Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 LÍF&STARF AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Efst á baugi hjá kúabændum Umhverfismál, afurðaverð og búgreinaþing voru þau mál sem brunnu helst á bændum á haustfundum kúabændadeild­ ar BÍ sem haldnir voru í liðinni viku. Fundirnir voru 4 talsins og mættu rúmlega 100 bændur til að hlýða á og taka þátt í umræð­ um. Enn þurfum við að notast við fjarfundarbúnað og þó það sé farið að venjast vel þá kemur slíkt fundarhald aldrei í stað þess að hittast í persónu, en fundirnir gengu vel og mátti greina keimlík­ ar áherslur bænda um allt land. Framleiðsla og sala Líkt og venja er var farið yfir fram- leiðslu og sölu mjólkur og nauta- kjöts. Innvigtun mjólkur undan- farna 12 mánuði stendur í 148,5 milljónum lítra og framleiðsluspá gerir ráð fyrir að árið 2021 endi í 149,1 milljón lítra, sem yrði sam- dráttur um 1,4% frá árinu 2020. Greiðslumark hefur haldist óbreytt í 145 milljónum lítra nú í nokkur ár og var rætt um möguleika til að stækka kökuna. Úr ferðaþjón- ustugeiranum hefur heyrst að það muni taka nokkur ár að ná upp þeim ferðamannafjölda sem við vorum að sjá þegar mest var og því byggist stækkun markaðarins um þessar mundir fyrst og fremst á fjölgun Íslendinga. Vonandi förum við að sjá fjölgun ferðamanna með tilheyrandi aukningu á neyslu innan skamms. Þann 1. desember mun svo lág- marksverð til bænda hækka um 3,38%, úr 101,53 kr./ltr. í 104,96 kr./ltr. og er verðhækkunin til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun 1. apríl 2021. Framleiðsla á nautakjöti hefur aukist um 5% sl. 12 mánuði og er nú um 4.875 tonn. Þrátt fyrir að sala hafi einnig aukist um 5% og að bændur séu að skila inn betri og þyngri gripum, hefur afurða- verð til bænda lækkað og töluverð umræða var um að bændur væru fyrir nokkru komnir að þolmörk- um hvað það varðar. Líkt og nýleg skýrsla RML um rekstrarafkomu nautakjötsframleiðenda sýndi þá var afurðaverð komið undir fram- leiðslukostnað árið 2019 og hefur lækkað síðan þá. Það er því ljóst að þar þarf að bregðast hratt við ef halda á í framleiðsluvilja bænda til lengri tíma. Hækkun aðfanga Það hefur ekki farið fram hjá bændum frekar en öðrum að veru- legt hökt hefur komið í aðfanga- keðju heimsins vegna heimsfar- aldurs. Þetta hefur áhrif á verð og framboð á mikilvægum aðföngum til innlendrar matvælaframleiðslu s.s. olíu, kjarnfóðri og áburði. Við höfum séð Noreg bregðast við vand- anum með því að auka stuðning við landbúnað og sænsku bændasam- tökin benda á að við stöndum með annan fótinn í miðri loftslagskreppu á meðan við erum á leið í alþjóðlega matvælakreppu. Stjórnvöld þar í landi verði því að auka stuðning við bændur til þess að gera þeim kleift að framleiða áfram úrvals matvæli fyrir landa sína án þess að of mikill kostnaður falli á neytendur. Áherslur okkar hljóta að vera þær sömu. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja bændum viðunandi starfsskilyrði og afkomu án þess að verð til neytenda fari upp úr öllu valdi. Liðsmenn BÍ hafa fylgst vel með málum og leggja áherslu á að eiga náið samband við stjórnvöld í þessum málum sem öðrum. Loftslagsaðgerðir í hendur bænda Umhverfismál af ýmsum toga voru bændum einnig ofarlega í huga. Fyrir liggur að bæta á í fjármagn til lofts- lagstengdra aðgerða í landbúnaði á næstu árum og var samhljómur um að því væri best varið í beinar að- gerðir á búum, t.a.m. í gegnum ver- kefnin