Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.2013, Side 6

Bjarmi - 01.09.2013, Side 6
Við nútímamenn þurfum ekki langan tíma til að átta okkur á hvernig ástatt er í heimi sem er fullur af ranglæti og sjálf erum við öll þátttakendur í því að viðhalda ranglætinu. Börn deyja úr hungri meðan okkar vandi er allir ruslagámarnir af mat sem við hendum. Mæður, feður og börn vinna í þrælabúðum til þess að við getum keypt okkur ódýrar vörur,- föt, blóm, súkkulaði og kaffi. Fötin og skóna sem við erum orðin leið á að nota sendum við til baka í góðgerðarskyni eða fáum greitt fyrir. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aldrei verið meira og fer stöðugt stækk- andi. Sjálf tilheyrum við langríkasta hluta heimsins og höfum það sem þarf til að breyta ástandinu. Daglega deyja þúsundir barna af völdum sjúkdóma sem mætti auðveldlega fyrirbyggja. Ungt fólk og börn eru hneppt í þrældóm í kynlífs- iðnaði sem teygir anga sína inn á íslensk heimili og skemmtistaði. Stríð, kúgun og valdníðsla halda fólki í fjötrum ótta og vonleysis. Það er engin furða að Guð vildi afmá illskuna og ranglætið. Þegar við þorum að horfast í augu við staðreyndir óréttlætisins og leyfum hryggð Guðs að snerta okkur í göngunni með Guði þá getum við ekki annað en hrópað á að jesú komi aftur til að bjarga þessum heimi sem hann skapaði. En óréttlætið, syndin, er fyrst og fremst það að við höfum snúið baki við skapara okkar og afleið- ingin er heimur sem er afvegaleiddur í illsku. „Gegn þér einum hef ég syndgað" (Sálmur 51.6), sagði Davíð konungur eftir að hann fylltist græðgi og oflæti, tók sér konu annars manns og lét myrða hann. Syndin er að virða að vettugi fórnardauða jesú Krists í okkar stað, að við tökum ekki við hina nýja lífi og frelsuninni sem Guð býður okkur. „Syndin er að þeir trúðu ekki á mig, réttlætið að ég fer til föðurins og þér sjáið mig ekki lengur og dómurinn að höfðingi þessa heims er dæmdur," sagði Jesús (Jóh. 16.9-10). Dómur Guðs er tortíming illskunnar. Eins og flóðið náði yfir allt nær dómur Guðs til allra. Allir hafa syndgað, öll erum við sek. En aðeins þeir sem hafa fundið náð hjá Guði eins og Nói munu bjargast. En „Nói fann náð í augum Drottins" (I. Mós. 6.8) og það var úrslitaatriðið sem skar úr um björgun eða glötun þegar vatnsflóðið kom. Aðeins þeir munu bjargast í dóminum þegar Jesús kemur aftur sem hafa fundið náð hjá Guði og hafa stigið inn í örkina sem er Jesús.j3a&-er aðeins fyrir trú á Jesú Krist sem við björgumst undan dómi Guðs yfir óréttlætinu og illsku heimsins.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.