Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI √ Leikfélag Keflavíkur býður upp á lifandi tónlist, söng og dans í Fyrsti kossinn sem frumsýndur var 22. október síðastliðinn, en síðasta sýning verður sunnudaginn 5. desember næstkomandi. √ Leikfélag Mosfellsbæjar sýnir nú fjölskyldusöngleikinn Stúart litla, en flestir ættu að kannast við söguna um músina sem heillar svo marga. Sýnt er alla sunnudaga í nóvember og desember kl. 16:00 í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Miðapantanir í síma 566 7788. √ Leikfélag Húnaþings vestra býður upp á líflega og skemmtilega sýningu um grallarann Pétur Pan dagana 11.-14. desember næstkomandi. Sýnt verður í Félagsheimili Hvammstanga en sýningartímar eru klukkan 19 og miðasala við innganginn eða á vefsíðunni www.leikflokkurinn.is/midi/petur-pan. Hvað er í gangi?! NEATA samtökin (North European Amateur Theatre Alliance) eru norður-evrópsk áhugaleiklistar- samtök sem stofnuð voru í Noregi árið 1998 er sameining NAR (Norræna áhugaleiklistarráðið) og samtök leiklistaráhugafólks í Eystrasaltslöndunum hófu form- lega samstarf sitt. Við sameiningu varð NEATA eitt af átta samtökum sem eiga aðild að alþjóðasamtökum áhugaleiklistarfólks (AITA/IATA). Þau lönd sem í NEATA eru, auk Íslands, eru Færeyjar, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Eistland, Lettland og Litháen, en starf samtakanna er meðal annars að samræma og framkvæma sam- eiginlega hagsmuni áhugaleikhúsa. Fram að stofnun NEATA hafði NAR ( Norræna áhugaleiklistarráðið) staðið fyrir alþjóðlegum leiklistarhátíðum annað hvert ár og þá ein haldin í Reykjavík árið 1986. NEATA samtökin standa fyrir leiklistarhátíð annað hvert ár og skiptist á milli aðildarlanda hvar hún er haldin hverju sinni. Síðasta NEATA-hátíð hérlendis var haldin á Akureyri árið 2010 undir yfirskrift- inni Art of the Heart. Þá voru valdar, fyrir hönd Íslands, sýningarnar Umbúðalaust í leikstjórn Vigdísar Jakobsdóttur og svo Birtingur og Vínland, báðar í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar leikstjóra en sú síðarnefnda vakti mikla athygli og var valin athyglisverðasta áhugaleik- sýningin af Þjóðleikhúsinu og fór þar á fjalirnar þann 11. júní árið 2011. Höfundur Vínlands er Helgi Þórsson sem í samstarfi við Beate Stormo konu sína, kom að öllu frá hugmyndavinnu til tónlistar, leikmyndar og búninga sem vöktu mikla athygli enda hand- gerðir úr smiðju þeirra hjóna. Mátti til dæmis á líta fagurt perlu- verk á búningum þeirra er léku skræl- ingja auk þess sem sérstaklega bar á buxum Eiríks rauða gerðum úr rauðu latexi og gáfu ímyndunarafli áhorf- enda lausan tauminn. Hljómsveitin Helgi og Hljóðfæraleikararnir sáu svo um tónlistina, en þeir spiluðu undir af hjartans lyst eins og þeim einum er lagið. Sýningar á hátíðum NEATA eru sýndar á tungumáli hvers lands fyrir sig, þá ekki þýddar á neinn hátt en tjáningu og sjónrænum þáttum leyft að njóta sín og fá í kjölfarið aukið vægi. Þó almennt séu sýningar áhuga- eða leikhúsa almennt ekki gerðar með það fyrir augum að ekki skiljist textinn, þá er áhugavert að kynnast því hve fagleg listræn gildi sýninga skila