Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 134
ekkert nafn. Þar sjest til tófta og girðinga. Veit enginn neitt um
þess bygging eða eyðileggíng. Kann ómögulegt að byggjast.
Þriðja gamalt býli sjest þar, kallað Ormsbær.
Þar sjest til tófta og girðínga. Óvist um þess bygging og eyðilegg-
íng. Kann ómögulegt að byggjast.
Þar fyrir utan eru í landinu í tveim stöðum kallaðar Mánga-
tóffter, og enn í öðrum stað Lofftshus. Þetta alt tekur nöfn af
tveimur mönnum, sem í mannaminnum hafa þar verið um heilt
eða hálft ár í hverjum stað, en aldrei bygt verið eftir nje áður.
Kann ómögulegt að byggjast.
Að vjer undirskrifaðir vitum ei annað sannara, eftir því sem
oss er kunnugt, um það sem framanskrifuð jarðabók um getur,
heldur en tilsagt verið hefur og framanskrifað er, vitnum vjer
undirskrifaðir með vorum handskriftum hjer undir, anno 1709
þann 23. Aprilis.
Þórður Þorkelsson e. h. Jón Jónsson e. h.
Páll Sigurðsson m. e. h. Jón Eiríksson með e. h.
Hallur Guðnason m. e. h. Þorvarður Magnússon m. e. h.
(L.S.).
M E L A R .
1942.
Ábúendur: Jón Jósefsson og Sigurbjörn Jónsson l/2.
Tún 91/ ha.
Flatur melur að mestu, grunnur jarðvegur. Þurrt og harðlent,
ca. /2 ha. Véltækt, allt greiðfært. Meðaltöðufall síðustu 5 ára
300 hestb. Girt með fjórum gaddavírssnúrum.
Matjurtagarðar ca. 200 m2, moldarjarðvegur. Ræktaður dá-
lítill rabarbari. Utengi, samfellt fjalllendi. Mýrar og valllendi
fremur þurrlent, brok og mýrgresi.
Meðal heyfengur síðustu 5 ára, 250 hestburðir. Sé slegið upp
það sem slægt er á einu ári, mundi mega fá um 360 hestb. Langt
er í fjallslægjur en engjavegur sæmilegur. Allmiklar nærtækar
engjar.
Beitiland mikið og gott fyrir allan búpening.
Hagagirðing (samgirðing) er þvert yfir land jarðarinnar, sett
132