Bændablaðið - 02.12.2021, Qupperneq 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021
Það eru væntanlega ekki nein tíð-
indi fyrir kúabændur að með því
að bæta júgurheilbrigðið á búum
sínum hefur það bein jákvæð áhrif
á reksturinn.
Það vefst þó fyrir mörgum hvern
ig eigi að ná raunverulegum tökum
á ástandinu, hvernig eigi að standa
að því að bæta júgurheilbrigðið skref
fyrir skref þar til ásættanlegri niður
stöðu er náð. Það eru þó til allgóðar
„þumalputtareglur“ sem hægt er að
fylgja og komast þannig vel af stað
á þessari leið.
Hvenær er ástandið gott?
Kúabændur hafa í áratugi notað
frumutölu sem mælikvarða á júgur
heilbrigði kúnna og þó svo að hægt sé
að nota aðrar mæliaðferðir þá er þetta
ágætis aðferð við að meta heildará
stand búanna. Tankfrumutala, sér
staklega þegar horft er til lengri tíma
t.d. eins árs, gefur ágæta mynd af
stöðu búsins og þumalputtareglan
hér er að ef frumutalan er yfir
120.000 frumur/ml þá má bæta úr
ástandinu með þekktum aðferðum.
Það er þó svo að til þess að ná
frumutölunni niður þarf markvissar
aðgerðir og aðferðir. Mín reynsla
er að því lægri sem maður vill ná
frumutölunni því erfiðara er það.
Þannig hefur flestum bændum reynst
allauðvelt og fljótlegt að ná henni úr
300.000 í 200.000 og flestum reyn
ist ekki mjög erfitt að ná henni úr
200.000 í 150.000 með skilvirkni.
Það hefur svo reynst mörgum allerfitt
að fara úr 150.000 í 120.000, svo
ekki sé talað um lægra en það, en
þeim snarfjölgar þó í þeim hópi sem
eru með stórar hjarðir kúa en frumu
tölu í tank um eða undir 100.000.
130 smitvaldar þekktir
Júgurbólgu valda ótal smitvaldar og
alls hafa verið greindir 130 í heim
inum til þessa en við horfum þó aðal
lega á tiltölulega fáar bakteríur sem
meginorsakavalda tilfellanna sem
kýrnar lenda í. Þetta eru mikið til
sömu tegundir af bakteríum í öllum
helstu framleiðslulöndum mjólkur
og í dag eru til markvissar og þraut
reyndar aðferðir til þess að útrýma
þessum bakteríum úr fjósum. Það er
þó oftast þannig að í hverju fjósi er
ein ákveðin tegund af bakteríu sem
er algengust og mesti skaðvaldurinn.
Fyrst þarf s.s. að komast að því hver
hinn raunverulegi óvinur er og því
þarf að taka sýni úr sýktum kirtlum
og senda í PCR greiningu.
Ekki er nóg að nota einung
is eitt PCR sýni til þess að búa til
„hernaðaráætlun“ búsins, heldur hef
ég miðað við að hafa a.m.k. 5 kýrsýni
til grundvallar auk þess að hafa PCR
tanksýni líka. Ef þetta liggur ekki
fyrir, er ekki hægt að setja út góða
áætlun að mínu mati.
Hvert bú er einstakt
Það er annað sem er mikilvægt
að gera sér grein fyrir en það er að
hvert kúabú er einstakt og því er ekki
hægt að færa leiðbeiningar svo auð
veldlega á milli búa. Þetta er vegna
þess að hver flokkur smitvalda er
einstakur og þarf að gera sérstakar
ráðstafanir til þess að „útrýma“ þess
um smitvaldi. Hér áður fyrr, áður en
hægt var að fá nákvæma greiningu á
bakteríum, voru ráð okkar til bænda
að hlúa að öllum þekktum þáttum á
viðkomandi kúabúi, þ.e. þeim þáttum
sem sneru að því að bæta úr júgur
heilbrigði.
Þetta gátu verið þættir eins og
að meðhöndla frumuháar kýr, halda
nærumhverfi kúnna hreinu, mjólka
kýrnar með ákveðnum hætti og nota
sótthreinsiefni. Í dag, þegar vitað er
hver hinn raunverulegi skaðvaldur
er, getum við aftur á móti sett upp
mun einfaldari og skilvirkari aðgerð
aráætlun sem þá einblínir á þau atriði
sem vitað er að virka í baráttunni
gegn viðkomandi smitvaldi.
Skrifborðsgreining kúabús
Ég hef oft kallað þessar greiningar
„skrifborðsgreiningar“ þ.e. ef til eru
nógu góð gögn þá er hægt að mynda
sér allgóða sýn á stöðu búsins og
hvað þurfi að gera án þess svo mikið
að koma í heimsókn á viðkomandi
kúabú! Auðvitað er alltaf betra að
ráðgjafi mæti á staðinn, fari yfir
vinnubrögðin og skoði aðstæður.
Á FAGLEGUM NÓTUM
Aðventan er sérstakur tími.
Tilhlökkunin til jólanna
endurspeglast á ýmsan hátt í
daglega lífinu. Nýr blær fær-
ist yfir mannlífið, jólaljós eru
hvarvetna og annar taktur yfir
samfélaginu, hraður eða hægur
eftir atvikum. En hvað hefur
það með garðyrkjuna að gera?
