Strandapósturinn - 01.06.1970, Qupperneq 132
var þá landskuld 110 álnir. En næst fyrir bóluna var landskuld
ýmislega smáreiknuð og ójöfn eftir samkomulagi, og hljóp til
samans af öllu því, sem aðrir en ábúandinn Jón átti, 1 hundrað
10 álnir. En nú eru um landskuld alt óvist og óreiknað. Land-
skuld hefur betalast í óákveðnum landaurum eftir samkomulagi.
Leigukúgildi hvað verið hafi fyrrum er óvist, og eins á hálfri
þá eigandi ábjó, en þá voru á henni hálfri 3 kúgildi, þar eftir á
pörtum ýmsra ýmislega mörg, alls 4, og nú 2. Leigur hafa stund-
um betalast í smjöri, stundum í öðru eftir samkomulagi.
Kvaðir öngvar fyrrum nje nú.
Kvikfjenaður er þar 7 kýr, 1 vetrúngur, 84 ær, 59 sauðir, 42
veturgemlíngar, 8 hestar, 4 hross. Þar kann að fóðrast 4 kýr,
1 vetrúngur, 50 ær, 30 sauðir, 15 lömb, 5 hestar.
Heimilismenn 7, þar að auk húskvensvift, móðir ábúandans,
Guðrún Jónsdóttir. Geldur ekkert í húsaleigu, en er þó til vilja
eftir samkomulagi reikningsskaparlaust. Nýtur haga fyrir kvik-
fjenað sinn þegar hann er þar, en kaupir til alalr slægjur og kem-
ur stundum í burt lifandi peningi á vetur. Kvikfjenaður hennar
er 18 ær, 5 sauðir, 1 hestur.
Sumarhagar eru á jörðunni yfirfljótanlega og so nær óþarflega
víðlendir og góðir.
Þar hefur fyrrum verið brúkaður lamba- og geldfjárupprekstur
úr Hrútafirði vestan fram og jafnvel í manna minnum, en um
fjallatoll var óvíst nema eftir samkomulagi, og enn brúka þar
nokkrir upprekstur, en hefur dregist í óvana vegna harðinda og
óhægðar fólks.
Ljalldrapi kynni að vera til eldiviðar. Laxveiði hefur verið rjett-
góð í Hrútafjarðará, en nú um nokkur ár hefur hún engin verið,
vita menn ei hvert aftur komi. Alfta eggver hefur áður á fjallinu að
gagni verið, en hefur frá lagst vegna harðinda, kann þó enn, ef
iðkað væri, til nokkurs gagns að vera með stórri fyrirhöfn. Grasa-
tekja var góð, kynni enn að vera að nokkru gagni. Hvannaróta-
tekja nokkur. Berjalestur hefur verið að gagni, en er nú mjög
af.
Tún var fyrrum so nær ekkert, en fyrir mikla rækt stórum út-
aukið, liggur þó mikinn part á hörðum mel, og því óvíst hvað
130