Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 20214 FRÉTTIR Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum skóg- ræktarfélaganna og einnig bjóða skógarbændur upp á íslensk tré úr sínum skógum. Danskur Nordmannsþinur hefur löngum verið ráðandi á íslenskum heimilum í jólahaldinu, enda að mörgu leyti ákjósanlegt jólatré. Svo virðist sem áhugi Íslendinga á að sækja sér tré í skóginn sé vaxandi – og þjóðfélagsumræðan sé tals­ vert hliðholl innlendri framleiðslu – og þegar tölur um innflutning eru skoðaðar virðist hafa orðið talsverður samdráttur á síðasta ári, sem er við­ snúningur frá fyrri árum. Þórveig Jóhannsdóttir, starfs­ maður Skógræktarfélags Íslands, segir að í grófum dráttum sé hægt að segja að innflutningur hafi á undan­ förnum árum verið að aukast á dönsk­ um Nordmannsþin en sala íslenskra jólatrjáa sé frekar svipuð. Hins vegar hafi orðið breyting á þessari þróun á síðasta ári þegar innfluttum trjám fækkaði en sala á innlendum jókst. „Þess ber þó að geta að tölurnar sem ég hef undir höndum sýna fjölda trjáa sem er innfluttur en ekki sölu á þeim. Einnig þarf að hafa í huga að erfitt getur verið að fá upplýsingar um raunverulega sölu íslenskra jólatrjáa, svo líklega er um eitthvert vanmat sé um að ræða,“ segir Þórveig. Stuðningur við íslenska skógrækt og umhverfisáhrifin Raunar sýna tölur Þórveigar að fjöldi innfluttra danskra Nordmannsþinstrjáa jókst mjög á ár­ unum frá 2017 til 2019, eða úr 23.706 trjám í 37.147. Á sama tíma var fjöldi seldra íslenskra trjáa á bilinu sjö til átta þúsund. Á síðasta ári fækkaði þeim innfluttu niður í 24.441 tré, en salan á íslenskum trjám fór úr 7.225 í 8.134 á síðasta ári. Íslensku skógræktarfólki ber saman um að ávinningurinn af því að kaupa innlent tré sé margvíslegur; með því að kaupa íslensk jólatré gerir það viðkomandi skógræktanda kleift að gróðursetja tugi annarra – með til­ heyrandi jákvæðum áhrifum á kolefn­ isbókhaldið. Þá keppi innlenda fram­ leiðslan í mörgum tilfellum við tré sem hafa verið ræktuð á akri, þar sem beita þarf eiturefnum gegn illgresi og skordýrum. Þá er ónefnt kolefnisspor innflutningsins og sú áhætta sem felst í því að flytja inn lifandi efni, að með því geti borist óværa sem mögulega leggst á innlendan gróður. Stafafuran enn langvinsælust Að sögn Þórveigar er stafafuran enn langvinsælasta jólatréð. Samkvæmt tölum Skógræktarfélags Íslands var hún valin í 62 prósenta tilvika af inn­ lendum trjám. Sitkagreni (16 pró­ sent) og rauðgreni (13 prósent) koma þar næst á eftir. „Árið 1993 þá var rauðgrenið vinsælasta íslenska jóla­ tréð okkar en þá var það 64 prósent af sölu íslenskra jólatrjáa. Stafafuran hefur síðan aukið vinsældir sínar jafnt og þétt og er nú vinsælasta ís­ lenska jólatréð,“ segir Þórveig. Framtíðin í fjallaþin? Nordmannsþinurinn er vinsæl og falleg tegund, en það er ekki á allra vitorði að ein þinstegund telst til ís­ lenskra jólatrjáa. Það er fjallaþinur sem á undanförnum árum hefur verið gróðursett nokkuð af. Hún seldist þó ekki nema í tveimur prósenta tilvika á síðasta ári og segir Brynjar Skúlason hjá Skógræktinni að ástæðan sé sú að frekar lítið framboð hafi verið af honum hingað til. „Það var lítillega gróðursett af honum upp úr 2000 og því hefur lítið komið á markað síðustu ár, enda tekur framleiðsluferillinn