Jú, heilmikið.
Fagurlega skreyttir aðventu
kransar, kertaskreytingar og
ýmislegt annað jólaskraut
byggja á kunnáttu og list
fengi blómaskreytingafólks úr
garð yrkjugeiranum. Blóma
verslanirnar fyllast af þeirra
handverki, búðargluggar, kirkjur
og stofnanir nýta sér það aldrei
eins og á aðventu og jólum.
Í s l e n s k
blóm eru not
uð til að gleðja
augað í híbýl
um lands
manna, bæði
af skorin blóm
og pottaplöntur
sem á einn eða
annan hátt vísa
til hátíðarinnar
sem í vændum
er.
Rauðu jóla
túlipanarnir
fara að birtast,
hinar fallegu
hýasintur fylla
húsin ilmi sem
flestir tengja
aðventu og jólum, margvísleg
potta blóm eins og jólastjörnur,
glæsilegur amaryllis, begoníur
og jólakaktusar prýða heimili,
fyrirtæki, veitingahús og stofn
anir. Blómabændur hafa staðið í
ströngu frá því síðsumars við að
rækta þessi blóm, sum jafnvel allt
frá fræi eða litlum græðlingum.
Skógurinn og jólin
Stafafuran ber höfuð og herðar
yfir önnur íslensk jólatré, þau eru
í sífellt auknum mæli höggvin í
nágrenni þéttbýlis og skilja ekki
eftir sig sótspor líkt og innflutt tré
gera, svo ekki sé minnst á plast
jólatrén. Nú heyrir það næstum
sögunni til að hávaxin jólatré
sem notuð eru á torgum eða til
að fegra stærri byggingar séu
flutt hingað frá öðrum löndum. Í
skógum okkar er nægilegt fram
boð af jólatrjám í öllum stærðum.
Margar fjölskyldur gera það
til hátíðarbrigða að sækja sitt
eigið jólatré í skóga þar sem
sú þjónusta er veitt. Sumir nota
sérstök tröpputré eða þá greinar
af sígrænum trjám til að skreyta,
bæði utanhúss og innan. Greni
og furukönglar, viðarplattar,
börkur og birkigreinar eru einnig
dæmi um skógarafurðir sem
íslenskir framleiðendur útvega í
auknum mæli. Skógræktarfélög
og skógarbændur víða um land
stunda þessa iðju og færa þannig
tekjur heim í hérað sem annars
færi í erlenda vöru.
Margvíslegar aðrar skóg
ar afurðir eru notaðar til
skreyt inga um hátíðirnar.
Garðplöntuframleiðendur koma
að þessari ræktun með kunnáttu
sinni við framleiðslu ungu
plantnanna sem eru gróðursettar
í upphafi. Svo skulum við ekki
gleyma því að hangikjötið er
oft reykt við eld frá íslenskum
skógartrjám.
Skrúðgarðyrkjan og jólin
Skrúðgarðyrkjumenn bjóða
þjónustu sína við að fegra garða
og torg. Sumir þeirra hafa sér
kunnáttu í garðaskreytingum og
eiga sinn hlut í að setja upp hinar
flóknustu ljósaseríur í runnum,
trjám og um víðan völl. Sum
þessara ljósa munu vonandi lýsa
okkur veginn fram eftir vetri.
Jólamaturinn
Grænmetisbændur hafa líka
margt fram að færa sem tengist
hátíðunum. Ylræktarbændur
bjóða fram sitt besta græn
meti úr gróðurhúsum, tómata í
ýmsum gerðum, gúrkur, sveppi,
papriku, fjölbreytt úrval laufsal
ats auk kryddjurta sem auka á
hátíðleik matargerðarinnar og
margt annað má finna hjá þeim.
Útiræktað grænmeti eins og rauð
kál, rauðrófur, hvítkál, kínakál,
gulrófur og kartöflur eru í boði
frá íslenskum matjurtaframleið
endum. Þeir heppnu ná jafnvel í
íslensk jarðarber um jólin.
Áhugasamir garðeigendur
geta líka lagt fram eigin fram
leiðslu úr heimilisgarðinum á
veisluborð jólanna. Þar má nefna
heimafengnar gulrætur og aðra
rótarávexti, grænkál, kryddjurtir
og hver vill ekki bjóða íslenskar
kartöflur úr eigin garði með
hangikjötinu?
Ingólfur Guðnason.
Garðyrkjan og jólin
Fallegir kransar tilheyra íslensku jólahandverki.
GARÐYRKJUSKÓLINN Á REYKJUM
Snorri Sigurðsson
snorri.sigurdsson@outlook.com
Með tilkomu PCR greiningartækni hefur skilvirknin við greiningar á sýkingarvöldum aukist verulega. Mynd / Lactnet
Júgurheilbrigðisáætlun ætti
að vera til á hverju kúabúi
Það er komin afar góð reynsla með júgurheilbrigðisáætlanir í nágrannalöndum okkar og mögulega líka á Íslandi. Best
er að gera skriflega áætlun fyrir búið, skrifa niður hvaða smitvaldar eru „óvinurinn“ og vinna svo markvisst að því
að uppræta hann. Fylgja því svo eftir með reglulegu eftirliti og a.m.k. mánaðarlegum PCR prófum á tankmjólkinni.
Stafafura er eitt vinsælasta íslenska jólatréð.