Strandapósturinn - 01.06.1970, Síða 128
eyrum alt norður til Merkihamars í Ófeigsfirði hálfur viðreki og
þrír hlutir í hálfum hval, en frá Merkihamri til Hvalár fjórðúngur
í hvalreka, frá Hvalá og til Dögurðardalsár allur reki hvala og
viða, en undan Hrúteyjarkleif og til Eyvindafjarðarár allur við-
reki og þrír hlutir í hálfum hval við Stafholt. Breiðabólstaðar-
kirkju í Vesturhópi er eignað sama og Helgafellskirkju, og það
tekur Jón Magnússon á Reykjanesi hennar vegna ef uppber.
Túnið er orðið hartnær ónýtt af sandi og landbroti af sjó. Engj-
ar heyslæmar og mjög úr sjer gengnar af óveðurháttu.
Selstaða hefur þar verið að fomu á Húsadal, lángvarandi aldrei
brúkuð, til hennar er lángt. Önnur er þar, hún er kostalítil og
mjög lángt til, og á selveginum ein á kölluð Hvalá, jafnlega ófær
í vatnavöxtum.
Hestum, ef nokkrir eru, þarf burt að koma á vetrardag vegna
útigángsleysis. Vetrarhart stundum eftir áttaskiftum. Hætt fyrir
fjenað af flæðum og lækjum á vordag. Kýr fá þar stundum far-
aldur, bólgna upp og þrútna og drepast síðan, eitt sinn á einu
sumri 7 naut. Stúnga og rista hverttveggja hrakslæmt. Vatnsból
þrýtur stundum, og er þá lángt til að sækja. Kirkjuvegur mjög
lángur og erfiður og sumstaðar mannhættur á vetrardag.
Þar er fyrir landi hólmi einn nafnlaus. I hönum er eggver og
dúntekja varla ómaksvert. Ey er þar ein fyrir landi, kölluð Hrútey.
I henni verpur ekkert, því hrafn í björgum þar fyrir ofan fælir
burt allan fugl. Sker eru þar fyrir landi, kölluð Ófeigsfjarðarsker.
I þeim má stundum hafa selveiði þá til vill, og einu sinni hefur á
þeim fest óþekkjanlegt hvalbrots tetur.
1 heimalandi hefur verið gamalt býli, kallað Strandatun. Þar
sjest til tófta en túngarð ekki. Af því verður ekkert gagn haft og
kann ekki að byggjast vegna slægnaleysis og skaða heimajarðar-
innar.
Nálægt bænum eru tóftir, kallaðar Óskastader. Hvert þar hefur
býli verið vita menn ekki. Kann ómögulegt að byggjast.
1942
Eigandi og ábúandi Pétur Guðmundsson.
Tún flatlent þurrt og sendið neðantil en raklent ofantil. Þurrk-
126