Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.2013, Side 32

Bjarmi - 01.09.2013, Side 32
um aö skála í kampavíni þegar þaö næö- ist í gegn. Þaö kom mér hins vegar algjörlega í opna skjöldu og var mér þungt áfall að sjá hversu ófagleg og óakademísk van- hæfa siöanefndin var. Jafnframt verö ég að játa að sífelldar þrýstiaðgerðir vantrúarfélaga meö m.a. á köflum nær daglegum greinaskrifum gegn mér víöa um netheima tóku á, ekki síst vegna þess aö þarna var um grófa ófrægingar- herferð að ræða gegn mannorði mínu á sama tíma og ég gat ekki svarað fyrir mig opinberlega enda málið í ferli innan Háskólans. Formaður Vantrúar, Reynir Harðarson sálfræðingur, skil- greindi sjálfur aðförina gegn mér á umræðuþræðinum á innra spjallborðinu sem heilagt stríð og einelti og talaði um hvernig þeir gætu kvalið mig og skapað með mér vanlíðan. Umræðuþráðurinn er uppfullur af svona skrifum. Þetta var auðvitað ekkert annað en einelti en sínu verra var einelti vanhæfu siðanefndar- innar þar sem mannréttindi mín voru fótum troðin og ég ekki álitinn sjálfráður einstaklingur. Deildarforseta þótti kæran frá upp- hafi léttvæg. í fyrstu bað hann mig um að svara henni með greinargerð en taldi mig fljótlega leggja alltof mikla vinnu í hana því að kæran með öllum sínum getgátum væri „rugl" eins og hann orðaði það. Deildin afgreiddí kæruna svo rúmum mánuði síðar með þréfi til Vantrúar þar sem lýst er yfir fullu trausti á mig sem háskólakennara en sagt að að sjálfsögðu verði hlustað á sjónarmið Vantrúar ef þetta valnámskeið verður kennt aftur. Sjálfur hafði ég farið fram á að þetta yrði tekið fram því að auð- vitað er það athyglisvert hvernig ein- staka hreyfingar vilja láta fjalla um sig í háskólakennslu og hið besta mál að vega sjónarmið þeirra og meta. Þegar Vantrú fær þetta bréf ákveður félagið hins vegar að falsa það og er aðeins hluti þess birtur á vef félagsins en traustyfir- lýsingin tekin burt þannig að þetta virkar sem vantraust og alls óvíst hvort fagið verði kennt aftur. DV birti í framhaldinu frétt undir þeirri fyrirsögn að vantrúar- félagar hafi náð að beygja guðfræðinga. Blaðið notaði bara falsaða heimild Van- trúar og leitaði sér ekki frekari upp- lýsinga. Þegar deildin hafði afgreitt kæruna hélt ég að málið væri frá og hafði ekki hugmynd um að kærurnar væru fleiri. Það sem flækti málið var að siðanefnd, sem hafði einnig borist kæra 4. febrúar 2010, fór hvorki eftir eigin starfsreglum né siðareglum Háskólans heldur tók upp náið samstarf við kærandann bak við tjöldin sem snerist um það hvernig best væri að koma mér út úr Háskólanum. Eins og fram kemur í umræðuþræðinum sem var lekið til mín boðaði Þórður Harðarson formaður siðanefndar Reyni Harðarson formann Vantrúar á leynifund á heimili sinu 7. apríl 2010 þar sem rætt var um hvernig málið yrði afgreitt, mér yrði fórnað eins og það var orðað. Ég var hins vegar með öllu sniðgenginn og mér ekki formlega tilkynnt um kæruna fyrr en 10. maí 2010 þegar ég fékk fyrst að sjá hvaða siðareglur það voru sem ég átti að hafa brotið. Siðanefndarformaður- inn hafði 18. mars 2010 samband við prófessor úr deildinni sem var þá í leyfi og tilkynnti honum um kæruna og hversu alvarlegum augum það væri litið að ég sem háskólakennari í guðfræði væri að nefna guðleysingja á nafn og vitna í þá. Þessi prófessor tilkynnti deildarforseta þetta sem fékk þetta síðan staðfest frá siðanefndinni og lét mig vita. Deildar- forseti gerði mér það algjörlega Ijóst á þeirri stundu að siðanefndin liti málið svo grafalvarlegum augum að ég yrði nær örugglega sakfelldur. Jafnframt sagði hann mér að innan skamms myndi ég heyra frá siðanefndinni sem myndi samkvæmt eigin starfsreglum þurfa að kalla eftir gögnum og kynna sér mín sjónarmið. Vikurnar liðu hins vegar ein af annarri án þess að ég heyrði neitt frá siðanefnd- inni nema í gegnum deildarforseta sem fékk það ítrekað staðfest hversu neikvæð afstaðan væri. Meðal þess sem siðanefndinni fannst gagnrýnivert var að ég skyldi vitna í skrif forystumanna Vantrúar í dagblöðum og af bloggi því að slíkt væri fyrir neðan allar hellur í háskólakennslu. Það er óneitanlega ein- kennilegt að vera gagnrýndur fyrir að draga fram frumheimildir af opinberum vettvangi til greiningar á félagslegri hreyfingu í háskólakennslu. Þegar mér var sagt þetta og hversu alvarlegum augum það væri litið af siðanefndinni 32 september 2013 bjarmi

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.