Strandapósturinn - 01.06.1970, Side 125
Það var í júnímánuði 1888, að bændur í Bjamarfirði og
Bölum tóku að ræða með sér hið alvarlega ástand í byggðar-
laginu, eitthvað af fé hafði fallið vegna harðviðra og heyleysis,
en það sem lifði var illa á sig komið, en þó lífsvon þó ís lægi
á Húnaflóa og fyrir öllu Norður- og Austurlandi. Annað var þó
alvarlegra, en það var að lítil eða engin matbjörg var til handa
fólkinu, hafísinn bannaði allt bjargræði úr sjó, en verzlanir orðn-
ar vörulausar og ekkert skip komst með vömr til þeirra vegna
íssins.
Árið 1887 höfðu Norðmenn sett upp hvalveiðistöð á Lang-
eyri við Isafjarðardjúp og gengu veiðarnar mjög vel.
Þegar bændur í Bjamarfirði ræddu með sér hið alvarlega
ástand, komust þeir að þeirri niðurstöðu, að eina bjargráðið væri
að fara með hesta vestur að Langeyri og ná í hval hjá Norð-
mönnunum.
Var nú hafinn undirbúningur ferðarinnar og skyldi senda
þrjá menn vestur, en þegar átti að velja hesta til ferðarinnar
vom þeir flestir svo illa á sig komnir að eigi þótti fært að fara
með þá svo langa og erfiða ferð, þó vom valdir 12 hestar þeir
er beztir þóttu, en sendimenn höfðu reiðskjóta sína að auki.
Nesti til ferðarinnar mun hafa verið fátæklegt og lögðu allir
bændur í Bjamarfirði það til sameiginlega og var nestið sam-
eign sendimannanna, og ekki nema til ferðarinnar vestur, en
þeir áttu að fá hval í nestið til baka.
Segir nú ekki af ferð þeirra félaga fyrr en þeir koma til Lang-
eyrar. Þar fengu þeir hval eins og þeir þurftu með og treystu
hestunum til að bera, hina löngu leið til baka. Einnig létu þeir
sjóða hval handa sér í nestið til baka. Erfiðlega gekk þeim félög-
um heimferðin, hestarnir vom máttfamir og þoldu ekki langar
dagleiðir, en heim komust þeir um síðir og var vel fagnað. En
svo vom þá hestamir orðnir þreyttir að þeir stóðu ekki upp í 2
daga. Var nú eigi beðið með að matreiða hvalinn og var það
fyrsta kvöldið í marga mánuði, sem fólkið gekk með saddan maga
til sængur. Ekki kom þó svo mikið í hlut hvers eins að fólkið mætti
borða nægju sína dag hvem. Þá var siður að skammta fólki
matinn, og var hvalurinn skammtaður mjög naumt svo hann
123