Strandapósturinn - 01.06.1970, Blaðsíða 136
FAGRABREKKA.
Jarðardýrleiki 8 hundruð.
Kirkjujörð frá Staðarkirkju í Hrútafirði.
Jörðin liggur þetta ár í eyði.
Landskuld hefur verið, það menn til vita, fyrrum 61 alin, þar
eftir 80 álnir alt til bólunnar. Nú er jörðin bygð eftirkomanda ár
með 50 álna landskuld.
Leigukúgildi hafa fyrrum verið sem menn vita 4, þar eftir
4 og 3 alt til bólunnar, en nú er bygt eítirkomanda ár með 2
eða 3 kúgildi.
Menn vita að einu sinni eða oftar var frá Fögrubrekku sleg-
inn vallarpartur á Stað, en hvert sá burtsláttur var í kvaðamafni
eða fyrir það, að landskuld var afturfærð um 10 álnir, vita menn
hjer ekki.
Þar meina menn kunni að fóðrast 2 kýr, 25 ær, 10 lömb, 1
hestur.
Rifhrís, sem verið hefur, er mestapart eytt. Eggver af álftum á
fjalli er ekki ómaksvert. Grastekja var að gagni, en nú varla.
Hvannarætur varla að riðum.
Tún er harðlent og grýtt. Engjar á dreif, lítilfjörlegar. Vetrar-
hart mjög. Hætt fyrir fjenað nokkuð af lækjum. Kirkjuvegur og
þíngvegur óbærilega lángur. Vatnsból erfitt og þrýtur stundum.
1942.
Ábúandi og eigandi Halldór Ólafsson. Tún: ca. 5 ha. Nokkuð
hallandi, góður jarðvegur, fremur holótt og harðlent, en allt
greiðfært. Girt með fjórfaldri gaddavírsgirðingu. Töðufengur að
meðaltali síðustu 5 ár 20 hestb. Matjurtagarðar um 400 m2. Upp-
skera 300 kg. kartöflur, 200 kg. gulrófur. Áburðarkaup vegna
garðræktar kr. 15,00.
Engjar: Nasrtækar mýrar og vallendisengi, reitingssamar fjall-
slægjur. Meðalheyfengur síðustu 5 ár 140 hestb. Með því að full-
nýta engið á einu ári mætti fá 220 hestb.
134