Bændablaðið - 02.12.2021, Qupperneq 46

Bændablaðið - 02.12.2021, Qupperneq 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Undirritaður hefur nýlokið meistaranámi í búvísindum við Háskólann í Árósum í Danmörku en lokaverkefnið fjallaði um próteinfóðrun mjólkurkúa í byrjun mjaltaskeiðsins. Með aukinni áherslu á umhverfismál hefur krafan um bætta nýtingu á aðföngum og minnkun losunar umhverfismengandi efna út í umhverfið aukist. Umframfóðrun á próteini leiðir af sér aukna losun á köfnunarefni út í umhverfið og því mikilvægt að próteinfóðra í hæfilegu magni. Köfnunarefni í náttúrunni getur við ákveðnar aðstæður breyst í hláturgas sem er öflug gróðurhúsalofttegund. Við burð hefst mjólkurfram- leiðsla hjá kúm sem eykur gífurlega orku- og próteinþarfir þeirra. Kýrnar ná ekki að innbyrða nægt fóður til að uppfylla næringarþarfirnar og þurfa að reiða sig á fitu- og vöðvaforða eigin líkama til að viðhalda mjólkur- framleiðslunni. Þetta ástand reynir á kýrnar og er kallað neikvætt orku- og próteinjafnvægi. Mikil áhersla hefur verið lögð á að rannsaka neikvæða orkujafnvæg- ið en nýlegar rannsóknir benda til þess að neikvæða próteinjafnvægið hafi jafnvel meiri neikvæð áhrif á kýrnar en neikvæða orkujafnvægið. Skýringin er talin vera sú að kýrnar eigi auðveldara með að ná sér í orku með því að brjóta niður fituvef frekar en prótein úr vöðvavef. Rannsóknir benda til þess að aukin próteinfóðr- un fyrstu vikur mjaltaskeiðsins skili meiri mjólk en auki ekki við efna- skiptasjúkdóma. Í lokaverkefni mínu voru notuð gögn úr tilraun sem var framkvæmd við Háskólann í Reading í Englandi. Tilraunin byggði á þremur tilrauna- hópum með mismunandi prótein- fóðrun en til einföldunar verður í þessari grein einungis rætt um tvo þeirra. Annar hópurinn var við- miðunahópur og fékk hann sama fóðrið alla tilraunina sem innihélt það próteinmagn sem oftast er notað á dönskum búum (17 g AAT/ MJ NEL (amínósýrur frásogaðar í mjógirni á nettóorku fyrir mjólkur- framleiðslu)). Hinn hópurinn hafði þrjá fasa yfir tilraunatímann með mismunandi próteinmagni. Fyrsti fasinn, sem hófst fjórum dögum eftir burð, var í fjórar vikur með háum próteinstyrk (20 g AAT/MJ NEL), síðan sex vikna fasi í sama styrk og viðmiðunarhópurinn (17 g AAT/MJ NEL) og svo loks fimm vikna fasi með próteinið í lágum styrk (15 g AAT/MJ NEL). Niðurstöðurnar voru ekki afger- andi en gefa vísbendingar um jákvæð áhrif af meiri próteingjöf í byrjun mjaltaskeiðsins. Mikil próteinfóðrun skilaði marktækt meiri mjólk samanborið við við- miðunarhópinn í fyrsta fasanum og í öðrum fasanum þegar allar kýrnar fengu sama próteinmagn þá hafði tilraunahópurinn tilhneigingu til að mjólka meira. Í þriðja fasa þar sem tilraunahópurinn fékk fóður með minna prótein en viðmiðuna- hópurinn mjólkuðu þær samt jafn mikið (þær mjólkuðu tölulega meira en munurinn var ekki tölfræðilega marktækur). Það sást enginn munur á hlutfalli verðefna né fitumagni milli hópa en próteinmagn hafði til- hneigingu til að verða hærra í fyrsta fasa hjá tilraunahópnum sem fékk þá próteinríkt fóður en í hinum fös- unum fannst enginn munur á milli meðferða. Það fannst ekki marktæk- ur munur milli hópa á orkuleiðréttri mjólk (OLM) í þessari tilraun og skýringin kannski sú að fjöldi mæl- inga í uppgjöri hafi verið of fáar. Einn galli á framkvæmd tilraunar- innar var sá að það liðu fjórir til fimm dagar frá burði þangað til að kýrnar fengu