Bændablaðið - 02.12.2021, Síða 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021
Tilfellið er að ótrúlega nákvæma
greiningu má gera á heilsufarsstöðu
kúabús út frá því einu að rýna í PCR
niðurstöður frá viðkomandi kúabúi
og út frá slíkri greiningu má svo setja
upp drög að júgurheilbrigðisáætlun
sem tekur á þeim þáttum sem vitað
er að hafa áhrif á megin smitvaldinn
Þannig má t.d. geta sér nokkuð
vel til um ástand fjósanna og má
nefna sem dæmi að ef megin orsaka-
valdurinn er Uberis, þá eru miklar
líkur á því að fara þurfi yfir það
hvernig viðkomandi bóndi vinnur í
fjósinu, en ef megin smitvaldurinn
er t.d. Aureus myndi ég ekki nota
mikinn tíma í að ræða vinnubrögðin
í fjósinu en þess í stað horfa meira
á mjaltirnar.
Sé E. coli megin vandamálið (sem
ætti ekki að vera algengt) þarf að fara
yfir almennt heilsufar kúnna og fóðr-
un en sé Dysgalactiae vandamálið
þarf að skoða vel hvernig húðhirðu
er háttað svo nokkur dæmi séu tekin.
Smitefnið
Þegar framangreind gögn liggja fyrir
og gerð hefur verið almennileg úttekt
á aðstöðu og vinnubrögðum á kúa-
búinu er svo tiltölulega einfalt mál
að setja upp júgurheilbrigðisáætlun
búsins. Slík áætlun leggur línurnar
varðandi helstu forvarnir til þess að
draga úr líkum á því að algengustu
smitvaldar viðkomandi bús nái að
hafa veruleg áhrif, í raun má líta á
þetta eins og inngrip í lífshringrás
smitvaldanna.
Allir hafa þeir ákveðin einkenni
og þurfa ákveðið umhverfi til þess
að lifa af og áætlunin snýst um að
rjúfa þessa hringrás og koma þannig
í veg fyrir útbreiðslu smitefnanna.
Algengustu atriðin í lífshringrás
smitefnanna, sem reynt er að grípa
inn í, eru næringarskilyrðin, hita-
stigið, rakastigið og sýrustigið. Með
því að fjarlægja einn þessara þátta úr
hringrás smitefnanna lifa þau ekki
af. Þannig er í raun óþarfi að ráðast
á alla þættina í einu, mun skilvirkara
að reyna að taka einn þeirra fyrir og
gera það almennilega!
Snýst um bóndann
Það eru engar töfralausnir til og
t.d. notkun á alls konar sótthreinsi-
efnum er klárlega ekki leiðin til þess
að ná tökum á ástandinu, en getur
þó í ákveðnum tilfellum hjálpað til,
eins og t.d. með því að nota rétta
spenadýfu eftir mjaltir.
Langoftast er þó megin skýr-
ingarþátturinn fólginn í því hvernig
staðið er að vinnu og hvernig vinnu-
lagið er á búinu. Það getur stundum
snert bændurna þegar þessi liður er
gagnrýndur en hjá því verður ekki
komist að líta í eigin barm og skoða
með opnum huga hvort eitthvað við
vinnulagið megi gera öðruvísi. Þetta
geta verið atriði eins og hvernig
umhverfi kúnna er haldið þannig
að smitefni eigi erfitt með að fjölga
sér eða t.d. hvernig hlúð er að sjúk-
dómavörnum kúnna.
Krefst vinnu
Ég held að ég geti fullyrt að flestir
bændur sem ég hef unnið með, bæði
hérlendis og erlendis, hafi allra
helst viljað fá það svar að hægt sé
að ná árangri hratt og auðveldlega,
en reynslan sýnir að til þess að ná
góðum árangri þarf að leggja á sig
töluverða vinnu. Margir hafa sagt
við mig að þeirra fjós sé svo gamalt
og illa hannað að það sé ekki hægt
að ná árangri eða að mjaltakerfið
sé ekki nógu gott og þar fram eftir
götunum.
Tilfellið er að aðstaðan sjálf, þótt
hún sé gömul og slitin, ætti ekki að
vera nein hindrun fyrir því að ná
árangri enda snýst málið oftar en
ekki um bóndann sjálfan. Það sem
reynist nefnilega langerfiðast er að
breyta vinnulaginu sjálfu. Að breyta
því hvernig við gerum ákveðna hluti
og stöndum að vinnu er ekki eitthvað
sem hægt er að gera svo auðveldlega,
en það geta samt allir náð árangri í
alls konar fjósum, sé einbeittur vilji
til staðar.
Að koma í veg fyrir eldinn
Það er komin afar góð reynsla með
júgurheilbrigðisáætlanir í nágranna-
löndum okkar og mögulega líka á
Íslandi. Best er að gera skriflega
áætlun fyrir búið, skrifa niður hvaða
smitvaldar eru „óvinurinn“ og vinna
svo markvisst að því að uppræta
hann. Fylgja því svo eftir með reglu-
legu eftirliti og a.m.k. mánaðarlegum
PCR prófum á tankmjólkinni.
Með því er hægt að fylgjast með
þróun smitefnanna í fjósinu og þá
hvernig innbyrðis hlutfall þeirra sé
að þróast auk þess sem tíðni þeirra
mælist um leið. Þegar svo líður á
baráttuna gerist það iðulega að aðrar
bakteríur ná sér á strik þ.e. verða
meira áberandi í sýnunum og þá
þarf að aðlaga áætlunina að þeim
aðstæðum. Með öðrum orðum þá
er markviss júgurheilbrigðisáætlun
breytileg og á að þróast með búinu
enda er hlutverk hennar á hverjum
tíma að hjálpa bóndanum að koma
í veg fyrir að eldurinn kvikni í stað
þess að hann/hún þurfi að standa í
slökkvistarfi.
Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
Lely Center Ísland Grammer sæti
Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogi | S. 544 4656 | mhg.is
VETRARBÚNAÐUR
Salt- og sanddreifarar.
Amerísk gæðatæki sem endast.
Júgurbólgu valda ótal smitvaldar og alls hafa verið greindir 130 í heiminum til þessa en við horfum þó aðallega á
tiltölulega fáar bakteríur sem meginorsakavalda tilfellanna sem kýrnar lenda í.
VÖLDUM SKEMMUM
TILBOÐ Á
TIL ÁRAMÓTA
BOGAHÚS
ÓDÝR
12-15-18-20 M
SKEMMUR
TÖLVUPÓSTUR
sala@bkhonnun . is
SÍMI
571-3535
VEFFANG
www .bkhonnun . is
BOGAHÚS
Stærðir frá 40 m², fást með og án einangrunar. Erum
að bóka hús og uppsetningu fyrir vor og sumar 2022.
Boghúsin fást óeinangruð og nú einnig einangruð.
Breiddir frá 12m og upp í 20m. Erum að bóka hús og
uppsetningu fyrir vor og sumar 2022.
Smáauglýsingar 56-30-300