Bændablaðið - 02.12.2021, Page 10

Bændablaðið - 02.12.2021, Page 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 FRÉTTIR Ræktunarbú Birnu Tryggvadóttur og Agnars Þórs Magnússonar, Garðshorn á Þelamörk, var valið ræktunarbú ársins 2021 á ráð­ stefnunni Hrossarækt 2021 sem fór fram á sunnudag. Ræktun þeirra Birnu og Agnars hefur verið tilnefnt til verðlaunanna nær árlega síðan 2014, þegar þau hlutu þennan sama titil. Þau eru sammála um að góðar ræktunarhryssur væri grunnurinn að vel heppnaðri hrossarækt. En margt fleira spilar þó inn í. „Viljinn til að gera vel, gott atlæti hrossanna, sjálfs- gagnrýni, reynsla, þekking og vinnu- semi þeirra sem eiga í hlut, þ.e.a.s. okkar og þeirra sem hafa starfað með okkur,“ segja þau. „ Auk þess spilar ákveðin tilviljun og heppni inn í því við veljum ekki kaupendur af okkar hrossum heldur velja kaupendur hrossin. Það er því algjör tilviljun og heppni sem felst í því að hitta inn á góða kaupendur sem ná góðum árangri á hrossunum. Ekkert útpælt excel skjal heldur samspil margra liða, dass af skemmtilegri tilviljun og heppni sem leiðir til þessarar góðu niðurstöðu,“ bætir Birna við. Sjö hross úr ræktun þeirra voru sýnd í kynbótadómum á árinu. Meðalaldur þeirra er fimm ár. Þrjú fjögurra vetra hross voru sýnd frá búinu og hlutu þau öll fyrstu einkunn, þau Ómar, Aðalheiður og Afródíta. Sú síðastnefnda hlaut þar hæstu einkunn fjögurra vetra hryssna á landsvísu, 8,33 en endurreiknuð aðaleinkunn án skeiðs er 8,36. Afródíta er undan tveimur hrossum frá búinu, en móðir hennar er stofnræktunarhryssan Elding frá Lambanesi og faðirinn Grímur frá Garðshorni á Þelamörk. Stóðhesturinn Glundroði var hæst dæmdi hestur búsins á árinu, hlaut 8,50 í aðaleinkunn. Hann er undan Ágústu frá Garðshorni á Þelamörk og Konsert frá Hofi. Stóðhesturinn Kastor hlaut hæstu einkunn fyrir kosti, 8,62 þar af hlaut hann einkunnina 10 fyrir skeið í báðum kynbótasýningunum sem hann tók þátt í. „Við höfum verið heppin að seld hross lenda í góðum höndum. Í ár voru tveir stóðhestar sem við höfðum selt sýndir og hlutu báðir um 8,50 í aðaleinkunn hjá nýjum eigendum,“ segir Birna. Meðaltal aðaleinkunna fimm efstu hrossa úr búinu er 8,36 en uppreiknuð aldursleiðrétt aðaleinkunn mun vera 8,51. Fjórtán bú tilnefnd Fagráð í hrossarækt tilnefndi eftirfarandi bú til þessarar h e i ð u r s v i ð u r k e n n i n g a r Bændasamtaka Íslands, auk sigurvegaranna: Austurás, Efri-Fitjar, Efsta-Sel, Fákshólar, Flugumýri, Hemlu II, Hjarðartún, Ketilsstaðir/ Syðri-Gegnishóla, Prestsbæ, Ragnheiðarstaði, Sauðanes, Skipaskaga og Stuðla. /ghp Garðshorn á Þelamörk er ræktunarbú ársins: Dass af skemmtilegri tilviljun og heppni Nafn Aldur Sköpulag Kostir Aðaleinkunn Faðir Móðir Kastor 7 8,22 8,62 8,48 Kiljan frá Steinnesi Vissa frá Lambanesi Glundroði 6 8,49 8,50 8,50 Konsert frá Hofi Ágústa frá Garðshorni á Þelamörk Ómar 4 8,21 8,24 8,23 Jarl frá Höskuldsstöðum Vissa frá Lambanesi Afródíta 4 8,43 8,27 8,33 Erill frá Einhamri 2 Elding frá Lambanesi Aðalheiður 4 8,3 8,21 8,24 Organisti frá Horni Hremmsa frá Akureyri Meðaltal 5 8,33 8,37 8,36 Grímur Elding frá Lambanesi Ölnir frá Akranesi Garún frá Garðshorni á Þelamörk Þetta er í annað sinn sem Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir hljóta verðlaunin ræktunarbú ársins. Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir. Birna sýnir hér Afródítu frá Garðshorni á Þelamörk. Mynd /Kolbrún Grétarsdóttir. Afkvæmahross verðlaunuð Á ráðstefnunni voru eigendur afkvæmahesta verðlaunaðir. Sjóður frá Kirkjubæ hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Sjóður er 14 vetra gamall, undan Sæ frá Bakkakoti og Þyrnirós frá Kirkjubæ. Kynbótamat Sjóðs er 122 stig í aðaleinkunn kynbóta- mats og á hann 50 sýnd afkvæmi, hæst dæmdur er Kveikur frá Stangarlæk. Hringur frá Gunnarsstöðum og Hreyfill frá Vorsabæ hlutu fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Hringur er með 115 stig í kynbótamati og á 19 sýnd afkvæmi. Aðaleinkunn kynbótamats Hreyfils er 114 og hafa 21 afkvæmi hans verið sýnd. Átta hryssur hlutu heiðursverð- laun fyrir afkvæmi í ár, en til að hljóta verðlaunin þarf hryssa að eiga að lágmarki fimm dæmd afkvæmi og vera með 116 stig eða hærra í kynbótamati fyrir aðaleinkunn. Hæsta kynbótamatið og handhafi Glettubikarsins í ár er Ösp frá Hólum. Hún er fædd árið 2000 undan Markúsi frá Langholtsparti og Þokkabót frá Hólum. Hún á sex dæmd afkvæmi. Auk Aspar hlutu Nótt frá Oddsstöðum I, Sefja frá Úlfljótsvatni, Sunna-Rós frá Úlfljótsvatni, Hrísla frá Sauðárkróki, Rán frá Þorkelshóli 2, Framtíð frá Ketilsstöðum og Sædís frá Stóra- Sandfelli 2 heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Hringur frá Gunnarsstöðum. Góð þátttaka í Matsjánni Góð þátttaka verður í Matsjánni, verk­ efni á vegum Samtaka smáframleið­ enda matvæla (SSFM) og landshluta­ samtaka sveitarfélaga um allt land. Alls hafa 84 smáframleiðendur mat­ væla skráð sig til þátttöku í verkefn­ inu, sem telst tæplega helmingur allra skráðra félaga í SSFM, en markmið þess er að efla hæfni þeirra á ýmsum sviðum. Verkefnið hlaut rúmlega fimm milljóna króna styrk í síðustu úthlutun Matvælasjóðs. Það hefst formlega í byrjun næsta árs og stend- ur í 14 vikur. Margvísleg ráðgjöf og fræðsla með fjarfundum Fá þátttakendur ráðgjöf og fræðslu í gegnum fjarfundarfyrirkomulag í þeim tilgangi að efla leiðtoga- færni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin er byggð upp að fyrir- mynd Ratsjárinnar, sem er verkefni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu og er þróað og stjórnað af Íslenska ferðaklasanum. /smh Bændahöllin, Hótel Saga, við Hagatorg í Reykjavík. Mynd / HKr. Fjárlagafrumvarpið 2020: Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða möguleikann á að ganga til samnings um kaup á Hótel Sögu. Húsnæðið er sagt geta hentað til að koma starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fyrir á háskóla­ svæðinu en sú deild er nú staðsett í Stakkahlíð og Skipholti. Þar segir einnig að forsenda fyrir því að til álita kæmi að ganga til kaupa á Hótel Sögu er að eignin bjóð- ist á hagstæðum kjörum. Kostnaður við kaupin er talinn vera um fimm milljarðar króna. Gunnar Þorgeirsson, formað- ur Bændasamtaka Íslands, segir að Bændasamtök Íslands og ríkisvaldið hafi átt í viðræðum um hugsanleg kaup ríkisins á Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands undan- farnar vikur. „Eins og kemur fram í frumvarp- inu er gerður fyrirvari um að kaupin verði á ásættanlegu verði fyrir ríkið og viðræður í gangi um það og hvað sé verið að kaupa. Við eru að skil- greina hvaða lausamunir muni fylgja húsinu og það hefur tekið tíma fyrir Háskólann að gera það upp við sig hvað þeir vilja fá. Að öllum líkindum mun Félagsstofnun stúdenta fá hluta hússins til umráða og Háskólinn restina og ekki enn ljóst hvað þess- ir aðilar vilja hafa í húsinu við afhendingu. Ég ítreka að kaupin eru enn á umræðustigi og ekki komin á blað enn.“ Gunnar segir að Bændasamtökin hafi leitast eftir að vera í húsinu í að minnsta kosti ár gangi kaupin eftir og hefur Háskólinn tekið vel í það. /VH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.