Bændablaðið - 02.12.2021, Side 34

Bændablaðið - 02.12.2021, Side 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Jólastjörnur eru fyrir löngu orðinn hluti af jólaskreytingum á heimilum Íslendinga yfir skammdegið. Fátt minnir meira á að eftir hátíðarnar fer sólin að hækka á lofti og að halla fari að vori en falleg blóm. Þegar jólastjarna er keypt skal gæta þess að henni sé pakkað inn og muna að jólastjörnur þola illa kulda og alls ekki að standa lengi í köldum bíl og ráðlegt að stoppa ekki til að versla jólagjafir eða í matinn á leiðinni heim. Jólastjörnur þrífast best við 12 til 21 °C og endast best við lægri mörkin. Best er að vökva þær lítið í einu en oft og með volgu vatni. Moldin má aldrei þorna alveg en það má heldur ekki standa í vatni pottinum. Best er að láta pottinn standa í djúpri pottahlíf sem fyllt er í botninn með vikri. Þannig stendur jólastjarnan ekki í vatni en nýtur góðs af uppgufun og loftraki leikur um hana. Jólastjörnur þurfa góða birtu og þrífast best í björtu herbergi eða í austur- eða vesturglugga. Ólíkt því sem ýmsir telja eru það ekki blóm sem gefa jólastjörnunni sinn fallega lit heldur svokölluð háblöð. Jólastjörnur eiga rætur sínar að rekja til Mexíkó. Nánar tiltekið til héraðsins Taxco þar sem hún vex sem þéttur runni eða lítið tré og getur náð þriggja til fjögurra metra hæð. Löngu fyrir komu Evrópumanna til Vesturheims ræktuðu innfæddir þar jólastjörnur vegna litadýrðarinnar og var litið á þær sem tákn um hreinleika. Jólastjörnur hafa verið í ræktun á Íslandi frá því skömmu fyrir 1960. Í dag eru þær ræktaðar og seldar í miklu magni fyrir jólin enda sannkölluð jólablóm. Í dag er hægt að fá rauðar, fölrauðar og hvítar jólastjörnur. Þjóðverjinn Albert Ecke, sem settist að í Hollywood árið 1902, var gríðarlega heillaður af jólastjörnunni og hóf ræktun hennar í stórum stíl og seldi greinar á aðventunni. Árið 1920 tókst syni hans að framrækta dvergafbrigði af jólastjörnu þannig að hægt var að rækta hana í potti. Hann lagði mikla alúð í að kynna hana og tengja rauða litinn jólunum. Það má því segja að Ecke yngri sé faðir jólastjörnunnar eins og við þekkjum hana í dag. /VH LÍF&STARF Jólastjörnur Jólastjörnur hafa verið í ræktun á Íslandi frá því skömmu fyrir 1960. Í dag eru þær ræktaðar og seldar í miklu magni fyrir jólin enda sannkölluð jólablóm. jólablóm Riddarastjarna, eða amaryll- is, eins og þessi glæsilega lauk- planta er oft nefnd, er upp- runnin í Suður-Ameríku en hefur dreifst þaðan sem potta- planta vegna þess hversu harð- ger og auðveld hún er í ræktun, auk þess að vera blómviljug. Blómin eru í mörgum litum, rauð, hvít og bleik auk þess sem þau geta verið marglit. Áður en laukurinn er settur í mold er gott að láta neðri hluta hans standa í volgu vatni í nokkra klukkutíma þar sem slíkt hraðar rótarmyndun. Amaryllis-laukar þrífast best í næringarríkum og vel framræstum moldarjarðvegi við 15 til 20 °C. Þegar lauknum er komið fyrir í potti skal láta helming til einn þriðja af honum standa upp úr moldinni en þrýsta henni þéttingsfast að neðri hlutanum án þess þó að skemma ræturnar séu þær farnar að myndast. Moldin í pottunum skal alltaf vera rök yfir vaxtartímann en laukurinn þolir nokkurn þurrk á meðan hann er í hvíld. /VH Amaryllis-laukar þrífast best í næringarríkum og vel framræstum moldarjarðvegi við 15 til 20 °C. Víðáttumiklar framræslur í Þykkvabæ á Suðurland. Mynd Kortavefsjá LbhÍ. Landbúnaðarháskóli Íslands: Nýr skurðauppdráttur Innan Landbúnaðarháskóla íslands (LbhÍ) hefur verið unnið að nýju korti yfir framræsluskurði á landinu. Eldri uppdráttur er til frá árinu 2009. Ástæða kortlagningarinnar er þörf fyrir mat á umfangi framræstra svæða í skilum til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Framræst land er sú landgerð sem losar langmest af gróðurhúsaloft- tegundum og því er afar mikilvægt að hafa góðar upplýsingar um flat- armál framræstra svæða. Skurðakortin ásamt ýmsum öðrum landfræðilegum gögnum hafa verið nýtt til að áætla hversu stórt framræsta landið er. Tímabært var orðið að uppfæra eldra skurðakort. Bæði hafa loft- og gervihnattamyndir orðið mun betri svo auðveldara er að greina skurðina á myndunum og eins hefur skurðakerfið breyst á þessum tíma. Hægt er að skoða kortið á vefsjá skólans lbhi.is Kortavefsjá og hlaða því niður af vef Landmælinga Íslands, Skurðakort. /VH Samband íslenskra sveitarfélaga: Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Samband íslenskra sveitarfélaga fram- kvæmdi nýlega könnun á ýmsum þáttum tengdum tveim- ur af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar heimsmarkmið 12, er fjallar um neyslu og úrgang og hins vegar markmið 13 um lofts- lagsmál. Heilt yfir má lesa út úr niður- stöðum könnunarinnar að sveitar- stjórnir vilja gera vel í úrgangs- og loftslagsmálum og hafa gert það. Þar er þó ekki öll sagan sögð því í ljós kom að víða skortir á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Ályktanir út frá niðurstöðum Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að svo virðist hins vegar að í sumum tilfellum vanti meiri yfirsýn, stuðning og fræðslu um þá ábyrgð sem á sveitarfélögum hvílir og þekkingu um þær bjargir sem til staðar eru til að ná markmiðum og uppfylla lagakröfur. Athygli vekur hversu víða virð- ist vanta yfirsýn yfir stöðu áætlana- gerðar, gerð svæðisáætlana fyrir meðhöndlun úrgangs og brunavarn- aráætlana. Báðar þessar áætlanir er skylt að vinna samkvæmt lögum og eiga þær að liggja til grundvall- ar í allri vinnu í málaflokkunum. Miklar brotalamir eru á að þessar áætlanir séu gerðar og uppfærðar og leiðir könnunin í ljós ákveðið ofmat meðal svarenda varðandi það að þessar áætlanir séu til og í gildi. Framkvæmd Könnunin stóð yfir frá 22. sept- ember til 21. október síðastliðinn og var send til allra sveitarfélaga, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og tengiliða Samstarfsvettvangs sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmiðin. Óskað var eftir einu svari við könnuninni frá hverju sveitarfélagi og þá helst frá þeim fulltrúa sveitarfélagsins sem þekkir best til viðkomandi málaflokka. Alls svöruðu 48 sveitarfélög og var svarhlutfallið því um 70%. /VH Athygli vekur hversu víða virðist vanta yfirsýn yfir stöðu áætlana- gerðar, gerð svæðisáætlana fyrir meðhöndlun úrgangs. HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook Smáauglýsingar 56-30-300 Blaðinu er dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og ögbýli á Íslandi

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.