Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 135
upp 1924. Viðhald lélegt. Áhöfn að meðaltali síðustu 5 ár: 18
hross, 514 kýr, 200 fjár. Auk heyfóðurs 1000 kg. síldarmjöl.
Fullnytjuð mundi jörðin bera: 6 kýr, 240 fjár og 14 hross.
Til heyöflunar þarf 3 karla og 2 konur. Til heimaflutnings á heyi
af engi 10 hross.
Fólksfjöldi á heimilinu 10 manns. Fóðurþörf búpenings í meðal-
ári: Kýr 40 hestb., sauðfé 1,4—1,5 hestb., hross 4 hestb.
Meðalkýrnýt 2800 1., meðalkroppþungi dilka lö1/^ kg. Hver
ær kemur jafnaðlega fram einu lambi. Meðalarður af á 19 kr.
Vanhöld á fullorðnu fé 3%. Mótekja góð. Torfrista og steypuefni
gott. Vatnsleiðsla í bæ og peningshús um 600 m löng. Mögu-
leikar til vatnsvirkjunar fyrir hendi en fremur örðug hagnýting.
Ræktunarmöguleikar góðir. Mætti stofna nýbýh. III. fl. sím-
stöð vel í sveit sett. Samgöngur góðar, 11 km akfær vegur í kaup-
stað. Landspjöll engin vegna skriðufalla, sandfoks eða annarra
náttúruhamfara. Landamerki ágreiningslaus. Ibúðarhús: Tveir
torfbæir með timburgöflum og torfþaki. Hlaðinn kjallari undir
öðrum, búr.
I. stærð: 6,5 x3,3 x3 = 64 m3 + búr.
II. Stærð: 7.0 x 2,7 x 2 = 38 m3.
Kjallari 6 x 2,5 x 2 = 35 m’.
Onnur bæjarhús: Geymsla með járnþaki. Eldhús úr torfi, búr
og geymsla. Geymsluhús úr timbri og járni.
Gripahús: Fjós fyrir 7 kýr úr torfi, steyptur flór. Safnþró úr
torfi. Hesthús fyrir 10 hross úr torfi torfþak. Hesthús fyrir 8
hross úr torfi, járnþak. Fjárhús fyrir 250 kindur úr torfi, grjóti
og járni. Hlöður, 520 m3, torf, timbur, jám.
Aðrar byggingar: Hjallur með torfveggjum, timburgafli og
timburlofti. Smiðja, hesthús og hænsnakofi. Baðstofuhús Jóns Guð-
mundssonar á Melum úr torfi og timbri með járnþaki. Eitt skil-
rúm milli svefnherbergis og eldhúss.
Leigumáli: 25 kindarfóður og 250 krónur í peningum.
Landverð jarðarinnar kr. 7000,00. Húsverð kr. 3100,00. Alls
kr. 10.100,00.
133