um 15 ár. Við vitum í dag að til dæmis fjalla­ kvæmi frá Colorado hafa reynst vel sem jólatré og því er ekkert til fyrir­ stöðu að hefja jólatrjáaræktun þins þar sem ræktunarskilyrði eru góð. Enginn hefur þó lagt í umfangsmikla ræktun að því ég best veit,“ segir Brynjar og bætir við að fjallaþinur sé barrheldinn, mjúkur viðkomu og ilmi vel – og sé því frábær sem jólatré. Hann segir að vilji fólk kaupa fjallaþin sem jólatré verður það að hafa samband við aðila sem selja íslensk jólatré; Skógræktin, skóg­ ræktarfélög og einstaka skógar­ bændur sem gætu átt fjallaþin í sínum skógum. „Undanfarin þrjú ár hefur verið gróðursett nokkuð af fjallaþin sem mun skila sér á markað í framtíð­ inni. Það magn er þó hvergi nærri nóg til að koma í staðinn fyrir inn­ fluttan Nordmannsþin. Best væri að auka hlutdeild íslenskra trjáa sem mest því öllum innflutningi á lifandi efni fylgir hætta á að til landsins berist óværa sem getur lagst á innlendan gróður. Búið er að stofna til frægarða af fjallaþin sem munu bera fræ með tíð og tíma. Sá efniviður mun gefa hærra hlutfall af jólatrjám en þau kvæmi sem notuð hafa verið til þessa enda sérvaldir klónar úr bestu kvæm­ um og með fallegt jólatrjáaútlit. Jólatrjáarækt hefur ekki verið sér­ stakur hluti af bændaskógaverk­ efninu. Ég held að það sé löngu tímabært að skoða þann möguleika og stefna að því að eingöngu verði íslensk tré á markaði hérlendis,“ segir Brynjar enn fremur um möguleika fjallaþinsins. /smh Mynd / Ragnhildur Freysteinsdóttir Tegund Fjöldi Hlutfall Stafafura 5.080 62,4% Sitkagreni 1.164 14,3% Rauðgreni 924 11,4% Blágreni 585 7,2% Fjallaþinur 126 1,5% Lindifura 66 0,8% Tegund óskilgreind 189 2,4% Samtals: 8.134 100,0% Heimild: Skógræktarfélag Íslands Seld íslensk jólatré 2020 Tvær gerðir eru til af fjallaþin; grænleit og bláleit. Meðfylgjandi myndir sýna vel þennan mun. Myndir / Brynjar Skúlason KPMG hefur gefið út skýrslu um greiningu á fyrirkomulagi opinbers eftirlits á grundvelli laga um holl- ustuhætti, mengunarvarnir og mat- væli. Í niðurstöðum kemur fram að þrátt fyrir fyrirmæli í löggjöf virðist ekki hafa tekist að samræma að öllu leyti eftirlit á milli heilbrigð- isnefnda sveitarfélaganna, sem hafa umsjón með eftirlitinu. Úttektin er unnin á grundvelli samnings við atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytið, í samstarfi við umhverfis­ og auðlindaráðuneytið. Ósamræmi í verklagi og skráningu Í greiningunni koma fram ýmsir gallar á fyrirkomulaginu, meðal annars að skortur sé á samræmi verklags og skráningu meðal heil­ brigðisnefndanna. Tilefni skýrslugerðarinnar eru ábendingar sem ráðuneytinu höfðu borist um áskoranir við núverandi eftirlitskerfi. Óskaði ráðuneytið eftir greiningu á því auk tillagna um hugsan­ lega endurskoðun. Greiningin KPMG fólst í því að útbúinn var spurninga­ listi með 11 opnum spurningum ásamt spurningum um framkvæmd eftirlits á árinu 2019. Spurningalistinn var lagð­ ur fyrir fulltrúa allra heilbrigðisnefnda, auk fulltrúa frá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun. Tryggja ber samræmt eftirlit Opinbert eftirlit með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum var á ábyrgð tólf stjórnvalda þegar greining KPMG var gefin út; tíu heilbrigðis­ nefndir sveitarfélaga höfðu umsjón með framkvæmd