Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.2013, Side 2

Bjarmi - 01.09.2013, Side 2
LEIODRI Bjarmi flytur aö vanda fjölbreytt efni og engin ellimörk er að sjá á þessu gamal- gróna tímariti sem fjallar um kristna trú og leitast við að gera það í nokkru sam- hengi við málefni líöandi stundar. Það er vandunnið verkefni en kristin trú og kirkja hafa á öllum öldum átt í einhvers konar samræðu við samtíma sinn. Þar er vandrataða slóð að feta milli þess annars vegar að gæta trúmennsku við fagnaðarerindi Jesú Krists en hins vegar að hlusta opnum huga á raddir samtíðar- innar og taka þátt í umræðu um vanda hennar og möguleika. Ef brugðist er í hinu síðarnefnda er hætta á einangrun og þverrandi áhrifum boðskapar Jesú Krists í samfélaginu. Á hinn bóginn getur kirkjan, í ýmsum myndum sínum, misst tengslin við boðskap sinn og hlutverk ef aðlögun að viðhorfum og blæbrigðum hverrar tíðar gengur of langt. Þá hætta lærisveinar jesú Krists að vera það salt sem meistari þeirra fól þeim að vera. Minnumst þess einnig að háværar raddir eða viðurkenndar staðreyndir einnar tíðar eru oft úrelt þekking eða fordómar næsta tímabils. Ólga og átök og stundum öfgar á málflutningi virðast nokkuð áberandi í þjóðfélagsumræðunni þessi árin í kjölfar hrunsins svokallaða og stjórnmálamenn eru sakaðir um að eyða meiri tíma í ill- deilur en röklega samræðu um mikilvæg mál. Oft hefur verið deilt hart á trúmála- sviðinu hérlendis en hinar skörpu guð- fræðilegu átakalínur tóku að trosna upp á síðari hluta tuttugustu aldar. Skilningur og samstarf milli kristinna trúfélaga hefur einnig vaxið verulega nú síðari árin hérlendis, til hins betra þó að varla sé hægt að tala um að mikil átök eða illindi hafi ríkt í þeim samskiptum áður. Því fer þó fjarri að lognmolla ríki eða hafi ríkt á síðustu árum á trúmálasviðinu. Skemmst er að minnast átaka út af mál- efnum og stöðu samkynhneigðra í sam- félaginu og kirkjulegu samhengi en það mál virtist í meginatriðum til lykta leitt í þjóðkirkjunni á sínum tíma. Óvæntur ofsi greip þó um sig útaf komu Franklins Gra- ham sem verða mun aðalræðumaður á Hátíð vonar nú síðla í september. Bjarmi fagnar því að biskup íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, lætur ekki hrekja sig frá því að standa við gefin loforð um að flytja ávarp á hátíðinni. jafnframt skal tekið undir þau ummæli biskups að „tengsl við þau sem eru ólík okkur skerpa sjálfsmyndina." Það orkar tvímælis að varna fólki máls eða hópum sem ein- hverjir áhrifamiklir eru ósammála í stað þess að beita rökum gegn því sem rangt er talið. Slík afstaða og vinnubrögð geta þróast yfir í skaðlega þöggun. Að þurfa ekki að verja málstað sinn með rökum er málstaðnum einnig hættulegt til lengdar. Annað dæmi um viðkvæmt umræðuefni þar sem einnig er stutt í öfgar væri væntanleg bygging mosku á áberandi stað miðsvæðis í Reykjavík. Af öðrum toga er það mál sem er miðlægt í umfjöllun þess blaðs og verður að teljast dæmi um öfgar og ofstæki í málflutningi og aðferðum, sjónarmiðum sínum til framdráttar. Hér er átt við áhugavert viðtal við Bjarna Randver Sigurvinsson. Annars skulu viðtöl og greinar ekki kynnt hér nánar en lesendum látið eftir að finna áhugavertefni. í önnum ritstjóra við önnur verkefni tók undirritaður ritnefndarmaður að sér að halda utan um útgáfu þessa tölublaðs en vissulega með góðri samvinnu og stuðningi af hálfu ritnefndarinnar allrar. Vigfús Ingvar Ingvarsson S. Waage ehf. Garðabæ rfQ^INGI HÓPFERÐIR 5544466 GARÐHEIMAR Hjálparstarf Vji J kirkjunnar GA SMÍÐAJÁRN 5TPOIT • frAbær verð A flottum merkjum • Bjarmi 2. tbl. 107. árgangur, september 2013. ISSN1026-5244 Utgefandi: Salt ehf í samstarfi við Samband íslenskra kristniboðsfélaga Ritstjóri: Vigfús Ingvar Ingvarsson Ritnefnd: Ragnar Gunnarsson, Dögg Harðardóttir, Agnes Ragnarsson, Vigfús Ingvar Ingvarsson og Hermann Ingi Ragnarsson. Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson Afgreiðsla: Háaleitisbraut 58-60,108 Reykjavík, sími 533 4900, fax 533 4909. Kennitala Salts: 600678 0789, reikningsnúmer 0117 26 017476, IBAN: IS18 0117 26017476 6006 7807 89, SWIFT: NBIIISRE Vefslóðir: www.bjarmi.is,www.sik.is og www.saltforlag.is. Netpóstur: ragnar@sik.is Árgjald 3.600 kr með greiðsluseðli (þrjú tölublöð) 3.300 ef greitt er beint eða með korti) innanlands, 5.000 til útlanda. Gjalddagi 1. april. Verð í lausasölu 1200 kr. Forsíðumynd: © hag Umbrot og hönnun: Hermann Ingi Ragnarsson Prentun: Oddi bjarmi.is

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.