tilraunafóðrið en margt bendir til þess að kýrnar þurfi að fá þetta aukna prótein strax eftir burð. Það gæti skýrt af hverju við feng- um ekki eins afgerandi niðurstöður og búist var við. Í byrjun mjalta- skeiðsins getur amínósýrusamsetn- ing fóðursins einnig verið mikilvæg. Fóðrið sem tilraunahópurinn fékk var með heldur minna af amínó- sýrunni lýsíni en viðmiðunarhópur- inn. Rannsóknir benda til þess að við niðurbrot á vöðvavef í amínó- sýrur, til að uppfylla próteinþarfir mjólkurkúnna vanti oft lýsín, sé miðað við amínósýrusamsetningu mjólkur. Íslenska fiskimjölið kemur sterkt hér inn sem góður lýsíngjafi. Að fóðra kýr með því að gefa mikið prótein fyrsta mánuðinn eftir burð og trappa síðan niður prótein- styrk fóðursins í þrepum bendir til að nýting próteins verði betri. Hægt sé að komast upp með að gefa minna prótein út mjaltaskeiðið með tilheyrandi minni losun á köfnunar- efni út í umhverfið. Prótein er oft- ast dýrara fóðurefni en orka og ætti þessi aðferð að skila meiri mjólk og ódýrari fóðrun en flóknari umönnun fyrir nýbærur. Þær eru einn við- kvæmasti hópurinn í hjörðinni og því mikilvægt að fylgjast vel með þessum gripum. Allar tilraunir með fasafóðrun á próteini hafa verið framkvæmdar með hópaskiptingu og heilfóðrun. Þetta er erfitt í framkvæmd á Íslandi vegna smæðar búa auk þess sem heilfóðrun er ekki algeng fóðr- unaraðferð á Íslandi. Hins vegar er mjög algengt að kýr fái kjarnfóður í kjarnfóðurbásum eða mjaltaþjón- um og þar er vel hægt að útfæra mismunun á próteinfóðrun með mismunandi kjarnfóðurblöndum. Í nútíma fóðrunarbúnaði er hægt að setja upp sjálfvirkar fóðurtöflur sem opnar góða möguleika á að finna útfærslu fyrir fasafóðrun á próteini. Fasafóðrun kallar á að hafa að lág- marki tvö kjarnfóðursíló, annað undir hápróteinblöndu og hitt undir lágpróteinblöndu. Í miðjuprótein- fasanum má gefa báðar tegundir samtímis til að ná réttu prótein- magni. Mikill fjárhagslegur ávinn- ingur er af því að hafa möguleika á að gefa tvær kjarnfóðurtegundir þar sem hægt er að hafa prótein- ríkari (hátt AAT) og gæðameiri blöndu fyrir nýbærur og hámjólka kýr en ódýra grunnblöndu fyrir kýr komnar lengra fram á mjaltaskeiðið sem í flestum tilvikum er meirihluti hjarðarinnar. Á tímabilinu um og eftir burð eru kýr einstaklega viðkvæmar. Það er mikið álag á þeim að byrja mjólk- urframleiðsluna og jafna sig eftir burðinn. Það þarf því að gera vel við þær á þessum tíma til þess að tryggja að þær fari sem best inn í mjaltaskeiðið, en fóðrun og aðbún- aður er þar lykilatriði. Erlendis er töluvert verið að rannsaka þetta tímabil varðandi próteinþarfirnar til að auka skilninginn á þörfum kúnna á þessu viðkvæma tímabili. Kröfur um betri nýtingu á köfnunarefni vegna umhverfissjónarmiða munu fyrr en síðar einnig aukast töluvert og er því mikilvægt að huga strax að bættri nýtingu á próteini í fóðri. Baldur Örn Samúelsson fóðurfræðingur. Fasafóðrun á próteini í byrjun mjalta- skeiðsins hjá mjólkurkúm LESENDARÝNI Mynd 1. Meðalnyt kúnna í tilrauninni með öryggismörkum. Mynd 2. Meðal próteinframleiðsla kúnna í tilrauninni með öryggismörkum. Baldur Örn Samúelsson. Helstu upplýsingar Heitt vatn frá samveitu. Ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn. Á jörðinni er nú rekið stórt bú með á fjórða hundrað nautgripum til kjötframleiðslu, þar af 40 holdakýr. Norðtunga og Norðtunga II eru taldar vera rúmir 320 hektarar, allt vel nýtanlegt land. Heynytjar eru af um 140 hektörum. Bærinn stendur á norðurbakka Þverár, við Berghyl. Allmikill sveigur er á ánni innan við bæinn. Norður frá bænum er flatlend mýri, kölluð Norðtunguflaga, inn að Norðtunguskógi. Þetta land var ræst fram fyrir allmörgum árum og er nú þurrt. Ræktunarland er mjög gott og túnin samfeld og þægileg í norðvestur frá bænum. Austanvert við Þverá eru sléttur, uppgrónar eyrar sem áður voru nýttar til slægna. Upprekstrarréttur á Þverárhlíðarafrétt. Norðtunga er mikil hlunnindajörð af laxveiðum í Þverá og Litlu Þverá, því landið liggur í tungu á milli ánna og að ármótum þeirra. Varanlegt slitlag verður komið alla leið úr Reykjavík á næsta ári ef allt gengur eftir. Norðtunga er þekktur sögustaður, þar er elsta hengibrú landsins byggð um 1900 og er nú friðuð. Í landi jarðarinnar er Kirkjustrengur, sem er einn af frægustu veiðistöðum landsins. Jarðirnar eru til sölu í fullum rekstri ásamt bústofni, vélakosti og heybirgðum. Til greina kemur að selja Norðtungu II sér, eða báðar jarðirnar saman án bústofns og véla. Norðtunga og Norðtunga II í Borgarfirði Til sölu jörðin Norðtunga og Norðtunga II í Borgarfirði, en þar eru tvö lögbýli auk kirkjustaðar sem talinn er vera frá árinu 1200. Um er að ræða sögufræga hlunnindajörð, vel uppbyggða með góðum húsakosti og umtalsverðum veiðihlunnindum. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson í síma 892 6000 eða magnus@fasteignamidstodin.is Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi s. 550 3000 er með til sölu jörðina Goddastaði í Laxárdal Dalabyggð. Húsakostur m.a. myndarlegt steinsteypt íbúðarhús byggt árið 1976. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr stærð samtals 299,1 fm. Tvær íbúðir eru í húsinu. Á efri hæð er andyri og eldhús, þvottahú baðherbergi og fjögur svefnherbergi og stofa. Á neðri hæð er andyri, tvö svefnherbergi, stofa, eldhús og þvottahús. Einnig eru fjárhús, hlöður og geymslur allt eldri hús. Kalt vatn frá samveitu. Landstærð er talin vera um 320 hektarar. Jörðin er aðili að Veiðifélagi L xár og eru veiðitekjur töluv rðar. Á Goddastöðum var búið með sauðfé. Gæti hentað vel m.a. í skógrækt og eða ferðaþjónustu. Áhugaverð jörð á söguslóðum Laxdælu. Nánari upplýsingar í síma 550 3000 eða á netfangið magnus@fasteignamidstodin.is Goddastaðir í Laxárdal NYTJAR HAFSINS Krókaaflamarkshlutdeild: Samþjöppun veiðiheimilda Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, vakti athygli á áframhaldandi samþjöppun veiðiheimilda í króka aflamarkinu á aðalfundi LS sem haldinn var fyrir skömmu. Að sögn Arnar er ekkert lát á samþjöpp uninni og er nú svo komið að 50 stærstu bátar í krókaaflamark- inu eru með 91% heildarúthlutunar þorskígilda í kerfinu og hefur hlut- deild þeirra hefði vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum. Jafnframt kom fram að 202 bátar hefðu fengið úthlutað meiru en 10 þorskígildum, þannig að 152 bátar skipta með sér 9% hennar. Fjölmargir eigendur krókaafla- marksbáta hefðu kosið að bæta við sig veiðiheimildum, en því miður ekki haft árangur sem erfiði. Nánast útilokað að keppa við stórar útgerðir sem jafnframt hafa vinnslu á bakvið sig. Grunnur ehf. er með mestu krókaaflamarkshlutdeildina 4,66% en hámarkið er 5%. Tíu stærstu eru með 38,6%. /VH HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook Smáauglýsingar 56-30-300 Örn Pálsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.