sér alltaf óháð tungumáli. Í lok sýninga er svo vaninn að opna fyrir umræður þar sem áhorfendur fá að varpa fram spurningum sínum eða vangaveltum. NEATA hátíðin má segja að hafi valdið þó nokkrum viðbrigðum í íslensku áhugaleikhúslífi, en í kjöl- far hátíða hafa meðlimir leikhópa oftar en ekki fengið boð á aðrar hátíðir. Hafa meðlimir þannig notið þess að fá að kynnast bæði leikend- um áhugaleikhúsa annarra landa svo og fjölbreyttu starfi, þá meðal annars á alþjóðlegum leiklistarhátíðum IATA samtakanna. Að auki hafa önnur samtök áhugaleikhúsa í Evrópu, svo sem CEC (Central European Committee) og CIFTA (Conseil International des Fédérations de Théâtre Amateur de Culture Latine) fengið boð um að vera með gestasýningar á NEATA og er gaman að nefna að á hátíðinni sem haldin var á Akureyri árið 2010 voru sýningar frá báðum samböndunum, rúmenska stúdentaleikhúsið frá Ludic fyrir hönd CEC og Leikhópurinn L´asse du Coin frá Frakklandi sem gestur frá CIFTA. NEATA hátíðirnar hafa verið bæði hvatning og innblástur auk þess sem vinabönd og tengingar myndast. Því einstakt tækifæri fyrir áhugafólk um leikhús að láta slíkar hátíðir ekki framhjá sér fara. /SP Norður-evrópsk áhugaleiklistarsamtök: NEATA samtökin standa fyrir leik- listarhátíðum annað hvert ár Saga leiklistar í Húnaþingi vestra spannar allt frá upphafi 20. aldar enda mikið lista- og hæfileikafólk þar á svæðinu. Samkvæmt „Nýja Dagblaðinu“ í marsbyrjun árið 1934 kemur eftirfar- andi fram. „Ungmennafélagið Grettir í Ytri-Torfustafahreppi hefir í vetur æft sjónleikinn Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson, og sýndi hann dagana 17.–21. febrúarmánaðar við ágæta aðsókn og þótti leikurinn takast vel. Leikið var í nýja samkomuhúsi félagsins við Reykjalaug.“ Ungmennafélagið Grettir var annars stofnað árið 1928 og stóð fyrir uppbyggingu félagsheimilisins Ásbyrgis á Laugarbakka sem reist var árið 1933. Verulegt líf færðist í leik- starfsemina á Hvammstanga árið 1969 með tilkomu félagsheimilisins sem var vígt það ár, en þar er eitt af betri leiksviðum landsins, allavega hvað varðar pláss og hljóðvist. Á árunum 1969 og 1970 settu Ungmennafélagið Kormákur og Kvenfélagið Björk upp leikrit í samstarfi félaganna. Árið 1971 sameinuðust þessi tvö félög og stofnuðu Leikfélagið á Hvammstanga. Í september 2018 sameinuðust svo Leikfélag Hvammstanga og Leikdeild Ungmennafélagsins Grettis í eitt og ganga nú undir sameiginlegu nafni, Leikflokkur Húnaþings vestra. Ári seinna vann uppsetning þeirra á verkinu Hárið mikinn leik- sigur, var valin athyglisverðasta áhugasýning ársins 2019 og í kjöl- farið sýndar tvær sýningar á fjölum Þjóðleikshússins en í umsögn dóm- nefndar kemur fram að mikill metnaður og sterk heild leik- hópsins hafi átt stóran þátt í að fanga athygli áhorfenda. Nú á vetrarmánuðum hefur undir- búningur leiksýningar um Pétur Pan staðið yfir og má búast við afar líf- legri og skemmtilegri sýningu á frumsýningunni þann 11. desember en verða sýningar a.m.k. fjórar tals- ins. Ævintýrið um Pétur Pan fjallar um drenginn sem vildi aldrei verða fullorðinn en býr í Hvergilandi ásamt öðrum drengjum sem