Bændablaðið - 02.12.2021, Side 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021
LANDBÚNAÐARANNSÓKNIR
Þverfaglegt stórverkefni um sjálfbæra áburðarvinnslu:
Kúamykja kemur best út í samanburði
við annan lífrænan áburð
– Fyrstu niðurstöður benda til þess að forvinna þurfi seyru og fiskeldisúrgang til að næringarefni verði plöntum aðgengilegar
Kúamykja skilar mestri uppskeru
samanborið við annan lífrænan
áburð samkvæmt fyrstu
niðurstöðum úr stóru þverfaglegu
verkefni sem ætlað er að þróa
leiðir við nýtingu innlendra
auðlinda til að framleiða áburð
fyrir landbúnað og landgræðslu.
Það er risavaxið verk að ætla
að finna lausnir á áburðarvanda
íslenskrar jarðræktar. Löngun og
þörf bænda til að draga úr notkun
tilbúins innflutts áburðar er tví-
mælalaust til staðar. Engu að síður
er notkun á honum enn sem komið
er óumflýjanlegur hluti hefðbund-
ins landbúnaðar og matvælafram-
leiðslu í dag.
„Framleiðsla á tilbúnum áburði
er ekki sjálfbær. Nitur er framleitt
með jarðefnaeldsneyti. Fosfór og
kalí er unnið úr námum sem munu
á endanum tæmast. Í búskap hér á
landi, sem og annars staðar, er líf-
rænn áburður nýttur í ræktun. Þörf
er á meira magni næringarefna í
jarðveginn til þess að tryggja sjálf-
bæra landnýtingu. Áburðarefnin
fara nefnilega alltaf burt frá búinu
í formi afurða. Þess vegna þarf að
endurnýja þessi áburðarefni í rækt-
uninni,“ segir Friederike Danneil,
verkefnastjóri á sviði fóðurjurta
hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
(LbhÍ). Hún stýrir verkþáttum
Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ í verk-
efninu Sjálfbær áburðarvinnsla.
Verkefnið er þverfaglegt með
aðkomu stofnana og fyrirtækja á sviði
landbúnaðar, líf- og efnafræði, verk-
fræði og matvælafræða. Matís leiðir
verkefnið en það er gert í samstarfi
við nýsköpunarfyrirtækið Atmonia,
Nýsköpunarmiðstöð Íslands,
Landgræðsluna og Landsvirkjun
auk Landbúnaðarháskólans.
Verkefninu er ætlað að leita
bestu leiða til að nýta íslenskar
auðlindir, aukaafurðir frá ýmsum
iðnaði og þróa framleiðsluferla til
að framleiða sjálfbæran áburð fyrir
íslenskan landbúnað og landgræðslu.
Verkefnið er til tveggja ára og hlaut
150 milljóna króna fjármögnun frá
nýjum samkeppnissjóði stjórnvalda,
Markáætlun um samfélagslegar
áskoranir.
„Aðalmarkmið verkefnis er að
finna þessi verðmætu næringarefni í
mismunandi tegundum landbúnaðar-
og iðnaðarúrgangsefna og gera þau
eins aðgengileg plöntum og þau
eru í tilbúnum áburði. Við hugum
að meðhöndlun og notkun lífræna
áburðarins og samhliða prófunum á
vörum sprotafyrirtækisins Atmonia
vonumst við til að finna viðeigandi,
verðmætar áburðarlausnir fyrir
íslenska bændur,“ segir Friederike.
Innlendur áburður styrkir
sjálfbæran búskap
Næringarefnaástand túna ákvarða
heilbrigði þess, vöxt og uppskeru.
Tún þurfa óhjákvæmilega áburðar-
efni til að viðhalda næringarefnum
og sum þessara efna eru hvarfgjörn,
s.s. fosfór og nitur.
Í ljósi hækkandi framleiðslu-
kostnaðar á tilbúnum áburði erlend-
is hafa margir framleiðendur hætt
starfsemi. Framboð áburðar hefur
því minnkað og verð hækkað úr öllu
valdi. Í stað þess að treysta algjör-
lega á innfluttan áburð er verkefninu
því ætlað að finna leiðir til að nýta
næringarefni sem nú þegar eru til
staðar í íslensku vistkerfi.
„Bændur endurnýta nú
þegar lífræn hráefni með því
að dreifa mykju og taði á túnin.
En við viljum finna fleiri leiðir
til að vinna næringarefnin inn
í hringrásarhagkerfið. Það að
nota staðbundin efni og þróa
úr þeim áburð hefur marga
grundvallarkosti. Framleiðsla á
slíkum áburði gæti skapað störf hér
á landi, notkun á innlendum áburði
í stað innflutts dregur úr losun
gróðurhúsalofttegunda og byggir
undir sjálfbæran búskap,“ segir
Friederike.
Lífrænn áburður
gæti þurft lengri tíma
Hlutverk LbhÍ í verkefninu er að
blanda áburð til vettvangsrannsókna,
framkvæmd í felti og mæla áhrif
áburðarefna á jarðveg og uppskeru.
Þau lífrænu hráefni sem unnið
var með voru kjötmjöl, molta, kúa-
mykja, úrgangur úr fiskeldi, manna-
seyra og hænsnaskítur. Öll áburðar-
sýni voru efnagreind og sýndu þau
Friederike Danneil, verkefnastjóri á sviði fóðurjurta hjá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), stýrir verkþáttum Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ í verkefninu
Sjálfbær áburðarvinnsla. Hún er hér í felti rannsóknarinnar við uppskeru áburðartilraunarinnar. Myndir/ LbHÍ
Hér má sjá myndrænt fyrstu niðurstöður úr verkefninu. Hér sjást áhrif áburðar á heildaruppskeru, sem er tonn
þurrefnis á hektara. Efsta línan er viðmið, reitir sem fengu engan áburð. Þeir reitir gáfu að meðaltali 3-4,5 tonn á
ha. Fyrir neðan má svo sjá uppskeru reita sem fengu mismunandi áburð. Eins og sjá má varð uppskeran mest á
reitum sem voru meðhöndluð með kúamykju (4,5 - 5,5 tonn/ha). Uppskeran varð svo minni og varð minnst uppskera
af reitum sem fengu á sig úrgang úr fiskeldi.
Guðrún Hulda Pálsdóttir
gudrunhulda@bondi.is
Hlutverk LbhÍ í verkefninu var m.a. að sjá um blöndun áburðarins. Starfsmenn slógu tilraunareiti tvisvar í sumar, mældu uppskeru og tóku sýni.