Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2010, Síða 18

Bjarmi - 01.12.2010, Síða 18
AGNES T. RAGNARSSON Sögur um kynferðislega misnotkun meðal framámanna innan kristinna safnaða, hafa tröllriðið allri fjölmiðlaumræðu síðustu vikurnar og hefur kirkjan skaðast verulega á þessari umræðu. Afleiðingin er meðal annars sú að sífellt fleira fólk fyllist vantrú gagnvart forstöðumönnum og kirkjuleiðtogum. Og það með réttu. Ísíðasta tölublaði fjallaði Ragnar Gunn- arsson um málefni kynferðislegrar misnotkunar og hvernig kristin félaga- samtök og kirkjur geta tekið á slíkum málum eða forðast að lenda í þeim. En málið ervíðfeðmara en kynferð- isleg hneykslismál. Það er til nokkuð sem kallast „hin vanhelga þrenning", kynlíf, peningarog völd, nokkuð sem er viðvarandi í hinu veraldlega samfélagi, en á sér einnig stað innan kirkjunnar. Misnotkun peninga er ekki síður skaðleg kristnu samfélagi en óviðeig- andi kynferðisleg hegðun. Hætta á spillingu er raunveruleg, sérstaklega vegna afbakaðra prédikana og sjón- varpsprédikara, sem bjóða krafta- verkalækningar fyrir stórar gjafir. Kenneth Hagin eldri er vel þekktur sem faðir velgengniguðfræðinnar, en hún kennir m.a. að þeir sem gefi nógu mikla peninga geti átt von á ríkulegum launum bæði hér á jörð og á himnum. í áranna rás hafa ýmsir fetað í fótspor Hagins. En sjálfur reit Hagin bók, sem kom út þrem árum fyrir andlát hans, þar sem hann játar að sér hafi snúist hugur hvað velgengniguðfræðina varðar, skilaboðin um heilsu og auð- æfi. I Midas - jafnvægisnálgun á hug- takinu biblíuleg velgengni (gefin út af Faith Library), tilgreinir Hagin nokkrar kenningar um velgengni og endar með því að segja að fjárhagsleg velgengni sé á engan hátt merki um blessun Guðs. í dag eru enn margar peninga- plokksvélar í gangi (ekki síst í sjónvarpi), þar sem því er haldið fram að líkamleg lækning, bænasvar eða frelsun vinar, séu líklegri, þegar peningagjöf fylgir. Sumir prédikarar í Bandaríkjunum eða 18

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.