Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.2013, Page 34

Bjarmi - 01.09.2013, Page 34
myndi vinna þetta mál þegar upp væri staðið því að sakleysi mitt var ótvírætt og brotin gegn mér augljós. Þar sem siðanefnd er hæstiréttur innan Háskól- ans verður úrskurði hennar ekki áfrýjað og því er eina leiðin að leita til dóm- stóla til að fá honum hnekkt. Slíkt yrði óheyrilega kostnaðarsamt og tímafrekt en engu að síður bráðnauðsynlegt. Það eina sem gæti breytt stöðunni að okkar mati var að fá í hendur umræðuþráð Vantrúar um mig því að við vissum að vantrúarfélagar væru með slíka þræði á innra spjallborði sínu og töldum öruggt í Ijósi alls þess sem gerst hafði að tengsl væru milli kærandans og siðanefndar bak við tjöldin. En við vorum sam- mála um að við gætum ekkert notað af innra spjallborðinu nema því aðeins að við fengjum það með löglegum hætti og líkurnar á slíku voru harla litlar. Um þetta allt ræddum við ítarlega laugar- daginn 18. september 2010 og vorum afar svartsýnir því að við gátum ekkert gert. Síðar þann sama dag barst mér bréf á Facebook frá Erdnu Varðardóttur úr Hvítasunnukirkjunni þar sem hún greinir mér frá samkirkjulegri bænastund sem haldin hafði verið vegna kærumálsins gegn mér og að hún hafi tvo ritningar- texta sem hún telji að eigi erindi til mín, annan um Gídeon en hinn úr 2. Mósebók 14:14: „Drottinn mun berjast fyrir yður, en þér skuluð vera kyrrir." Ég svaraði henni nær strax að ég mæti þetta mikils, hefði) mikla trú á bæninni og ritningartextinn umræddi hefði sér- stakt vægi fyrir mér án þess þó að ég útskýrði það neitt frekar. Þetta var fyrsti textinn sem ég dró sem manna- korn í tengslum við bæn sem barn og tók honum á þeim tíma sem þýðingar- mikilli bænheyrslu. En ég var vart búinn að senda þetta svarbréf frá mér þegar ég fæ símtal úr allt annarri átt. Vinur minn, Ingvar Valgeirsson, tilkynnir mér þar að honum hafi óvænt verið veittur tímabundinn aðgangur að innra spjall- borði Vantrúar af einum vantrúarfélag- anum og þar sé að finna gríðarlega langan umræðuþráð um mig. Það sem Ingvar sér á þessum umræðuþræði er þess eðlis að hann telur það vera sið- ferðislega skyldu sína að afhenda mér hann. Umræðuþráðurinn leiði í Ijós alvarleg brot sem verið sé að fremja gegn mér. Þarna fékk ég í hendur afrit af öllum bréfum sem farið höfðu milli Van- trúar annars vegar og siðanefndar og stjórnsýslu Háskólans hins vegar og nákvæmar greinargerðir um alla fundi og símtöl milli þessara aðila. í Ijós kom að samvinna siðanefndar og Vantrúar var náin, siðanefndarformaðurinn lak ótal trúnaðarupplýsingum, bæði munn- lega og skriflega, leiðbeindi kærendum hvernig þeir gætu best beitt sér gegn mér og deildinni og talaði um hvernig mér yrði fórnað. Hann sendi meira að segja bréf Péturs Péturssonar áfram á Vantrú án þess að hafa nokkra heimild til þess. Síðast en ekki síst fékk ég þarna í hendur allar umræður vantrúarfélaga frá upphafi þegar þeir skipuleggja aðgerðirnar gegn mér og fylgja þeim eftir með úthugsuðum þrýstingi út um allt. Einn vantrúarfélaginn reyndist í stjórnunarstarfi innan stjórnsýslu Háskólans og lagði hann sömuleiðis 34 september 2013 bjarmi

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.