Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.09.2013, Qupperneq 12

Bjarmi - 01.09.2013, Qupperneq 12
Contemplðtiue Outreech é íslandi Höfundur: Rrndís G. Bernhardsdóttir Linn Áhugafélag um eflingu KyrrSarbænar (Centering prayer) sem ber heitið Contemplative Outreach á Islandi var stofnað í Guðríðarkirkju í Grafarholti 2. maí síðastliðinn. Félagiö er aö fyrirmynd og í samstarfi við aiþjóðleg samtök í Bandaríkjunum sem kallast Contemplative Outreach Ltd (www.contemplativeoutreach.org) og eru samtök sjálfboöaliöa sem hafa það hlutverk að stuðla að útbreiðslu Kyrrðarbænar og kristinnar íhugunnar um allan heim. Stofnendur samtakanna voru Thomas Keating, William Meninger og Basil Pennington og eiga þau 30 ára starfsafmæli á næsta ári. Kyrrðarbœnin er eitt einfaldasta form íhugunarbænar sem um getur og geta allir lært það og stundað. Tilgangur Kyrrðarbænarinnar er að dýpka sam- bandið við Guð með því að játast nær- veru og verkan Guðs hið innra í daglegu lífi.Bænin byggir ^/orðlausri nálgun við Guð og þjálfunin felst síðan í því að læra að leiða hjá sér truflanir sem sækja á, þann tíma sem bænin stendur yfir. Segja má að skipulögð iðkun Kyrrðarbænarinnar hafi í raun ekki hafist á íslandi fyrr en árið 2008 en þá var stofnaður stýrihópur um útbreiðslu og eflingu bænarinnar. Ýmsir erlendir aðilar höfðu þó komið til íslands fyrir þann tíma og kynnt bænina. Má í því sambandi nefna að bæði Thomas Keating og William Meninger upphafs- menn bænaiðkunarinnar, hafa komið til íslands, kynnt bænina og haldið kyrrðar- daga í Skálholti. Stýrihópurinn hefur á síðustu árum verið ötull við að halda kynningar á Kyrrðarbæninni og annarri iðkun tengdri henni. Má þar nefna lengri og skemmri kyrrðardaga í Skálholti og styttri kyrrðardaga, kynningar og námskeið í ýmsum kirkjum landsins. Hópurinn hefur einnig staðið fyrir nám- skeiði fyrir leiðbeinendur og komu tveir þaulreyndir kennarar frá Bandaríkjunum til íslands síðastliðið haust til að hafa umsjón með því. Iðkunin hefur smátt og smátt eflst í landinu og í dag eru starfandi 7 bænahópar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Akureyri sem hittast vikulega og eru þeir öllum opnir. Hóp- arnir eru í Guðríðarkirkju í Grafarholti, Dómkirkjunni í Reykjavík, Grensáskirkju, 12 september 2013

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.