Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.09.2013, Qupperneq 39

Bjarmi - 01.09.2013, Qupperneq 39
„A 24 ARUMHEFUR FRANKLIN GRAHAM BOÐAÐ MEIRA EN 7 MILLJÓNUM MANNA VÍÐSVEGAR UMHEIMINN FAGNAÐARERINDIÐ" undir nafninu „Hátíöir" (Festivals) og þær eru skipulagðar af „the Billy Graham Evangelistic Association (BGEA) þar sem Franklin Graham er forseti og aðalfram- kvæmdastjóri. Von er á Franklin til íslands í lok september þar sem hann tekur þátt í slíkri hátíð. Stuttu eftir að Franklin tók heils hugar við Kristi, árið 1974, kvæntist hann Jane, unnustu sinni. Nú eiga þau fjögur uppkomin börn og átta barna- börn. Elsti sonur þeirra heitir einnig William Franklin Graham (sá fjórði) þannig að fjölskylduhefðinni hefur verið viðhaldið. Yngsti William Franklin er venjulega kallaður Will og starfar einnig sem predikari. Eins og faðir hans á sínum tíma, hefur Franklin Graham stundum verið nátengdur æðstu valdamönnum. Hann hefur átt einkafundi með fimm forsetum Bandaríkjanna en einnig þjóðarleið- togum í Evrópu, Afríku, Asíu og Suður- Ameríku. Með hjálp fjölmiðla, samskiptamiðla og tækifæra til að koma fram, tekur Franklin reglulega á siðferðilegum og félagslegum málum samtíðarinnar og skorar á kristið fólk að láta til sín taka í heiminum. Hann dregur einnig atburði líðandi stundar á vettvangi þjóðmála eða heimsmála inn í biblíulegt samhengi og heimfærir boðskap Biblíunnar á þessa atburði. Á vegum stofnananna sem hann stjórnar hefur hann beitt sér við að aðstoðafólksemhefurorðiðfyriráföllum á borð við árásina á Tvíburaturnana í New York, afleiðingar borgarastyrjaldarinnar í Súdan og náttúruhamfarir, allt frá flóð- bylgjunni í Suður-Asíu til hinna hrikalegu jarðskjálfta í Kína, Haítí og Japan. Engu að síður hefur sumt af því sem varðar afstöðu hans og ummæli valdið deilum í sumum fjölmiðlum. En systursonur hans, Tullian Tchi- vidjian, sem starfar sem prestur hjá kirkju í Flórída, styður frænda sinn og bendir á að „það sem hann hefur fengið að upp- lifa er einmitt það sem Jesús sagði okkur að búast við. Boðskapur hins krossfesta Jesú og kenningin um að Jesús sé eini vegurinn, sannleikurinn og lífið er svo mörgum í heiminum heimska. Þessi boð- skapur samræmist alls ekki pólitískum rétttrúnaði." „Ég held að hann taki ekki afstöðu sem stjórnmálamaður heldur sé sem predikari og sendiherra guðsríkis knúinn til að tala.... jesús segir okkur að heimur- inn verði ekki góðviljaður." Heimurinn er raunar sífellt minna góðviljaður og þetta er m.a. ástæða þess að það verður áhugavert að heyra hvað þessi „Uppreisnarmaður með málstað" (heiti ævisögu) hefur að segja á íslandi árið 2013. september 2013 39

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.