Bændablaðið - 23.09.2021, Page 29

Bændablaðið - 23.09.2021, Page 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 29 rétta umhverf­ ið. Einnig þurfa að koma til við­ eigandi hvatar þannig að einstak­ lingar og félög sjái sér hag í því að hefja starfsemi af því tagi sem hér um ræðir, skapa tekjur af eignum sínum sér og sínum til lífs­ viðurværis og bæta þar með búsetuskilyrði,“ segir Pétur. Uppfæra „úreltan“ mat MK­nemar fóru í kynnisferðir um héraðið báða dagana sem þeir voru á svæðinu. Þeir komu við hjá Sigrúnu Hringsdóttur í Lundarbrekku í Bárðardal en hún verkar kryddjurtir, býr til berjasýróp og nýtir sveppi svo dæmi séu tekin. Einnig var tekið hús á Guðrúnu Tryggvadóttur í Svartárkoti og vinnsla þeirra skoðuð, ekki síst reykhúsið, sem er í rúmlega hundrað ára gömlum torf­ kofa. Nemendur kynntu sér einnig ostagerð í Vogafjósi, sem er ein sú elsta sinnar tegundar hér á landi, en ostur sem þar er framleiddur er seldur í þeirra eigin veitingahúsi. Ingi Hafliði Guðjónsson mat­ reiðslumeistari fræddi nemendur um „úreltan“ mat, þ.e. mat sem áður fyrr var algengur en hefur fallið úr tísku í nútímanum. Dæmi um slíkan mat segir Pétur m.a. vera sviðasultu, lifrarpylsu, kindakæfu og margt fleira, en allt er þetta matur sem skapar lítil sem engin verð­ mæti til bænda nú. Nemendur fengu það verkefni með sér heim að taka rétti af þessu tagi og uppfæra til nútímahorfs á verklegum æfingum í skólanum. „Það verður virkilega gaman að sjá hvað kemur út úr því, hvernig t.d. nýjasta uppfærslan á sviðasultu verður, því það er svo að það þarf að uppfæra matinn reglu­ lega og laga að eftirspurn, tísku­ straumum og þörf,“ segir Pétur. MK-nemar skoða reykkofa. Hráefnið sem nemarnir notuðu til að töfra fram glæsilega rétti sína var af ýmsum toga. HÁ verslun ehf tók við umboði Husqvarna byggingavörum á Íslandi þann 11. júní. • Steinsagir • Kjarnaborvélar • Jarðvegsþjöppur • Sagarblöð • Kjarnaborar Víkurhvarfi 4 - 203 Kópavogur Opið mán. - fös. kl. 8-17. S. 588-0028 haverslun@haverslun.is haverslun.is Þjónustuverkstæði og varahlutir Husqvarna K970 15,5 cm sögunardýpt Husqvarna K3600 Vökvasög Sögunardýpt 27cm Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 STRÚKTÚR ehf | Bæjarflöt 9 | 112 Reykjavík | struktur@struktur.is | Sími: 588 6640 Nú á allt að seljast. Eigum þessa lengd á lager. Litað bárujárn Þykkt: 0,60 mm Breidd: 1045 mm Klæðir: 988 mm 3.600 kr m² m/vsk. 40% afslá�ur meðan birgðir endast 2.160 kr m² m/vsk RAL 9005 Svart Lengd: 4.800 mm Plata = 4,8 * 0,988 = 4,74 m2 Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. nóvember næstkomandi. Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði, eða alls 150.000 lítrum árlega. Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is. Opnað verður fyrir tilboð þann 24. september 2021. Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 10. október nk. Allar nánari upplýsingar um markaðinn má finna á www.afurd.is og www.anr.is Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið Tilboðsmarkaður 1. nóvember 2021 með greiðslumark í mjólk

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.