Loftslagsvænan landbúnað og Kolefnisbrúna. Það var áhugavert að heyra frá bændum sem nú þegar eru þátttakendur í Loftslagsvænum land- búnaði og deildu reynslu sinni, sem er jákvæð og áhrifamikil og hvöttu þeir aðra bændur til að sækja um í verkefnið í framtíðinni. Árið 2020 var gefin út aðgerðaá- ætlun um loftslagsmál í nautgriparækt þar sem lagt var upp með 7 verk- efni sem lagt var til að ráðist yrði í nú þegar og þeim lokið fyrir árslok 2022. Nú þegar eru 5 af þeim 7 aðgerðum lokið eða komnar vel á veg. Þar á meðal eru kaup á búnaði til að styðja við rann- sóknir á metanlosun íslenskra nautgripa, en hann ætti að koma til landsins í marsmánuði nk. og verður staðsettur í kennslufjósinu á Hvanneyri. Þá er RML að vinna stöðumat varðandi geymslugetu og gerð hauggeymslna, en það er mikilvægt fyrir okkur að vita hver staðan er þar, enda leynast þar líklega mikil tækifæri til að gera betur. Bændur ósáttir með sjálfbærnireglugerð Drög að sjálfbærnireglugerð, sem kynnt voru á samráðsgátt stjórn- valda fyrr í haust, voru áberandi í umræðum og ljóst að bændur eru áhyggjufullir yfir þeirri stefnu sem þar birtist. Miðað við drögin yrðu nýtingarmöguleikar margra jarða skertir til muna og framleiðslukostn- aður búvara gæti hækkað nokkuð. Nú hafa fjölmargar umsóknir borist frá bændum til viðbótar við umsögn Bændasamtaka Íslands og fleiri og næstu skref eru þau að ráðuneytið tekur reglugerðina aftur til skoðunar með hliðsjón af þeim umsögnum. BÍ mun funda með nýjum ráðherrum þegar þeir eru komnir í sín ráðuneyti og er reglugerðin hluti af áherslu- atriðum okkar þegar kemur að því samtali. Erfðamengisúrval Fyrirhugað er að hefja DNA- sýnatöku úr öllum kvígum um næstu áramót og verður sýnatakan í höndum bænda sjálfra. RML er að útbúa leið- beiningarmyndband fyrir bændur og verða kassar undir sýnatökuglösin send á alla mjólkurframleiðendur á næstu vikum. Við minnum bændur á að hinkra með að panta kálfamerki eða halda pöntunum í lágmarki þar sem ný merki munu koma innan skamms, en sýnatakan mun fara fram um leið og merkið er sett í kálfinn sem kallar á aðra gerð merkja. Fyrst um sinn er það ekki skylda að taka þátt í verkefninu en við hvetjum bændur til þess, enda verður sam- eiginlegur ávinningur okkar meiri eftir því sem þátttakan er meiri. Búgreinaþing Búgreinaþing er helsta samkoma kúa- bænda og kemur í stað aðalfunda LK. Þar verða mál sem snúa að greininni lögð fram og afgreidd, kosið í stjórn og búnaðarþingsfulltrúa greinarinnar. Stefnt er á að búgreinaþingið verði haldið í byrjun mars og mun fjöldi fulltrúa vera svipaður og hefur verið á aðalfundum LK, eða um 30 manns. Tryggja skal landfræðilega dreifingu fulltrúa og munu kjördeildir miðast að miklu leyti við félagssvæði gömlu aðildarfélaga LK. Fyrirkomulagið er í vinnslu hjá stjórn deildarinnar og verður kynnt nánar þegar nær dregur. Skráning kúabænda í BÍ hefur gengið með ágætum en við hvetjum ykkur sem eigið eftir að skrá veltuna að gera það hið fyrsta inni á Bændatorgi, þar sem fulltrúafjöldi kúabænda inn á Búnaðarþing mun taka mið af fjölda félagsmanna. Með félagskveðju, Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður kúabænda Innvigtun á mjólk og sala Mjólk Milljón lítrar Innvigtun sl. 12 mánuði (nóv-okt) 148,5 Sala á fitugrunni 143,7 Sala á próteingrunni 122,6 Framleiðsluspá 2021 149,1 Nautakjötsframleiðsla og sala Nautakjöt Tonn Framleiðsla sl. 12 mánuði 4.875 Sala 4.859 Innflutningur (leiðr. f. beini) 1.292 Herdís Magna Gunnarsdóttir. Skógræktin og Yggdrasill Carbon í samstarf Skógræktin og nýsköpunar­ fyrirtækið Yggdrasill Carbon ehf. (YGG) hafa skrifað undir viljayfir­ lýsingu um fyrirhugaða samvinnu varðandi skógræktarverkefni til kolefnisbindingar. Skóg­ rækt­ arstjóri segir mikla þörf fyrir þekkingarfyrirtæki á þessu sviði á Íslandi. Yggdrasill Carbon ehf. (YGG) hefur á síðustu árum unnið að ver- kefnum á sviði kolefnisbind-ingar með áherslu á raunverulega kolefn- isbindingu sem er mælanleg og í samræmi við viðurkennda staðla. Félagið er með þrenns konar til- raunaverkefni í gangi á sviði skóg- ræktar sem styðjast við mismun- andi staðla sem að mati félagsins hafa þegar eða eru líklegir til að öðlast viðurkenningu hérlendis og á alþjóðavísu. Er félagið þannig að vinna að kolefnisbindingu í gegnum Skógarkolefnisstaðal Skógræktarinnar, en á einnig í samstarfi við alþjóðlegu staðlana VERRA og Gold Standard. Auk áherslu á samstarf um Skógarkolefni og aðra staðla á sviði nýskógræktar stefna Skógræktin og YGG á að leita leiða til að nýta megi með ábyrgum hætti kolefni sem myndast í eldri skógum ef og þegar möguleikar skapast til þess. Þá stefna aðilar á samstarf á sviði fræðslu og ráð- gjafar svo unnt sé að nýta þann mikla áhuga sem er til staðar á vottuðum kolefnisbindingarverk- efnum til góða fyrir íslenska hags- muni. Framkvæmdastjóri YGG er Björgvin Stefán Pétursson, en hjá félaginu starfa auk hans reynslu- miklir sérfræðingar á sviði skóg- ræktar, umhverfisfræða og land- notkunar. Skógræktin er öflug þekkingar- stofnun á sviði skógræktar og kolefnisbindingar sem fer með eft- irlit og framkvæmd laga um skóga og skógrækt á Íslandi og hefur m.a. það verkefni að leiðbeina um vernd, endurheimt, ræktun, meðferð og sjálfbæra nýtingu skóga, vinna að og hvetja til þátttöku í skógrækt, afla og miðla upplýsingum um skóga og skógrækt og hafa yfirsýn og eftirlit með áætlunum og fram- kvæmdum í skógrækt. Skógræktin hafði frumkvæði að gerð íslenska vottunarstaðalsins Skógarkolefnis fyrir nokkrum árum og hefur unnið að þróun hans. Þröstur Eysteinsson skógræktar- stjóri segir gleðiefni að skrifa undir þessa viljayfirlýsingu og formfesta þannig samstarf Skógræktarinnar við YGG. „Við höfum átt í miklum samskiptum við YGG síðustu árin, fyrst eigendur og nú síðustu misseri starfsfólkið, og sjáum að félagið er að leggja áherslu á langtímahugsun og vönduð vinnubrögð. Það er mikil þörf fyrir þekkingarfyrirtæki á þessu sviði á Íslandi og tækifærin eru spennandi,“ segir Þröstur. Undir þetta tekur Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri YGG. Mikil ánægja sé með þróun þess góða samstarfs sem fyrirtækið hefur átt við Skógræktina og það öfluga fólk sem vinnur hjá stofnuninni um land allt. „YGG ætlar sér að vera leiðandi fyrirtæki þegar kemur að kolefnisbindingarverkefnum, hvort sem það er á sviði landnýtingar, tækniframfara eða með öðrum hætti,“ segir Björgvin. „Skógrækt skipar þar mjög stóran sess, enda tækifæri á því sviði mikil á Íslandi og hliðaráhrif slíkrar starfsemi almennt mjög jákvæð.“ Við undirritun viljayfirlýsingarinnar. Standandi frá vinstri: Hilmar Gunnlaugsson lögmaður, stjórnarformaður YGG, og Ingibjörg Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur, verkefnisstjóri hjá YGG. Sitjandi: Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri YGG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.