staðbundins eftirlits á tíu samsvarandi heilbrigðiseftirlits­ svæðum. Umhverfis stofnun gegnir samræm ingarhlutverki hvað varðar hollustuhætti og mengunarvarnir, en Matvælastofnun hefur yfirumsjón með matvælaeftirliti. Skiptist greining KPMG í tvo hluta; annars vegar á stöðu eftirlits með mengunarvörnum og hollustuháttum og hins vegar matvælaeftirlits. Í kafl­ anum um matvælaeftirlit er þess getið að bæði í matvælalögum og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sé tekið fram að tryggja beri að fram­ kvæmd eftirlits sé með sama hætti á landinu öllu. Greining KPMG leiðir í ljós að eftirlitsaðilar virðast í stórum drátt­ um fara eftir sömu grunnviðmiðum, bæði hvað varðar matvælaeftirlit en einnig í eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. „Utanumhald og skráning er hins vegar mismun­ andi milli eftirlitsaðila sem kann að hafa áhrif á nálgun og verklag í eins­ tökum atriðum, t.d. varðandi mat á nauðsynlegri tíðni eftirlitsheimsókna. Mismunandi verklag við skráningu torveldar einnig samanburð á umfangi eftirlits og á skilvirkni eftirfylgni. Birting eftirlitsskýrslna er ekki orðin almenn enn sem komið er,“ segir í samantekt um framkvæmd eftirlits. Munur á beitingu þvingunarúrræða Þá virðist nokkur munur á beitingu þvingunarúrræða milli eftirlitsaðila – og beiting formlegra áminninga er víða takmörkuð. Eftirfylgni með frá­ vikum virðist í talsverðum mæli fara eftir óformlegum leiðum fremur en formlegum þvingunarúrræðum. Greining KPMG leiðir einnig í ljós að heilbrigðisnefndir nýta mismunandi kerfi eða gagnagrunna til utanumhalds um sitt eftirlitsstarf sem getur valdið ósamræmi í skráningu. Er mælst til þess að eitt kerfi sé notað við fram­ kvæmd eftirlits, eða að lágmarki að tryggja skil upplýsinga á samræmdu formi til Matvælastofnunar eða Umhverfisstofnunar. Lagt er til að fram fari ítarleg val­ kostagreining á mögulegum leiðum, nýtingu fjármagns og mat á hag­ kvæmni og skilvirkni – ásamt kostum þeirra og göllum. Unnið að því að efla samræmingu Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir skýrsluna vera nú í úrvinnslu í atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem ákvarðanir verða teknar um hvort eða hvenær farið verður í breytingar á kerfinu. „Okkar samantekt birtist í skýrslunni, en við hjá Matvælastofnun förum með samræmingar­ og yfir­ sýnarhlutverk en höfum í sjálfu sér ekkert boðvald yfir heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna (HES). Eftir að ég tók við þá hef ég hafið virkara samstarf við fram­ kvæmdastjóra HES þar sem við fundum mánaðarlega og ræðum meðal annars þessi mál til að efla samræmingu og samhæfingu svo að þessir eftirlitsaðilar vinni sem best innan þess kerfis sem er í dag,“ segir Hrönn. /smh FUGLADAGBÓKIN 2022 Glæsileg dagbók, prýdd einni fuglamynd fyrir hverja viku og fróðleik um viðkomandi fugl. Algjör gersemi! Bókaútgáfan Hólar holabok.is / holar@holabok.is Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst – Skógræktarfólk segir tímabært að stefnt sé að því að eingöngu verði íslensk tré á markaði hérlendis Greining KPMG á fyrirkomulagi á opinberu eftirliti á grundvelli laga um hollustuhætti, mengunarvarnir og matvæli: Ósamræmi í verklagi og skráningu heilbrigðisnefnda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.