Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2010, Side 20

Bjarmi - 01.12.2010, Side 20
Madmaxer I Dreamstime.com Sumir leiðtogar hafa týnt boðskapnum um kærleika Krists vegna græðgi. safnaðarmeðlim alltaf til stórskaða fyrir viðkomandi. Því miður eru til mörg dæmi hér á landi um leiðtoga sem hafa misnotað aðstöðu sína og safnaðarmeðlimi sem hafa beðið varanlegt tjón á sálu sinni af þeim orsökum. Þannig frásagnir eru þeim mun meira stuðandi þar sem kristin trú er byggð á kærleika Guðs og samfélagi við hann. Afleiðingar þess konar misnotkunar í kirkjunni eru þær sömu og annars konar misnotkunar, sterk tilfinningaleg viðbrögð og reiði. Allir sem upplifa slíkt, einnig hér á landi, lýsa afleiðing- unum sem vantrausti á kirkjunni eða félagsskapnum sem í hlut á. Meðal viðbragða við andlegri mis- notkun er taugaveiklun og kvíði, sem oft getur komið fram löngu seinna. Afleiðingarnar geta einnig birst sem sjálfsásökun, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugleiðingar. Stundum getur það tekið fólk mörg ár að ná sér eftir slíka misnotkun. íslendingar eru ekki nógu meðvit- aðir um þessi mál, sérstaklega ráð- gjafar, sem taka ekki nógu alvarlega á misnotkun af þessu tagi. Kannanir í Bretlandi hafa sýnt að þolendur andlegrar misnotkunar eru oft skildir eftir óhæfir til að treysta öðrum og Guði. Fólk álasar Guði, þó hann komi þar hvergi nærri. Guð grætur misnotkun meira en nokkur annar. Jesús sagði að sá sem vildi verða mestur meðal manna, skyldi vera þjónn allra (Lk 22:26). Hann sýndi þetta líka á marga vegu með fordæmi sínu og kennslu, völd og áhrif eru ekki það sem heimurinn þarfnast. Hann sýndi fordæmi í hinum auðmjúka, lít- illáta manni, sem reið á ösnufola inn í Jerúsalem. Meistarinn sem fór í þjóns- Því miður eru til mörg dæmi hér á landi um leiðtoga sem hafa misnotað aðstöðu sína og safnaðarmeðlimi sem hafa beðið varanlegt tjón á sálu sinni af þeim orsökum. 20

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.