heldur vilja ekki vaxa úr grasi. Dag einn týnir hann skugganum sínum á ferðum sinum um Lundúnir og rekst þá á Vöndu sem kemur honum til aðstoðar. Hann býður henni til Hvergilands ásamt bræðrum hennar og ásamt Skellibjöllu vinkonu hans lenda þau í ótal ævintýrum þar sem sjóræningjar, tifandi krókódílar og illmennið Krókur kafteinn koma við sögu. Leikarar í sýningunni eru 19, þar af 10 krakkar, og gaman er að sjá áhugann hjá þeim aukast með hverju ári að sögn formannsins, Arnars Hrólfssonar. Að sýningunni koma auk þess um 13 manns (miðað við síðustu talningu) en í raun teljast allir í sveitarfélaginu vera í leikflokknum, enda allir tilbúnir til að aðstoða ef þörf er á þeirra hæfileikum eða þekk- ingu. Fyrirtæki á svæðinu eru að sama skapi opin fyrir því að aðstoða, hvort sem er að hliðra til vinnutíma vegna æfinga, hjálpa til með efni í leikmynd eða koma með mat á langar æfingar. Áætlað er að áhorfendur fái að njóta upplifunarinnar um ævin- týri Péturs Pan í Félagsheimili Hvammstanga dagana 11.-14. des- ember næstkomandi. Sýningartímar eru klukkan 19 og er miðasala við innganginn. (Til gamans má nefna að Leikflokkur Húnaþings vestra er byrj- aður að undirbúa páskasöngleikinn sem stendur til að sýna á því herrans ári 2022. Leikfélagið fékk Ármann Guðmundsson til að skrifa fyrir sig handrit að söngleik með lögum eftir Gunnar Þórðarson. Mikil eftirvænting er fyrir því verkefni og undirbúningur kominn á gott ról!) /SP Ævintýrið um Pétur Pan: Leikflokkur Húnaþings vestra Vala Eiríksdóttir í hlutverki Freydísar og Hallur Örn Guðjónsson eða Tyrkir, þá að aftanverðu má sjá þrælana Haka og Gunnar í höndum Hjálmars Arin- bjarnarsonar og Daníels Freys Jóns- sonar ásamt veiðimanninum Stefáni Guðlaugssyni. Leiksýningin Vínland eftir Helga Þórsson frá Freyvangsleikhúsinu var önnur tveggja í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar. Hér sjást Stefán Guðlaugsson og Ingólfur Þórsson í hlutverkum sínum sem Þórhallur veiðimaður og Eiríkur rauði ... í latexbuxunum margfrægu. Sýningin Umbúðalaust var unnin í samvinnu leikstjórans Vigdísar Jakobsdóttur og Leikfélags Kópavogs, en þar mátti finna óræðar persónur á óljósum stað sem knúnar voru til að taka málin í sínar hendur þegar óvænt atvik ber að garði! Sýningin hlaut mikið lof og var ein þriggja sem valin var á hátíð NEATA er haldin var á Akureyri árið 2010. Birtingur, einnig í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðarsonar, frá Leikfélagi Selfoss var í hópi þeirra þriggja sem fóru á leiklistarhátíðina á Akureyri í ágúst 2010. Þessi viðamikla sýning fór því í ferðalag landshorna á milli og þótti með eindæmum skemmtileg. Hér má sjá Brynjólf Ingvarsson í hlutverki Birtings og greifann litríka af Vestfalíu eða Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Þarna flytja leikendur lokalagið í Hárinu sem valin var besta áhugamannasýningin árið 2019. Fremst stendur Aldís Olga Jóhannesdóttir, boðberi ljóss og friðar. Á myndinni má sjá þau Gerði Rósu Sigurðardóttur (Pétur Pan) og Hörð Gylfason (Krók) að berjast um hvor eigi betur heima í Bændablaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.