Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.2013, Side 25

Bjarmi - 01.09.2013, Side 25
„AFÞJOÐKIRKJUNNI DRAGA ÞEIRÞÁMYNDAÐ HÚN SÉ GLÆPASAMTOK SEM SPORNA ÞURFI GEGN OG UPPNEFNA HANATILDÆMIS NAZISTAFLOKK ÍSLANDS" mönnum hennar. Allt sem félagiö telur vera trú eða trúarbrögð er kallað hindur- vitni og er sú hugtakanotkun lýsandi fyrir málflutning félagsmanna. Meðal þess sem vantrúarfélagar hafa gagnrýnt hvað mest er tilhögun kennslu í kristinfræði í grunnskólum, samskipti kirkju og skóla og tilvist guðfræði- og trúarbragða- fræðideildar í HÍ sem þeir gefa sér að hljóti að vera óakademísk enda sé guð- fræði grænsápu- og moðhausafræði. Af þjóðkirkjunni draga þeir þá mynd að hún sé glæpasamtök sem sporna þurfi gegn og uppnefna hana til dæmis Nazistaf lokk íslands. Jesúm kalla þeir skíthæl. Á innra spjallborði Vantrúar á vef félagsins er að finna umræðuþráð sem helgaður er mér einum en fyrsta færslan á honum er frá 2. september 2009 á nákvæmlega þeirri stundu þegar ég var að kenna fyrsta tímann í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar það misserið. Fyrstu um það bil 600 blaðsíðunum af þessum umræðuþræði var lekið til mín upp úr miðjum september 2010. í fyrstu færsl- unni tilkynnir þáverandi formaður Van- trúar, Óli Gneisti Sóleyjarson, að hann bjarmi | september 2013 | 25 spjallborði Vantrúar og fengið málið tekið upp á nýjan leik um haustið eftir að því hafði verið vlsað frá. Eftir að Bjarni hafði verið kallaður til yfirheyrslu var kæran hins vegar felld niður af lögreglunni 26. júlí 2012 þar sem engin brot höfðu verið leidd ( Ijós. Nokkru áður, 18. júní 2012, ákvað Vantrú að leggja upphaflegu kær- una til siðanefndar fram á nýjan leik. Ný sérskipuð siðanefnd undir formennsku Bjargar Thorarensen lagaprófessors ákvað hins vegar 4. október 2012 að vísa kærunni frá á þeirri forsendu að hún væri með öllu tilefnislaus og fylgdi úrskurð- inum ítarlegurrökstuðningur. 'JLairi áfoelliód&ni&T yfjh iLdana.j^nd oj l/antru Alls voru kærurnar fimm á hendur Bjarna Randveri til meðferðar í samfleytt tvö ár og átta mánuði. Þó svo að Vantrú hafi tapað öllum kærumálunum hafa van- trúarfélagar haldið áfram að birta greinar og færslur gegn honum. Fjöldi greinar- gerða og yfirlýsinga á annað hundrað háskólakennara, sem kannað hafa málið vandlega, hefur hins vegar verið lagður fram þar sem komist er að þeirri niður- stöðu að hann hafi á engan hátt gerst brotlegur við siðareglur Háskólans. Félag prófessora við ríkisháskóla sendi jafn- framt frá sér ályktun 3. apríl 2012 þar sem segir að í kærumálinu fyrir upphaflegu siðanefndinni hafi akademískt frelsi Bjarna sem háskólakennara ekki verið virt, félagið Vantrú hafi gerst brotlegt við reglur Háskólans um góða starfshætti og séu allir siðanefndarfulltrúarnir ábyrgir fyrir brotum nefndarinnar. Sj&rrd fóandiwx Awt/u^ itócL & því CjcL þú vexit kcexcLæt? Meginástæðan fyrir öllum þessum kærum er sú að Vantrú er félag sem er í baráttu gegn áhrifum trúar og trúar- bragða í samfélaginu og kærurnar voru einfaldlega liður í þeirri baráttu. Van- trúarfélagar eru aðgerðarsinnar í þágu guðleysis og andtrúarbragðahyggju og hafa beitt sér sem slíkir núna í rúman áratug. Þeir hafa beitt sér fyrir fjölda baráttumála með markvissum hætti í samfélaginu og staðið að fjölda kæru- mála á hendur þjóðkirkjunni og starfs-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.