Strandapósturinn - 01.06.1970, Síða 32
Þess má og minnast, að veturinn 1539 sendi Ögmundur biskup
út umburðarbréf til alþýðu, þar sem hann níddi kenningar
Lúthers og bannaði alla villu og vantrú í biskupsdæmi sínu. Þá
mun og fljótt hafa flogið fiskisagan af hinni fólskulegu árás Diðr-
iks frá Minden á Viðeyjarklaustur, á sjálfan hvítasunnumorgun
1539. Þau voru því augljóslega nóg umbrota- og vandræðaefn-
in, sem vakið gátu angur og ótta hjá öldruðu skáldi og trúuðum
kaþólskum klerki .
Trúarljóð séra Halls, þau er nú þekkjast, eru sex að tölu, en
mega vel fleiri vera, þó að eigi hafi varðveitzt í afskriftum. Hið
Iangkunnasta þeirra er geysimikil krossdrápa, eitt hundrað tutt-
ugu og fimm erindi alls. Var hún eitt hinna frægustu helgiljóða
á sinni tíð, og þá oft er tímar hðu eignuð öðrum höfundum en
séra Halli, því að hann sem önnur kaþólsk skáld mun mjög
hafa gleymzt, þegar trúskiptin höfðu að fullu og öllu náð tökum
á þjóðinni.
Uphafið á Krossdrápu Halls prests hljóðar þannig:
„Heyr ilmandi hjartans yndi,
himnablómi og veraldar sómi,
lýða vegur og lœkning þjóða,
lausnarinn mœtur Jesús sœti,
frœða gerð með fögrum orSum
flotna láttu af hjartans botni,
svo verði þér til vegs og dýrðar
vunninn hróður af þessum munni.“
Samkvæmt fyrirmælum skáldsins í 124. erindi drápunnar, hef-
ur hún jafnan verið nefnd Gimsteinn. Það erindi er þannig:
„Fyrrir Máríu ást af mjúku brjósti
mína hjálp og jafnvel sína
engils kveðju sœtliga syngi
seggir Ijóst með pater noster.
Krossinn biðjum kœrliga og kveðjum
að kvœðið vilji þau launa bœði, —
Gimsteinn vil ég af göfgu efni
fyrir grœðarans písl að heiti kvœði.“
30