Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Síða 24

Bjarmi - 01.09.2013, Síða 24
Bjarni Randver Sigurvinsson, stunda- kennari við Háskóla íslands, átti sér einskis ills von þegar Pétur Pétursson, þáverandi forseti guðfræði- og trúar- bragðafræðideildar, hringdi í hann 5. feþrúar 2010 til að tilkynna honum að Vantrú hefði kært hann til deildarinnar fyrir umfjöllun hans um félagið í nám- skeiðinu Nýtrúarhreyfíngar sem hann hafði kennt á haustmisserinu 2009. Þótt kæran sé ítarleg er hún að sögn Bjarna Randvers alfarið þyggð á getgátum vantrúarfélaga um hvað hann gæti sem guðfræðingur hafa mögulega sagt eða látið ósagt í tengslum við tilvitnanir á nokkrum glærum sem félagsmenn höfðu náð að útvega sér fljótlega eftir kennslu- stundina. Enginn vantrúarfélagi sat námskeiðið og enginn þeirra hafði heldur samband við Bjarna fil að spyrjast fyrir um kennsluna, en næstu rúma þrjá mán- uði skipulögðu þeir með leynd umfangs- mikla kæru- og greinaherferð gegn honum sem átti eftir að taka tæp þrjú ár. Óhætt er að fullyrða að Bjarni hafi verið lagður í einelti að yfirlögðu ráði með það að markmiði að koma höggi bæði á hann og guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskólans. KaaxcLux cJh jýjnm iinnum Þann 18. mars 2010 frétti Bjarni Randver að hann hefði í byrjun febrúar einnig verið kærður til Siðanefndar HÍ en nefndin sniðgekk hann með öllu. Siðanefndin afhenti Bjarna ekki kæruna fyrr en 10. maí 2010, rúmum þremur mánuðum eftir að hann hafði verið kærður og eftir að nefndin hafði reynt árangurslaust að fá guðfræði- og trúarbragðafræðideild til að sakfella hann opinberlega með skriflegri yfirlýsingu. Bjarni segir að síðar hafa komið í Ijós að þáverandi siðanefnd hafi tekið upp nána samvinnu við kær- andann bak við tjöldin um hvernig best væri fyrir Háskólann að losa sig við hann. Síðar kom einnig í Ijós að Vantrú hafði kært Bjarna til rektors í byrjun febrúar en kærunum þremur fylgdi félagið eftir með gríðarlegum fjölda greinaskrifa víðs vegar um netheima og þrýstiaðgerðum á fjölmiðla og stofnanir. Eftir hörð átök í á annað ár dró Vantrú kæruna til siðanefndar til baka 28. apríl 2011 en þá höfðu 40 háskólakennarar kært siðanefndina til háskólaráðs vegna málsmeðferðarinnar og krafist þess að óháð rannsóknarnefnd yrði skipuð til að yfirfara störf hennar. Háskólaráð féllst á þessa kröfu og skilaði rannsóknarnefnd undir formennsku aðallögfræðings Alþings frá sér ítarlegri skýrslu þá um haustið þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að siðanefndin hefði gerst brotleg við allar meginstarfsreglur sínar í málsmeðferðinni. Löngu áður hafði forseti guðfræði- og frúarbragðafræði- deildar afgreitt kæruna til deildarinnar með bréfi til Vantrúar 9. mars 2010 þar sem trausti var lýst á Bjarna sem háskólakennara. Rektor afgreiddi loks þriðju kæruna með bréfi til starfsmanna Háskólans 15. febrúar 2012 en þar segir um málið í heild: „ekkert hefur komið fram í meðferð málsins sem bendir til þess að viðkomandi stundakennari hafi gerst brotlegur i starfi". Kæruherferðinni var samt enn ólokið. Vantrú hafði einnig kært Bjarna Randver til lögreglu 27. maí 2011 fyrir brot á fjar- skiptalögum með öflun gagna af innra 24 september 2013 bjarmi

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.