir tímabilið
1920 til 1930 þá er áberandi hve skuldamál viðskiptamanna em
stór í sniðum. Leitað er allra ráða til að stöðva þessa óheillaþró-
un, en allt kemur fyrir ekki. Menn útvega sér ábyrgðir nágranna
sinna. Sveitarábyrgðir koma til, samþykktir eru víxlar, veð tekið í
jörðum og þegar allt um þrýtur er gripið til að stefna sumum
skuldunautunum. Sem dæmi skal nefnt af þeim mikla vanda, sem
menn stóðu frammi fyrir. Eins og áður hefur komið fram var áætl-
að að hið stóra hús sem byggt var kostaði 21 þús. krónur. Á þeim
tíma og um 1930 skulduðu margir menn í viðskiptareikningum sín-
110