Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.2013, Side 26

Bjarmi - 01.09.2013, Side 26
hafi hvatt tiltekinn nemanda af ööru sviöi Háskólans til aö innritast í námskeiöið hjá mér í von um að það veröi „gull- náma". Þessi nemandi, sem frá upphafi ætlaði ekki að taka prófið, sótti svo fyrir Óla Gneista glærusettið um Vantrú og aðrar hreyfingar, sem flokkaðar eru sem frjálslyndar af trúarbragðafræðinginum J. Gordon Melton, inn á innri vef nám- skeiðsins hjá Háskólanum fljótlega eftir kennslustundina. Þetta gerði nemandinn í heimildarleysi og bað hann mig löngu síðar afsökunar á því, hann hefði aldrei gert það ef hann hefði vitað hvernig van- trúarfélagar myndu matreiða glærurnar. Snemma í umræðuþræðinum endurbirtir Óli Gneisti alllangar netsamræður sínar við nemandann um kennslustundina um Vantrú strax að henni lokinni og vekur athygli að ekkert af því sem vantrúar- félagar hafa síðan sakað mig um er nefnt þar á nafn. Þvert á móti hefur nemandinn það eftir mér að enda þótt vantrúar- félagar geti stundum verið ómálefnalegir í trúarbragðagagnrýni sinni megi ekki afskrifa þá því að þeir hafi stundum margt til síns máls. Engin umræða um kæruat- riðin, sem öll eru fólgin í getgátum van- trúarfélaga um hvað ég gæti hafa sagt eða látið ósagt í tengslum við glærurnar, átti sér stað þarna og sýnir það að þau eru úr lausu lofti gripin. Nemendur mínir úr kennslustundinni, sem sumir hverjir töldu mig jafnvel trúleysingja, kannast heldur ekkert við réttmæti ásakana Van- trúar á hendur mér. Skrif vantrúarfélaga sýna að þeir voru fyrirfram neikvæðir í minn garð og kusu þeir að nýta glærurnar í þágu baráttu sinnar. Reynir Harðarson sálfræðingur, sem tók við formennsku félagsins í ársbyrjun 2010, fylgdi síðan kærunum eftir af festu og talaði sjálfur um þær hverja o,g eina sem sprengjur í heilögu stríði félágsmanna. Enda þótt enginn vantrúarfélagi hafi setið námskeiðið þegar ég kenndi það þetta misserið hafði einn þeirra samt tekið það þegar ég kenndi það í fyrsta sinn árið 2005 en sá einstaklingur, DV bloggarinn Teitur Atlason, átti síðar eftir að verða stjórnarmaður í Vantrú árið 2008. Sem guðfræðinemi tók hann öll námskeið sem ég kenndi á þeim tíma og óskaði eftir því að ég yrði handleiðari sinn við BA ritgerð sína um fundamentalisma. Löngu síðar skrifaði hann á vef Vantrúar langa grein um veru sína sem yfirlýstur trúleysingi í guðfræðideildinni og var hún endurbirt í heilli opnu í fylgiblaði Frétta- blaðsins. Þar hampar hann mér fremst í greininni, talar um að ég hafi reynst honum vel og dregur upp jákvæða mynd af deildinni. Á umræðuþræðinum á innra spjallborði Vantrúar tæpum tveimur árum síðar neitar Teitur að lokum að taka þátt í aðgerðum félaga sinna gegn mér en það er sem þeir séu þar alveg búnir að gleyma öllu sem hann hafði ritað um mig og ágæti deildarinnar á vef félagsins. UvcJL kaLLn ]aú <uaL þeim fmjji jenjLcí tiP Ég hef enga aðra skýringu en þá að van- trúarfélagar hafi ætlað sér að koma höggi á deildina í Ijósi þess hvernig þeir hafa flestir talað um hana í gegnum tíðina og þagga um leið niður í mér. Þeir virðast vilja stjórna því hvernig um þá er fjallað og hvernig grundvallarhugtökin í umræðunni og fræðilegri greiningu eru skilgreind. Þeir sem stjórna forsendum umræðunnar eiga nefnilega auðveldara með að ná sínu fram. Ef til vill hafa van- trúarfélagar litið á mig sem ógn. Ég hef í kennslu minni verið að fjalla um aka- demískar skilgreiningar á trúarhugtakinu og félagslegum hreyfingum sem eru á skjön við grundvallaratriði í málflutningi og sjálfsmynd vantrúarfélaga og það hafa þeir ítrekað rekið sig á á liðnum 26 september 2013 bjarmi

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.