Strandapósturinn - 01.06.1970, Qupperneq 115
urmagn fyrir staðirm kom ekki fyrr en 1939, þá að forgöngu
kaupfélagsins. Aður hafði símstöðin og kaupfélagið haft rafur-
magn á sjálfs sín vegum um nokkurra ára skeið fyrir sig. Hitaveitu-
hugmynd skýtur upp kollinum en ekki meir. Frystihússbyggingin
var happadrýgsta framkvæmdin. Slátrun stóreykst með tilkomu
þess, því fé kemur víðar að, bæði úr Miðfjarðardölum og vestan úr
Dalasýslu og þá að einhverju leyti vegna milligöngu kaupfélag-
anna í viðkomandi sýslum.
Sláturaðferð og meðhöndlun vörunnar er færð til nýrri og betri
hátta. Englendingur kennir fláningu, sem lengi síðan var notuð.
Ungur maður Oskar Björnsson var sendur á námskeið, til Akur-
eyrar, fyrir verkstjóra sláturhúsa.
Árið 1936 verður sú breyting á stjórn kaupfélagsins að fram-
kvæmdastjóri þess hættir að vera jafnframt formaður félags-
stjórnar, er það Pétur Sigfússon sem verður það fyrstur fram-
kvæmdastjóra og Gunnar Þórðarson, Grænumýrartungu tekur
við formennsku.
Áður hefur það komið fram að ein deild félagsins var í Bitru-
firði. Snemma á árinu 1929 var stofnsett útibú á Óspakseyri.
Því veitti forstöðu alla tíð Magnús Kristjánsson, Þambárvöllum,
þar til það hætti störfum og sjálfstætt kaupfélag var stofnað þar
1942, Kaupfélag Bitrufjarðar, Óspakseyri.
Ráðningakjör framkvæmdastjóranna voru allt önnur og ólík
því sem nú gerist. Skulu hér tilgreind nokkur atriði úr starfsamn-
ingi frá 1935.
Árslaun 3000,00 krónur, 1% af söluverði innlendra vara, 2500
krónur um árið, móti starfskrafti til verzlunarþarfa (þó ekki fram-
kv.stj.), ábyrgð á vörurýmun gegn 2% greiðslu miðað við sölu á
erlendri vöm.
Þá munu stundum hafa verið greidd laun að einhverju leyti
samkvæmt allri veltu félagsins.
Það eru liðin tíu ár og einum mánuði betur. Seint í febr. 1941
verður annar stórbmni á Borðeyri. Nokkur hús brenna núna, m.a.
sölubúð kaupfélagsins, sem var í stóru timburhúsi frá tíð Bryde-
verzlunar á Borðeyri, byggt löngu fyrir aldamót. Mikill skaði var
í því þó meiri og afdrifaríkari í frystihúsinu og vélum þess, en
8
113