Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 98
Guðrún Haraldsdóttir:
Yfirlit yfir
starfsemi
Átfhagafélags Strandamanna,
starfsárið 1969
Árið 1969 hófst félagsstarfsemin með sameiginlegum fagnaði
Strandamanna og Húnvetninga í Tjarnarbúð, tekin var á leigu
annar salur hússins, en svo margir sóttu þessa skemmtan, að fá
varð efri salinn líka og var dansað á báðum hæðum, en tvær
hljómsveitir léku fyrir dansi.
Skemmtiatriði voru fjölbreytt, meðal annars þjóðlagasöngur,
Kristín Ólafsdóttir söng. Gamanvísur Jón Gunnlaugsson. Einnig
var farið í allskonar leiki, skemmtunin tókst í alla staði mjög vel.
Árshátíð félagsins var haldin að Hlégarði 9. marz, við mikið
fjör og almenna ánægju samkomugesta, þorramatur var þar á
borðum, mikill og góður að vanda. Helztu skemmtiatriði voru
meðal annars, að sex stúdentar frá Laugarvatni, þar á meðal einn
Strandamaður, skemmtu með söng, kvartett og sex manna sam-
söng, tvær stúlkur og fjórir piltar. Kátir félagar léku fyrir dansi.
Árshátíðina sóttu 260 manns. Gestir félagsins á árshátíðinni voru
formaður Húnvetningafélagsins og tveir stjórnarmenn. Árshátíðin
fór fram með þeim hætti er bezt verður óskað.
Þann 23. apríl var að venju haldin skemmtun fyrir eldri
Strandamenn, skemmtunin var haldin í Domus Medica við mikla
ánægju samkomugesta. Félagskonur sáu um veitingar að venju
og var þessi skemmtun ein sú fjölmennasta, er haldin hefur verið
96